Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 28
í stofu. Þeir neyta hans þar ásamt frú Helgu, en Elsa mætir þar ekki til kvöldverðar. Pálmi hefur ekki séð hana í dag, enda setið lengst af inni í skrifstofu. En nú er kvöld, tími hvíldar og ævintýra, og hann ætlar sér að njóta þess. Pálmi lýkur kvöldverði og hraðar sér síðan út úr húsinu. Hann gengur um stund umhverfis sýslumanns- setrið og nýtur heillandi veðurblíðunnar. En í kvöld ætlar hann í bílferð, og hann er ákveðinn í því að fá Elsu með sér. Hann gengur aftur inn í húsið. I forstof- unni mætir hann Elsu. Hann býður henni brosandi gott kvöld. „Gott kvöld.“ Þau nema bæði staðar. „Fagurt ferðaveður,“ segir Pálmi glettnislega. „Getur ekki betra verið.“ „Má ég bjóða þér í ökuferð með mér, Elsa?“ „Þakka þér fyrir, en hefur þú boðið mömmu og pabba að vera með? Þau hafa áreiðanlega ekki síður gaman af því en ég að aka út í veðurblíðunni.“ Glettnisbrosið hverfur úr svip Pálma. Svona kom þá Elsa málinu fyrir: Hann ætlaði engum að bjóða nema henni, en kannske er hún feimin í fyrsta skiptið að fara með honum einum. Hann getur ekki skorazt und- an því að bjóða sýslumannshjónunum með þeim, fyrst Elsa stakk upp á því, annað væri ekki samboðið virð- ingu hans. Hann segir því við Elsu: „Jú, auðvitað býð ég foreldrum þínum með okkur í kvöld.“ „Ég þakka þér þá fyrir hönd okkar allra,“ segir Elsa. Hún gengur síðan inn í herbergi sitt og klæðist ferða- • ............................................... fötum. Hún getur gjarnan þegið ökuferð í nýrri bif- reið, en með Pálma einum ætlar hún ekki að aka, hvorki nú né síðar. Pálmi fer á fund sýslumannshjónanna og býður þeim í bílferð með sér og Elsu. Ferðafólkið er senn allt kom- ið út að bifreiðinni. Pálmi ætlar sýslumannshjónunum aftursætið, en Elsu að sitja frammi við hlið sér. En Elsa skynjar óðar þessa fyrirætlan hans og segir við móður sína: „Við sitjum í aftursætinu, mamma, pabbi er bezt til þess fallinn að skýra fyrir Pálma öll staðarheiti og ör- nefni og vísa honum veginn um sveitina." Pálmi lítur til Elsu, og dimmur roði leitar fram í kinnar hans. Hann hafði sjálfur ætlað að raða farþegum sínum í bifreiðina, en hér verður hann að sýna fyllstu 'háttvísi og láta undan sýslumannsdótturinni. — En sumarið er ekki liðið! Hann býður mæðgunum að setjast inn í aftursætið, en sýslumanni við hlið sér. Svo ekur hann af stað, allt annað en ánægður að þessu sinni. IV. Skemmtun að Stóra-Ási. Regnið drýpur jafnt og þétt. Helga sýslumannsfrú situr inni í dagstofu með handavinnu sína og hlustar þögul á þungt hljóðfall regndropanna á gluggann sinn. Hún hefur ekki getað notið neinnar útiveru í dag sök- um rigningarinnar. Endurminningin um hina ánægju- legu bílferð kvöldið áður fyllir huga hennar gleði. Pálmi fulltrúi er mjög að hennar skapi. Hún fann það í öllu á þessari bílferð, að hann er sérstaklega hátt- vís í framkomu, og líklega stórgáfaður. Skyldi Elsa vera hálffeimin við hann? Ekkert vildi hún gefa sig að honum, og þegar hann ávarpaði hana, svaraði hún með sem fæstum orðum. Þau þyrftu að fara í næstu bílferð tvö saman. Frú Helga brosir. Einu sinni var hún sjálf ung og rík af ævintýraþrá. En frúin hefur ekki næði til að hugsa frekar um það. Stofuhurðin er opnuð, og Arni sýslumaður kemur inn til konu sinnar. Hann hefur það nú frjálsara en áður. Nú segir hann fulltrúa sínum fyrir verkum, en nýtur hvíldar sjálfur. Árni sýslumaður tekur sér sæti í djúpurn hæginda- stól og varpar öndinni léttilega. Svo snvr hann sér að konu sinni og segir glaðlega: „Hvernig líður þér eftir bílferðina í gærkvöld, góða mín?“ „Ágætlega!“ „Fannst þér ekki fulltrúinn skemmtilegur, og fínt farartækið hans?“ „Jú, það var allt eins og bezt verður á kosið, fulltrú- inn er reglulega elskulegur maður.“ „Hann er vel eftir mínu skapi, og mér finnst ég vera svo öruggur að fela honum embættisstörfin.“ „Já, Árni minn, ég vildi óska þess, að hann færi ekki héðan aftur. — Þú skilur mig.“ Framhald. 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.