Heima er bezt - 01.05.1961, Síða 2
Próf
Ef íslenzkir skólar ættu að velja mánuðum heiti,
mundi maímánuður vafalaust hljóta nafnið prófmánuð-
ur. Þúsundir unglinga um land allt, á aldrinum 8—20
ára eru þá að þreyta próf, eða búa sig undir það, allt
frá 1. bekk barnaskóla og upp til stúdentsprófs. Margt
er þá um prófin rætt, og ekki allt af skilningi og vin-
semd, og mikilli orku er varið til þeirra, oft með mis-
jöfnum árangri.
Það er ekki nema að vonum, að vér ræðum margt
um skóla og starfsemi þeirra. Stórmiklum fjárhæðum
er árlega varið til skólahalds og nýbygginga. Breyttir
atvinnu- og þjóðarhagir valda því, að þáttur skólanna
í uppeldi unglinganna verður sífellt meiri og meiri, og
ábyrgð þeirra vex að sama skapi. Kröfurnar til skól-
anna verða meiri, en um leið hljóta þeir einnig að gera
meiri kröfur til þjóðarinnar. Þar á ég ekki fyrst og
fremst við fjárkröfur, þótt það sé vitanlegt, að enginn
skóli fær rækt starf sitt, ef hann kreppist sífellt af fjár-
skorti, en miklu fremur kröfur til skilnings og sam-
starfs þeirra, sem utan skólans eru, og að látinn verði
hverfa sá hugsunarháttur, sem alltof oft skýtur upp
kollinum, að skólarnir séu að mestu leyti böl, sem ekki
verði umflúið, að þeir misskilji hlutverk sitt og van-
ræki það. Starf þeirra sé ófrjó ítroðsla, og sérstaklega
séu prófin heimskuleg, bæði að efni og formi. Þar sé
verið að tína upp lítilsverða smámuni, en sneitt sé hjá
því stóra og nauðsynlega. Þá heyrist það ekki sjaldan,
að alltof hart sé að unglingunum gengið. Þeim sé bein-
línis ofboðið með áreynslu og erfiði. En af öllu þessu
hafi skólunum tekizt það eitt að skapa námsleiða, sem
sífellt er verið að klifa á, og að því er mér helzt virð-
ist, eigi að vera skólunum einum að kenna. Þar eigi
hvorki unglingarnir sjálfir né heimilin nokkra sök.
Annars er þessi námsleiði eitt þeirra vígorða, sem hver
etur upp eftir öðrum. Ekki verður því neitað, að hann
sé til, en mest af því, sem svo er nefnt hét fyrr á árum
leti, þegar menn enn nefndu hlutina sínum réttu nöfn-
um. En nú þarf að kalla það einhverju fínu nafni.
Fjarri sé það mér, að halda því fram, að ekkert megi
að skólunum finna og námsefni þeirra. Margt þarf að
laga bæði í námsefni og starfsaðferðum. En það verður
ekki lagað með stóryrðum og andúð. Og þótt breyt-
inga sé þörf, verður einmitt innan skólanna að fara
með gát í þeim efnum. Byltingar og sífellt umrót í
skólum, þótt í góðum hug sé gert, er vísara til að ónýta
skólastarfið en það, þótt dragnazt sé með eitthvað
gamaldags í kerfinu árinu lengur. Skólarnir eiga í senn
að vera opnir gagnvart nýjungum, og kunna að sam-
laga þær því sem fyrir er í starfsháttum sínum, svo að
lítið beri á og sem minnst umrót verði, og gætt sé
gamallar erfðavenju og menningar.
En svo eru það prófin sjálf. Oft er það sagt, að þau
séu erfið og jafnvel ónauðsynleg. Ekki verður því móti
mælt, að þau skapa öllum, sem við þau vinna erfiði, og
margur mundi fagna því, ef unnt væri að losna við þau
með öllu. Ekki er laust við, að á þau sé litið eins og
réttarhald með tilheyrandi dómfellingu, sem sé oft af
handahófi.
En á fleira má líta. Prófin hafa einnig aðrar hliðar.
Að vísu eru þau aðhald fyrir nemendur, og löngum
mun það reynast ungum nemendum gott að hafa eitt-
hvert slíkt aðhald. Þau eru og nokkur mælikvarði á
þá kunnáttu og færni, sem nemandinn hefur aflað sér.
Upplestur undir próf er nauðsynleg upprifjun náms-
efnis í heild, en yfir veturinn hlýtur það að vera bút-
að sundur í lexíulestri. Margir hafa þá sögu að segja,
að próflesturinn hafi reynzt býsna drjúgur til þroska
og þekkingarauka, og hann hafi skapað þeim nýja
heildarsýn yfir námsefnið.
Aldarandi nútímans hneigist mjög í þá átt, að hlífa
mönnum, einkum unglingum við áreynslu og óþægind-
um. Próf eru nokkur þrekraun, og það er staðreynd,
að nemanda, sem lokið hefur prófi, hefur aukizt mann-
dómur að nokkru, við það eitt, að leysa þrautina af
hendi, þótt hann ef til vill geri sér það ekki ljóst í bili.
Oftsinnis er þetta fyrsta þrautin, sem lífið leggur fyrir
unglinginn að leysa, og um leið fyrsti sigurinn sem
þeir vinna í lífsbaráttunni. Og það út af fyrir sig hygg
ég sé svo mikils virði, að nokkuð megi fyrir það gjalda
af áreynslu. Lífið leggur oss margar skyldur á herðar
og marga prófraun að leysa, sem ekki verður undan
komizt. Það er trúa mín, að skólaprófin með öllum
sínum vanköntum, séu ekki lakasta veganestið sem
unglingurinn fer með út í lífið, jafnvel þótt einkunnin
sé lág, og glímt hafi verið við ýmis viðfangsefni, sem
ekki verða metin arðvænleg á almennan mælikvarða. Að
þessu leyti má líkja prófum við keppni í íþróttum, sem
eiga að hafa það markmið að auka nokkuð á manngildi
þeirra, er þreyta. Það er nokkurs virði, að fá lokið
langri göngu eða annarri slíkri þrekraun, þótt engin
verðlaun séu unnin.
Þetta er það viðhorf, sem ég vildi láta skapast gagn-
vart prófum í skólum. Þau eru ekki einungis til þess
146 Heima er bezt