Heima er bezt - 01.05.1961, Page 6

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 6
Fjós að Asgarði, nýlega byggt af Gisla. Kirkjan að Stóru-Borg. Hann var snemma námfús og hneigður til bóka og las allt, sem hann mátti höndum yfir koma, enda stóð hugur hans í æsku til náms. Þá bar snemma á því, að hann var hagur vel til smíða, og ekki var hann gamall, er hann fór að halda á hamri og telgja tré. Og er fram liðu stundir, fóru menn brátt að leita til hans með vmislegt það, er að smíðum laut og viðgerðar þurfti við á heimilum. Eftir að hann var uppkominn maður, var hann ásamt Friðsemd, systur sinni, aðalheimilisað- stoð foreldra sinpa og hóf þá brátt að l>æta þar jörð og húsakost. Vorið 1931 tók hann alfarið við búskap á Björk og bjó þar með Friðsemd, systur sinni, til vors- ins 1951. Friðsemd andaðist 17. ágúst það sama sumar, 59 ára að aldri. Hafði hún þá verið sjúklingur um nokkurt skeið og dvalizt á sjúkrahúsum, og þar var hún, er yfir lauk. Friðsemd á Björk, en svo var hún jafnan nefnd af sveitungum sínum, var orðlögð myndarkona til allra verka, einkuni þótti tóvinna hennar frábær. Hún hafði í æsicu aflað sér nokkurrar menntunar, var t. d. á mjólk- urskólanum á Hvítárvöllum og sótti sauma- og vefnað- arnámskeið í Reykjavík. Arum saman óf hún í vefstól sínum mikið fyrir sveitunga sína og aðra fjær og nær. Þóttu salúns-ábreiður hennar og annar vefnaður bera af um smekldegt form og frágang allan og var oftar en einu sinni á opinberum sýningum. Eins og áður var sagt, lét Gísli af búnaði á Björk vorið 1951 og seldi þá bæði jörð og bú. Hafði hann þá byggt upp flest hús jarðarinnar og ræktað og stækkað túnið í stórum stíl. Því til sönnunar má geta þess, að fyrstu 10 árin, sem þetta fólk bjó á Björk fengust af túninu í meðalári um 170 hestar, en þegar Gísli flutt- ist þaðan fengust þar um 700 hestar af töðu. Sama ár- ið og hann lét af búnaði keypti hann íbúð á Selfossi og flutti þangað búslóð sína. Héldu þá margir Grímsnes- ingar, að hann hefði yfirgefið sveitina fyrir fullt og allt, en hér varð þó önnur reyndin á. Arum saman höfðu Grímsnesingar notið handtaka Gísla við margs konar smíði og byggingar. Og nú, þegar hann lætur af búskap, urðu með nokkrum hætti þáttaskil í ævi hans. Hann flytur ekki burt úr héraðinu en gerist nú alfarið smiður sveitarinnar og byggir þar hvert íbúðar- og pen- ingshúsið af öðru, og hefur svo gengið til síðastliðinn áratug. Til þess að sýna svolítið yfirlit á verkum þeim í Grímsnesinu, sem hann ýmist hefur unnið við eða ver- ið aðalsmiður við, skulu þau helztu talin hér. Fyrr á árum reisti hann fjölda af heyhlöðum, bæði stærri og smærri. Árið 1919 vann hann að smíði fyrsta verzlunaf- hússins í Grímsnesinu, sem „Kaupfélag Grímsnesinga“ reisti að Borg. Árið 1929 vann hann að byggingu sam- komuhúss sveitarinnar, sem ungmennafélagið reisti að Borg og stendur enn. Árið 1932 var hann við smíði Stóru-Borgarkirkju, var þar ekki yfirsmiður, en sá þó um allar framkvæmdir byggingarinnar. Árið 1931 reisti hann ásamt öðrum smið miklar og reisulegar bvggingar hjá séra Guðmundi Einarssyni á Mosfelli. \'ar það stór heyhlaða, fjós og mikið geymsluhús. Við þessar framantöldu byggingar allar hafði Gísli unnið meðan hann átti heima á Björk og bjó þar búi sínu. 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.