Heima er bezt - 01.05.1961, Side 7

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 7
Fyrsta sumarið eftir að hann lét af búnaði (1951) reisti hann íbúðarhúsið á Ketilvöllum í Laugardal, 1952 er hann við fjárhúsbyggingar á Efri-Brú, miklar bygg- ingar. En að Hallkelshólum, hinu gamla Hólakoti, kemur hann vorið 1953 og var þar af og til um þriggja ára skeið hjá Alberti bónda Finnbogasyni. Þar hafði verið eyðibýli um nokkurt skeið, og þar voru nú öll hús reist af grunni. íbúðarhús fyrst, þá öll peningshús, miklar byggingar og vandaðar, svo að varla gerast aðr- ar meiri þar í sveit. Árið 1955 byggir Gísli íbúðarhús- ið á Stærribæ, stórt og mikið steinhús. Vorið 1956 fer hann aftur að Hallkelshólum og byggir þar fjárhús og geymsluhús. Árið 1957 að Klausturhólum, byggir þar heyhlöðu og stórt fjós. Árið 1958 enn að Hallkelshól- um og byggir þar annað íbúðarhús, og sumarið 1959 byggir hann fjós á Hömrum og lauk því verki um haustið. Hér hafa þá verið taldar upp þær helztu býggingar í Grímsnesi, sem Gísli hefur unnið að og fullgert flest- ar. Ótalin eru öll hin smærri verk og handtök, sem hann hefur unnið fyrir bændur, bæði heima á heimili Björk, þar sem Gisli Guðmundsson bjó sin búskaparár. sínu, meðan hann bjó á Björk, og út um alla sveitina fyrr og síðar. Er það haft fyrir satt, að eitthvað hafi hann unnið við smíðar á hverju einasta heimili í Gríms- nesi á síðastliðnum 40 árum. — Slíkan mann má telja þarfan mann sinni sveit, sem og jafnframt hefur ávallt sýnt sanngirni í öllum viðskiptum og sett sig manna bezt í aðstæður þeirra, er hann hefur unnið og starfað hjá og viljað þeim vel í hvívetna. En þar með er sagan ekki öll sögð. í félagsmálum sveitarinnar tók Gísli allmikinn þátt, einkum fyrr á ár- um. Fjórtán ára að aldri gekk hann í ungmennafélag Grímsnesinga (árið 1910) og er nú heiðursfélagi þess og einn eftir af fjórum, sem enn dveljast í sveitinni af þeim, hóp, sem gekk í félagið fyrir 50 árum. Svo bylt- ist flest og hverfur um hálfrar aldar skeið. Var Gísli í stjórn félagsins á annan áratug og tók virkan þátt í ýmsum framkvæmdastörfum. Hann tók við umsjá bókasafnsins (lestrarfélagsins) hjá félaginu árið 1910 og var bókavörður fullan áratug. Hann beitti sér fyrir því innan félagsins árið 1924, að reist var skýli yfir hesta fjallleitarmanna sunnan undir Skjaldbreið við „Kerlingu“. Hús þetta tók um 20 hesta og var reist fyrir samskotafé frá ungmennafélögunum þar í sveit- inni. Hann var meðal stofnenda Nautgriparæktarfélags Grímsnesinga og formaður þess lengi. Þá var hann um 20 ára skeið í sóknarnefnd og fjárhaldsmaður Stóru- Borgarkirkju og hringjari jáfnlengi. Ýms önnur störf mun hann hafa haft á hendi fvrir sveit sína, þó að ekki verði þeirra getið hér. Á meðan Gísli bjó að Björk, mátti hann teljast í beztu bænda röð þar í sveit. Átti hann ávallt fallegan og vel með farinn fénað, svo að orð var á gert. Og þegar komið var heim að bænum, blasti snyrtimennsk- Framhald á bls. 154 Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.