Heima er bezt - 01.05.1961, Page 9

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 9
efni í nær þúsund ævi-skrár á ferðalaginu. Má af því sjá, að enn er efni til, þótt þetta fyrsta bindi sé út komið. En söfnunin var einungis byrjun verksins. Ekkert var ráðið um útgefanda þess, þegar vestur var iarið. Þurfti því að tryggja hann áður en meira væri unnið. Varð það að ráði, að Prentverk Odds Björnssonar tókst útgáfuna á hendur. Sýndu þeir forráðamennirnir Sig- urður O. Björnsson og Geir sonur hans þar mikinn stórhug að ráðast í slíkt verk, enda réð þar meiru áhugi á að vinna nytsamt útgáfustarf en gróðavon. En fyrir bókina sjálfa var það gæfusamlegt, því að með því var henni tryggður vandaður ytri búnaður. Síra Benjamín tók'síðan að sér að semja æviskrárnar, sem er hið mesta vandaverk. Þótt stofninn í þær væri fenginn frá mönnunum sjálfum, þurfti margs að gæta. Einkum voru upplýsingar um ættmenn heima á Islandi oft harðla litlar og ónákvæprar, jafnvel svo að torvelt revndist að finna, hvaðan menn voru upprunnir. Þá var og full þörf að sannprófa ártöl og dagsetningar úr ævi þeirra, sem látnir voru. En til þess hefir reynzt nauðsynlegt að pæla gegnum aragrúa rita, sem flutt hafa mannfræðilegt efni um Vestur-íslendinga. í því efni hafa Almanak Ólafs Thorgeirssonar, blöðin Lög- berg og Heimskringla, Tímarit Þjóðræknisfélagsins og tímaritið Icelandic Canadian orðið drýgst, en mörg önnur rit um vestur-íslenzka sögu hefur einnig þurft að kanna. Þá var og síra Jón Guðnason fenginn til að leita uppi heimildir í Þjóðskjalasafni og bera þær sam- an við æviskrárnar og fylla í eyður eftir því sem þörf gerðist. Þeir klerkarnir eru báðir í fremstu röð íslenzkra ættfræðinga, svo að naumast mun vera unnt að búa betur um hnútana um tilföng efnis en gert hefur ver- ið, enda þótt það sé ljóst, að aldrei verður fyrir það girt með öllu, að villur slæðist inn í rit af þessu tagi. En allt þetta starf hefur kostað mikla fyrirhöfn og tíma. Þá má minnast þess, að setning og prentun slíkra bóka er seinlegt og vandaverk mikið, svo að ekki þarf að undrast þótt bókin sé ekki komin á markað fyrr en nú á vordögum 1961. Eins og fyrr getur eru myndir af öllum þorra þeirra manna sem æviskrárnar fjalla um. Hefur Gísli Ólafsson annazt um töku þeirra og búning til myndamótagerðar. Er það einnig mikið verk og seinlegt. En hvað flytja svo þessar æviskrár, og hvers verða menn vísari að loknum lestri þeirra? Eins og títt er um bækur af þessu tagi eru æviágripin sjálf í föstu formi. Þar er getið þeirra staðreynda, sem fengizt hafa um ævi mannsins, án dóma eða umsagna. Skýrt er frá fæð- ingarstað, ætt og uppruna, eru ættir raktar til afa og ömmu, þar sem kostur var. Þess er getið hvenær við- komandi eða feður þeirra hafi flutzt vestur og hvaðan af landinu. Þá eru raktir dvalarstaðir manna, nám, störf, afskipti af opinberum málum og félagsmálum, getið er maka og ætt hans rakin o. s. frv. Þá eru talin böm, mak- ar þeirra, atvinna og dvalarstaðir. Getið er núverandi heimilisfangs þeirra, sem æviágrip eiga. Þ. e. a. s. eins og það var þegar efninu var safnað. Svo var til ætlazt í upphafi, að í þessu bindi yrðu einungis æviágrip lif- andi manna, en nokkrir þeirra, sem búið var að skrá- setja hafa dáið, síðan það gerðist og eru æviágrip þeirra í bókinni engu að síður. Nákvæm nafnaskrá er í lok bindisins, sem á að gera það létt, að finna hvern mann, sem þar er á minnzt. Ættfærslan, þótt ekki sé lengra rakið en til afa og ömmu, á að koma að fullu haldi til þess, að fólk hér heima geti haft upp á frændum sínum, og heimilisfang- ið getur orðið lykill, til að ná sambandi við fólk vestan hafs. Þá léttir það og undir í því efni, að hvarvetna er vísað til prentaðra heimilda, ef þær eru nokkrar fyrir hendi. Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti, íburð- arlaus en traustur. Brotið er myndarlegt, letrið skýrt og myndir margar góðar. En þess er að gæta, að oft hafa þær verið gerðar eftir svo lélegum frummyndum, að ekki hefur verið unnt að gera þær vel úr garði. Annars hefur ekkert verið til sparað af útgefanda hálfu að útgerð bókarinnar væri sem vönduðust, eins og sæmir góðu verki. En nú mun einhver spyrja, hverjum tilgangi útgáfa þessi þjóni, og hvort rétt sé að verja til hennar því fé og fyrirhöfn, sem hún 'kostar. Skal nú leitazt við að ræða þ>að mál ögn. Brátt líður að því, að meginland- nám Islendinga í Ameríku sé aldargamalt. Að vísu er landnámið í Utah eldra, en það hefur lengstum verið einangrað frá öðrum íslendingabyggðum, og flutning- um þangað var að mestu lokið áður en meginflutning- arnir hófust. Margt hefur breytzt á þessum tíma um allan hag og viðhorf íslendinga, bæði hér heima og vestan hafs. Útflytjendurnir íslenzku voru fæstir mikils megnugir, er þeir komu til hins nýja lands, mál- lausir, fátækir og fákunnandi um alla landsháttu og at- vinnubrögð. En þeim var í brjóst borin hin íslenzka seigla, sem fleytt hafði þjóðinni yfir hörmungar margra alda, og það kom þrátt í ljós að þessi tiltölulega mjög fámenni hópur í þjóðahafinu vestra, reyndist þar óvenjulega vel hlutgengur, og hélt í hvívetna til jafns við aðrar þjóðir fjölmennari og gerði betur á mörg- um sviðum. Hefur þegar gerzt af honum mikil saga, sem í senn er fróðleg og furðuleg. Efasamt má teljast, hvort nokkuð sýni ljósar, hver dugur er í íslenzka kyn- stofninum, en barátta og sigrar Vesturfaranna á liðn- um árum. En eftir því sem tírnar líða, hlýtur þessi fá- menni stofn að hverfa meira og meira í þjóðahafið vestræna. Hið eina, sem heldur honum við uppruna sinn og ættland, eru minningarnar um liðinn tíma. Eng- inn getur vænzt þess, að svo fámennur hópur haldi við tungu ættfeðra sinna kynslóð eftir kynslóð. Hitt gegn- ir meiri furðu, hversu lengi og vel það hefur tekizt, og að enn skuli íslenzk tunga vera töluð þar í byggð og borg á mörgum stöðum. En þótt tímar líði hfir þar vestra enn óblandinn áhugi að láta ekki tengslin við hið forna ættland slitna með öllu, en þeim verður naumast við haldið, nema uppi sé haldið menningar- Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.