Heima er bezt - 01.05.1961, Page 12
sem sé Gestreiðarstaða- og Kollseyrudalir, og var svo
einnig að þessu sinni. Vegna ýmissa haustanna og illrar
veðráttu hafði dregizt að þessari síðustu göngu í dal-
ina væri aflokið. Því var það snemma morgun síðustu
dagana í október, að þeir leggja af stað frá Bruna-
hvammi Björgvin Stefánsson og Stefán Þórðarson á
Fossi en það er bær utar í Fossdal. Þiljugaddur lá yfir
allt, og skíðafæri hið bezta. Þeir fara svo sem leið ligg-
ur inn Kinnarlandið, en það heitir svo eftir eyðibýlinu
Fögrukinn, er lagðist í eyði árið 1886. Segir svo ekki
af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma inn hjá svonefndri
Langadalsá. Þegar þeir eru komnir rétt inn fyrir hana,
sjá þeir kind í gili, sem Kollseyra rennur eftir. Þeir
gættu nú þess að láta þessa kind sem minnst verða vara
við sig, því við hana gátu þeir ekki átt á inneftirleið.
En það gátu þeir séð, að þetta var fullorðinn hrútur,
móflekkóttur. Veður var gott, stillt en frost nokkurt.
Þeim miðar nú drjúgum inn Kollseyrudalinn og verða
hvorki varir við slóðir eða kindur. Svona halda þeir
áfram allt inn að Lindará, en þaðan er fremur stutt
leið inn að eyðibýlinu Rangárlóni, þar sem síðast var
búið 1923. En þá fluttu þaðan hjónin Sigurður Haralds-
son og Hróðný Stefánsdóttir, og þeirra fjölskylda.
Austan til á Lindarárbölum fóru þeir félagar að sjá
slóðir eftir fé, en enga kind. Slóðir þessar lágu allar út
með Lindará, þar til Gestreiðarstaðakvísl og Bjallkollu-
kvísl koma saman. Þar höfðu kindurnar farið suður
yfir ána, en vegna tímans var þess enginn kostur að
athuga um það nánar, enda engin kind sjáanleg. Þeir
Björgvin og Stefán halda svo áfram ferð sinni út með
Gestreiðarstaðakvísl, og út á evðibýlið Gestreiðarstaði.
Þar lauk byggð árið 1897. Síðasti ábúandi þar hét
Snjólfur Eiríksson. Á Gestreiðarstöðum áttu þeir félag-
ar stutta viðdvöl, enda nú þar enginn Snjólfur að bjóða
góðgerðir þreyttum ferðamönnum. Við tóttirnar sáu
þeir slóðir og krafstra eftir 2 kindur. Tekið var nú að
rökkva, en létt var í lofti, og gátu þeir haldið slóðun-
um út með kvíslinni, þar til þeir fundu kindurnar, á
með hrútlambi, skammt framan við Langadalsá, þar
sem hún sameinast Hofsá. Nú var orðið það dimmt, að
þeir réðu það af að skilja ána og lambið eftir, enda
fullorðni hrúturinn, þar sem þeir sáu hann um morgun-
inn, en rekstrarleiði mjög slæmt. Þeir hröðuðu því áfram
ferðinni, og í Brunahvamm komu þeir seint um kvöldið.
Strax með birtu morguninn eftir lögðu þeir félagar
af stað að vitja kindanna. Veður var kyrrt og bjart, en
nokkurt frost. Þegar inn eftir kom, var sá móflekkótti
á sama stað. Þeir stíga nú af skíðunum, og fóru að leit-
ast við að ná honum þar í gilinu, en þegar þeir fóru að
þrengja að honum, stökk hann út í kvíslina, en hún
rann þar á milli skara, uppbólgin af krapa, og djúp
mjög. Líklega hefði hrússi horfið þar með öllu, ef svo
vel hefði ekki viljað til að annað horn hans kræktist á
vakarbarminum, og hékk hann þar, þangað til Stefán
gat með naumindum náð til hans, með því að skríða út
á skörina. Þeir hjálpuðust svo til að ná hrútnum upp úr.
En þungur var hrússi, rennvotur úr krapavatni, enda 5
vetra gamall, og vænn nokkuð, þó forystukind væri.
Eigandi að hrútnum reyndist vera Páll Vigfússon,
bóndi á Grund á Jökuldal. Þeir brugðu nú bandi urn
hornin á hrútnum og lögðu nú leið sína út og austur
hæðarbungu eina, sem kölluð er nú yzta Gestreiðar-
staðaöxl, en hefur eflaust áður fyrr heitið Kollur, eða
Kollufell, því þá skýrist nafnið Kollseyrudalur, því
þetta einstaka fell stendur austanvert við mynni dals-
ins. Ekki höfðu þeir lengi gengið, þegar þeir rákust á
sumrungslamb, ómarkað. Ekki urðu þeir fleiri kinda
varir, og sameinuðu þeir nú kindurnar, sem voru orðn-
ar 4. Ekki var dilkærin skammt að komin, því að eig-
andi hennar reyndist bóndinn á Álandi í Þistilfirði.
Þeir gátu svo rekið kindumar í einum áfanga út í
Brunahvamm, þrátt fyrir mjög slæma færð, var svo
lokið þessari ferð, og fór Stefán heim til sín daginn eftir.
Þess var getið hér að framan að þeir Björgvin og
Stefán sáu slóðir eftir nokkrar kindur, sem runnið
höfðu austur yfir Gestreiðarstaðakvísl. Nú vakti fyrir
Björgvin að fara eins fljótt og auðið yrði og leita að
þeim. Bæði var það, að nauðsynjaerindi hafði hann að
reka austur á Jökuldal, og ætlaði hann að sameina þá
ferð. En vegna óhagstæðra veðra dróst sú ferð, þar til
þann 9. nóvember. Veðurútlit virtist þá heldur léttara
yfir, en þó tvísýnt.
Hann lagði þó af stað á skíðum, sem leið liggur suður
með Hofsá, um eyðibýlið Mel í Tunguheiði, þar sem
síðast var búið árið 1904, og þaðan beint í Háreksstaði,
en þar var síðast búið 1924, sem áður segir. Létt hafði
til í lofti þegar leið á daginn, en frost var mikið, og
stinnings vestangola blés á móti. Við tóttirnar á Há-
reksstöðum var ær með lambi, og sá hann til marks á
þeim, og voru þau frá Búastöðum. Frá Háreksstöðum
fór hann svo suður með Háreksstaðakvíslinni, en
skammt inn með henni fann hann dilká, og gat hann
séð að hún var frá Hofi. Ekki gat hann neitt skipt sér
af kindum þessum að sinni, en treysti því að hitta þær
í bakaleið. Nú breytir Björgvin um stefnu, og sveigir
meira í vestur, og skyggnist um hjá eyðibýlinu Lind-
arseli, sem lagðist í eyði árið 1863.' En búskaparsaga
þess býlis er stutt, eða aðeins eitt ár. Ekki sá Björgvin
neinar stöðvar kinda þar. Héðan tekur hann stefnu suð-
ur í svokalíaðan Bakdal. Ekki fann hann neinar kind-
ur, en sá bæði krafstra og gamlar slóðir. Hann gengur
svo inn eftir dalnum, en verður einskis var. Breytir hann
nú um stefnu og sveigir í austur á svokallaðan Skolla-
grenisás. Hann gengur þar á ásinn, sem þar ber hæst,
og víðsýni var gott. Sér hann þá strax kindur, utan við
svokallað Toddastykki. Ekki getur hann neitt sinnt
kindum þessum, en tekur stefnu á Hlíðarendatættur, en
þar var búið á árunum frá 1862—1872. Ekki höfðu
neinar kindur leitað hér að. Nú var tekið að dimma,
en drjúg leið ófarin enn í Ármótasel (fór í eyði 1943),
en þangað kom hann og gisti, eftir 12 tíma göngu frá
Brunahvammi. I Ármótaseli fékk Björgvin hinar beztu
viðtökur hjá þeim hjónum Jóni Stefánssyni og Dóm-
hildi Benediktsdóttur, sem þar bjuggu þá.
156 Heima er bezt