Heima er bezt - 01.05.1961, Síða 11
ÞORGRIMUR S. EINARSSON:
Eftirleitarferé haustié 1928
EÍf lxtið er á íslandskort, geta ókunnugir séð að
inn frá Vopnafjarðardölum, ganga víðlend og
, sums staðar grösug afréttarlönd. Að vestan af-
” markast þau að nokkru af Haugsfjallgarði, er
skiiur þau frá afrétt Hólsfjalla, en á svæðinu milli af-
réttar Vopnfirðinga og Víðidals- og iMöðrudalslanda,
er engin sú tálmun, er stöðvar rásgefið sauðfé. Sama
gildir og um afréttarlönd Jökuldælinga norðan Jökuls-
ár. Það er því opin leið hverri kind, sem annað hvort
villist eða rásar úr afrétt Vopnfirðinga, að halda strik-
inu norður að Jökulsá á Fjöllum, eða suður fyrir
Alöðrudalslönd. Þó mikið gróðurland sé á svæði þessu,
aðallega í suðurhluta heiðarinnar, er þó mikill hluti
hennar gróðurlaus, eða gróðurlítil grjótauðn, bæði ein-
stök fell og fjallgarðasvæði, þar sem lítið plöntulíf
þrífst, annað en mosi í giljadrögum, eða víðitægjur
með steinum. Um hásumarið, rásar fé um auðnir þess-
ar, og oft er svo með slíkt fé, að tregt er það að kippa
sér til baka í hin grónari svæði afréttarinnar, ekki sízt
þegar góð er veðrátta, og oft hreyfir það sig ekki fyrr
en tíðarfar spillist, og snjóa leggur í fjallgarða. Oft
dregst því á langinn, að fé fáist heimt, þó búið sé að
gjöra venjulegar fjallgöngur, og er því oft lagt upp í
eftirleit síðar á hausti eða í bvrjun vetrar, til að ganga
úr skugga um, hvort fé hafi ekki rásað niður á graslend-
ið í hinum venjulegu gangnasvæðum.
Sem kunnugt er risu upp, um og eftir miðja 19. öld-
ina, mörg bvli í suðurhluta umræddrar afréttar, þó flest
þeirra stæðu í afrétt Jökuldælinga. Þarf ekki að efa, að
oft hefur heiðarbúinn orðið til að bjarga frá fönn og
hungurdauða, margri kindinni fyrir sveitabændurna,
meðan byggðin hélzt, sem ella hefði aldrei kornið fram,
og borið beinin í hinni víðlendu háfjallaauðn. Og nú,
þegar alltaf fækkar þeim sem smala þennan víðáttu-
geim, skýrist þessi staðreynd betur. Þau býlin í, heið-
inni sem lengst héldust í byggð voru: Háreksstaðir,
byggðir 1841, lögðust í eyði 1924, og Heiðarsel, sem
byggðist 1858, lagðist í eyði 1946. A Háreksstöðum
bjuggu um 12 ára skeið hjónin Stefán Alexandersson
og Antonía Antoníusdóttir. Þau fluttu svo þaðan í
Brunahvamm, innsta bæ í Fossdal, og bjuggu þar í 7
ár„ A heiðarbýlum þessum ólu þau upp stóran barna-
hóp, sem öll reyndust bráðduglegt myndarfólk. Sá,
sem elztur er þeirra sýstkina, heitir Björgvin. Ekki get-
ur hjá því farið, að ungur hefur hann verið að árum,
þegar hann fór að taka þátt í eftirleitarferðum með föð-
ur sínum, um hina miklu heiðarvíðáttu, oft á stuttum
degi og slæmu torleiði. En faðir hans var lengst af ein-
yrki meðan börnin voru að koma til þroska, enda löng-
um tíðkazt á íslandi, að börnin hafa orðið að leggja
frarn hjálp sína eins fljótt og kostur var, en með því
fékkst oftast harðgjörðasta og nýtasta fólkið til sjálfs-
bjargar. Nokkru síðar keypti Björgvin jörðina Borgir,
er stendur í Sunnudal, (sem almennt er rangnefndur
Hraunfellsdalur) en hann er syðstur Vopnafjarðardala.
Þrátt fvrir það þó vegalengd ykist suðvestur til æsku-
stöðvanna og víðáttunnar þar í grennd, er hann bund-
in þeim tryggðaböndum, sem lýsir sér í því, að á vetri
hverjum fer hann í svo margar eftirleitir, sem hann get-
ur annað og sýnir með því mikla fórnfýsi og dugnað.
Eins stundar hann grenjavinnslu á vori hverju, með
sömu árvekni og trúmennsku. Slík störf, sem þau, er nú
hafa nefnd verið, eru sjaldan virt eða greidd sem vert
er, ekki sízt nú á dögum, þegar enginn fæst til að starfa
að þessu. Bændur hafa almennt ekki tíma aflögu, en
aðrir sem ekki eru eins bundnir heimilum, þykjast of
góðir til að leggja sig í starfið, Eins virðist allmikið
skorta manndómsvilja þess íslendings, sem áður lifði
og starfaði í landinu. Eins og áður var drepið á, hef-
ur Björgvin farið fjölmargar eftirleitarferðir, og vissu-
lega hefur margt verið skrásett af svipuðu, sem ekki
hefur verið rneira um vert, en hann er yfirlætislaus
maður og ekki raupgefinn. Því hef ég orðið að leggja
að honum að segja frá þeirn atvikum, sem komið hafa
fyrir hann í þessum ferðum. En fyrir þrábeiðni mína
hefur hann leyft mér að skrifa niður eftirfarandi frá-
sögn, af einni ferð, sem hann fór á þeim árum, sem
hann átti heirna í Brunahvammi. En fjarri fer, að sú
ferð sé nokkru meiri þrekraun en margar aðrar ferðir,
sem hann lagði sig í á þessum árum.
Aður en sagt verður frá ferð Björgvins, en hana fór
hann haustið 1928, þykir mér rétt að fara nokkrum
orðum um veðráttuna umrætt haust. í fyrstu og ann-
arri leit, var hin bezta veðrátta, úrkomur engar og
skyggni gott. Ekkert hafði fölgað í fjallgarða og frost-
nætur höfðu varla komið í byggð, svo að grös sölnuðu
seint. Veður voru því hagstæð að því leyti, hvað smöl-
un snerti í 2 fyrri göngum, en þegar leið að þriðju og
síðustu leit, skipti um veður. Brá þá til norðaustanáttar,
með rigning.um í byggð en krapahríðum til fjalla. Lagði
þá all-djúpan snjó á heiðar, og gætti hans að nokkru
út undir byggð. Síðasta ganga var þó gjörð, en mis-
heppnaðist vegna slæms veðurfars, og talið var fullvíst
að óheimt fé væri enn á afrétt. Samkomulag hafði ver-
ið um það, að sá hluti heiðarinnar, sem fjarst var byggð,
yrði genginn af þeim Foss- og Brunahvammsbændum,
Heima er bezt 155