Heima er bezt - 01.05.1961, Side 8

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 8
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Æviskrár Vestur-lslendinöa ( é ég hendur manna mynda meginþráð yfir höf- in bráðu,“ kvað Matthías forðum til Vestur- i j íslendinga. í þessum mánuði kemur á markað- ^ inn bók, sem leggur drjúgan skerf, til þess að tengja slíkan meginþráð milli íslendinga austan hafs og vestan. En bók sú er Vestur-íslenzkar æviskrár, sem síra Benjamín Kristjánsson hefur tekið saman, en Bóka- forlag Odds Björnssonar á Akureyri kostar og býr á markaðinn. í bindi því, sem nú er fullbúið eru æviágrip, og fylgja myndir langflestum þeirra, en með ættar- rakningu og niðjatali, þeirra, sem um er ritað munu nöfn þeirra, sem getið er að einhverju skipta þúsund- um. Er þannig um að ræða einstakt rit í íslenzkri mann- fræði. Hver ein bók á sína sögu, og svo er um þessa sem aðrar. Tildrög hennár má rekja til þess, að fyrir nokkr- um árum síðan var Árna Bjarnarsyni, bókaútgefanda á Akureyri, falið af þáverandi forsætisráðherra, Stein- grími Steinþórssyni, að gera tillögur um sitthvað, sem verða mætti til eflingar samstarfi og kynnum íslend- inga og frænda þeirra, sem í Vesturheimi búa. En Arni hafði þá um langt skeið haft mikinn hug á þeim mál- um og unnið að þeim á eigin spýtur. Tillögur samdi hann síðan í mörgum liðum. Verða þær eigi raktar hér, enda gefnar út á prenti, en ein þeirra var, að haf- in skyldi æviskrárritun Islendinga í Vesturheimi, bæði þeirra, er vestur fluttust og afkomenda þeirra, með líku sniði og íslenzkar æviskrár Bókmenntafélagsins. Einnig að safnað yrði myndum eftir því sem til næðist. Til þess að framkvæma þetta réðist Árni Bjarnarson til vesturfarar sumarið 1958 ásamt konu sinni. Réði hann með sér til ferðarinnar síra Benjamín Kristjáns- son, Gtsla Ólafsson yfirlögregluþjón og undirritaðan. Fékk hann nokkurn styrk til ferðarinnar af ríkinu, en bar annars allan kostnað, nema vinna okkar félaga var sjálfboðastarf. Svo var skipt verkum, að Gísli skyldi taka myndir en við síra Benjamín safna til æviskránna, og vitanlega allir hjálpast að eftir föngum. Við dvöldum vestanhafs um þriggja mánaða skeið. Söfnuðum við heimildum einkum í þéttustu íslendinga- bvggðunum í Manitoba, Saskatchewan og Norður- Dakota, en höfuðstöðvar okkar voru vitanlega Winni- pegborg, en þar er höfuðborg íslendinga vestan hafs og hefur verið svo frá öndverðum vesturflutningunum að kalla má. Auk þessa fór Árni skyndiferð vestur að hafi til Vancouver og Seattle og nágrennis þeirra borga, þar sem nú er mjög margt af íslendingum. Ári síðar fóru þeir Árni og Gísli aftur á sömu slóðir vestur á Kyrrahafsströnd sömu erinda. í upphafi var okkur öllum það Ijóst, að nauðsynlegt væri að ná sambandi við fleiri en þá, sem byggju á. þeim slóðum, sem við færum um, því að dreifðir eru íslendingar nú um mikinn hluta Bandaríkjanna og Canada. jVlá geta þess, að gert hef ég mér það til gam- ans að fletta upp íslenzkum nöfnum í símaskrám ýmissa borga, og oftast fundið einhver. Til þess að ná til sem flestra, voru spurningaeyðublöð send í allar áttir, en því miður hafa þau borið miklu minni árangur en vænzt var, svo að bókin fjallar einkum um fólk af áðurnefndum svæðum, svo og nokkuð frá Minnesota og Utah. Við starf okkar vestra nutum við margvíslegrar að- stoðar, bæði Þjóðræknisfélags íslendinga, deilda þess og ótalmargra einstakhnga. Hér er ekki unnt að rekja slíkt, en ekki get ég látið hjá líða, að minnast þeirrar alúðar, gestrisni og greiðasemi, sem okkur mætti hvar- vetna. Þær minningar ylja manni um hjartarætur, og eru ef til vill sterkasta sönnunargagnið fyrir því, að hér hafi ekki verið unnið óþarft verk. Þegar við hófum starfið, gerðum við ráð fyrir skjót- ari og meiri árangri en raun bar vitni um. Það kom brátt í liós, að þetta var seinlegra en okkur hafði grunað. I fyrsta lagi brugðust okkur verulega vonir um árangur af bréfum, sem við sendum, en svo reynd- ist einnig starfið meðal fólksins seinunnara en við var búizt. Við reyndum það brátt, að það var ekki hægt að þjóta eins og byssubrenndur bæ frá bæ eða hús úr húsi. Hvort tveggja var, að margir voru þeir, sem ekki höfðu svör við spurningum okkar á reiðum höndum, nema að hugsa sig dálítið um, og ef til vill að leita í gömlum plöggum. Og svo var það hin alkunna íslenzka gestrisni, sem vissulega hefur ekki minnkað vestur í Ameríku. Maður gat bókstaflega ekki sloppið brott fyrr en eftir að hafa þegið einhvern beina og spjallað stundarkorn við heimamenn. Þeir voru margir, einkum af eldri kynslóðinni, sem beinlínis þyrsti í að heyra fréttir beint heiman frá íslandi, og slíkum mönnum varð að gera úrlausn eftir getu. En svo kom líka margt skemmtilegt fram um líf og ævi þeirra sjálfra, svo að oftast varð maður að fara í hart við sjálfan sig, og kveðja, löngu áður en umræðuefnið væri tæmt. En þótt margt yrði til að tefja, munum við hafa safnað 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.