Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 10
/ Frá Vtk i Mýrdal. Pakkhús ]. P. T. Bryde um 1890—1900. Langferðamenrt, austan yfir Sand, og hestar þeirra. glæp, sem og varðaði við lög, að fara með mig á sjó svona búinn eins og ég var í minn fyrsta róður. Eftir þetta fékk ég svo skinnklæði og sjóvettlinga og fór á sjó hvern róður, sem eftir var vertíðar. Mér hætti að fatast áralagið og kunni allvel við mig á sjón- um, þó nokkuð \ræri ég sjóveikur stundum. Um lokin kvaddi ég félaga mína og húsbændur. — Fór ég þaðan með jafnlétta pyngju og ég kom þangað. Það hafði ekki verið samið um kaup mitt, þegar ég réðist, svo að húsbóndi minn notaði sér |>að umkomu- leysi mitt, og fékk ég ekkert. Þetta voru mér sár von- brigði, mjög sár. Eg afréð þá að halda suður í leit að vorvinnu. Það gekk vel, og vistaðist ég vormaður að Landakoti á Vatnsleysuströnd. Þar bjó þá fallegu búi Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri og Margrét kona hans. Það var fyrirmyndar heimili að öllu leyti og mjög gott að vera þar. Um Jónsmessuleytið fór ég til Revkjavíkur, en þaðan fljótlega heimleiðis. Fór ég með strandferða- skipinu „FTólum“ austur í Vík í Mýrdal með stuttri viðkomu í Vestmannaeyjum. Bátar komu þar út á ytri höfnina, Víkina, með farþega, sem ætluðu með skip- inu austur á firði, og tóku farþega frá Revkjavík, sem fóru í land í Eyjurn. Síðan var haldið áfram ferðinni austur með landinu í góðu veðri, og var fagurt til lands að líta. Þegar til Víkur í Mýrdal kom, var þar brim- lítill sjór og bezta veður. Fórum við þar allir í land, sem ákveðið höfðum samferðalag frá Reykjavík með „Hólum“, þegar er við fréttum um ferð þeirra til Vík- ur. Var mikill munur á slíku ferðalagi eða hinu að eiga að ganga frá Reykjavík austur. Fargjaldið með skipinu var að vísu fjórar krónur, sem var allmikið fé í þann tíð, en eftir þeim krónum sá víst enginn okkar, þó ekki væri miklum auðæfum fyrir að fara hjá hverjum okkar. Ég sá a. m. k. ekki eftir fargjaldinu, og var ég þó senni- lega verst staddur fjárhagslega eftir vertíðina. Skrínu- kost höfðum við á leiðinni og sæmilega gott lestarpláss, svo að allvel fór um okkur. Kaffi gátum við fensrið keypt, en þareð það kostaði 12 aura bollinn af mola- kaffinu, eyddu víst fáir okkar í þann rnunað. Sigurður fóstri rninn tók á móti mér í Vík. Hann var með hesta til austurferðarinnar. Ekki voru klyfjar þeirra þungar af vörukaupum okkar hjá Brydesverzltm í Vík fyrir vertíðarkaupið mitt. Hafa það ábyggilega verið sár vonbrigði fóstra mínum að kaup mitt skyldi ekki hafa verið greitt, hvorki fyrir beitningatíma minn eða róðrartímabil. Það fór líka svro, að kaupið var aldrei greitt þó eftir væri gengið. Skriflegir samningar voru, sem fyrr getur, engir, en munnleg loforð og áætlanir einskisvirt er að uppgjöri kom. Skil ég satt að segja ekki framkomu húsbónda míns, sem var að rnörgu leyti bezti karl. Viðstaðan í Vík varð þess vegna ekki löng í þetta skipti. Var ég kominn heim til mömmu og systkina minna daginn eftir og var innilega fagnað. Lífsreyndari var ég eftir þessa fyrstu verferð mína og nokkrar krón- ur átti ég, sem voru kaup mitt fyrir vorvinnu mína hjá Guðmundi í Landakoti. Þannig fór um sjóferð þá. Hún færði mér lítil auðæfi en töluverða lífsreynslu og erfiði. Þættu það t. d. senni- lega harðir kostir fyrir óharðnaðan ungling að verða að fara gangandi til útvers austan úr sveitum alla leið til Eyrarbakka, Reykjavíkur, Suðurnesja og víðar í nær svartasta skammdeginu. En þetta var siður fyrrum og lengi fram eftir árum, ekki aðeins þarna austan frá held- ur og einnig alls staðar frá og til velflestra verstöðva landsins, og yfir það þvert og nær endilangt. Hitt mun hafa verið mjög óalgengt að vermenn fengju ekki vertíðarkaup sitt nálægt vertíðarlokum, og enn óalgengara að hafður væri sá háttur á, sem við- hafður var gagnvart mér. Þó mun það því miður hafa komið fyrir annars staðar á landinu. Einstaka menn hafa af og til verið til, sem aldrei virtu rétt einstæð- ingsins og hins minni máttar að neinu leyti. Hefur mað- ur heyrt ekki svo fáar frásagnir um slíka menn og framkomu þeirra við munaðarleysingja og hinn van- máttuga í lífsbaráttunni. En sem betur fer, heyrir slíkt nú orðið löngu liðinni fortíð til. Erling Gunnarsson, Smiðjugötu 8, ísalirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—14 ára. Hjalti Jánsson, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavogi, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—20 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Hjalti Jónsson, Hólum, Hjaltadal, óskar eftir bréfaskipt- um við stúlkur á aldrinum 15—20 ára. Karl Elisson, Hólum, Hjaltadal, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—20 ára. Halldór Gislason, Hvalgröfum, Skarðshrepp, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—15 ára. 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.