Heima er bezt - 01.05.1961, Page 14

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 14
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: Þættir um skóga og skógrækt (Framhald). b. Danir koma við sögu. Löngum er oss tamt íslendingum að rekja það sern miður hefur farið í samskiptum vorunt og Dana á liðn- um öldum. Er það í sjálfu sér ekki ámælisvert, en hinu megum vér þó ekki gleyma að geta þess, sem vel hefur verið unnið í vora þágu. Og ekki sízt, þegar þar hefur verið um einskær hugsjónastörf að ræða. En þar má telja afskipti Dana af skógræktarmálum vorum í fremstu röð. Og til athafna og tillagna þeirra í því efni má vissulega rekja framkvæmdir landstjórnarinnar, er síðar leiddu til setningar skógræktarlaga og stofnunar embættis skógræktarstjóra. Upphaf þessa máls var, að á einu af skipum Samein- aða gufuskipafélagsins, er sigldi hér við land, var skip- stjóri að nafni Carl Ryder. Hann kynnti sér ýmis mál- efni Islands, og meðal annars fannst honunr mjög til um skógleysi landsins. Hefur hann áreiðanlega gert sér ljóst, hversu mikilvægur þáttur skógur getur verið í þjóðarbúskapnum almennt, og hvíiíkur hagur það mætti verða íslendingum, ef unnt væri að korna hér á fót skógrækt. Lét hann ekki sitja við orðin tóm, heldur hófst handa urn framkvæmdir. Arið 1898 tókst honurn að fá fjárstyrk til þessa máls bæði frá Alþingi, mun það vera fyrsta fjárveiting til skógræktar hér á landi, og hjá Landbúnaðarfélaginu danska. Þá lögðu ýmsir ein- staklingar, danskir og íslenzkir, fram fé til þessara hluta fyrir tilmæli Ryders. Hann fékk síðan í lið með sér prófessor í skógrækt við Landbúnaðarháskólann danska, Carl V. Prytz að nafni, svo að vel yrði séð fyrir hinni fræðilegu hlið málsins. Þá fékk hann leyfi landsstjórn- arinnar, til þess að koma upp trjáreit á Þingvöllum. Er það furulundurinn á eystri bakka Almannagjár, sem nokkur styr hefur staðið um upp á síðkastið. Hófst ræktun í honum árið 1899. Á næsta ári fékk Ryder landspildu á Grund í Eyjafirði og var hafizt handa um gróðursetningu þar það ár. En á því ári réðu þeir Rvder og Prytz danskan skógfræðing Christian E. Flensborg, til að standa fyrir skógræktartilraunum hér á landi. Ferðaðist hann hér um á hverju sumri til 1906 og vann að skógræktarmálum. Undir hans umsjá voru settir upp gróðurreitirnir í Vaglaskógi 1901, við Rauða- vatn í nágrenni Reykjavíkur 1902 og sarna ár í Mörk- inni á Hallormsstað. Að Rauðavatnsreitnum stóð Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur hið eldra, en það var stofnað fvrir forgöngu Ryders 1901. Var Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup aðalmaður þess félags meðan það hélt uppi störfum. Ekki verður því neitað, að misjafnlega tókst síðar til um suma af gróþurreitum Flensborgs eins og Rauða- vatnsreitinn. Var hann síðar óspart notaður af óvildar- mönnum skógræktarmálanna, til þess að sýna fram á, að skógur fengi ei vaxið hér á landi. En þeir gleymdu því, þeir góðu menn, að samtímis því sem fjallafuran Hfði við kröpp kjör á Rauðavatni uxu furur og greni jafnt og þétt austur á Hallormsstað, og voru áður en nokk- urn varði orðin að stórtrjám. Engum blöðum er urn það að fletta, að Flensborg vann hér ágætt starf, og af- kastaði miklu þegar litið er á allar aðstæður. Þó mun starf hans, ef til vill hafa orðið notadrýgst á þann hátt, að með því voru opnuð augu ráðamanna landsins um að hefjast þyrfti handa um að koma skipan á þessi mál af hálfu hins opinbera. Standa íslendingar í mikilli þakkarskuld við þá þremenningana, Ryder, Prytz og Flensborg fyrir gott og óeigingjarnt starf til þjóðar- heilla. c. Skógræktarlögin 1907. Árið 1904 varð aldamótaskáldið Hannes Hafstein fvrstur íslendinga ráðherra, um leið og landsstjórnin varð innlend. Fékk hann þá þegar nokkurt færi á að hrinda áleiðis þeim hugsjónum, sem hann hafði boðað í aldamótakvæði sínu. Verður því eigi móti mælt, þegar litið er á allar aðstæður, að enginn ráðamanna þjóðar- innar hefur fyrr né síðar sýnt meiri stórhug og fram- sýni en hann á öllum sviðum þjóðfélagsins. Kom það fram í skógræktarmálunum eigi síður en í öðrunt þeim efnum, er til velfarnaðar horfðu landi og þjóð. í því máli sem fleirum var hann trúr hugsjónum Aldamóta- kvæðis síns. Menning og framför skyldu vaxa „í lundi nýrra skóga“. Eins og þegar hefur verið getið, hafði ýmislegt þeg- ar verið að gert af opinberri hálfu á undanförnum ár- um, en bæta má því við, að 1899 samþykkti Alþingi friðun Hallormsstaðarskógar, og veitti landsstjórninni heimild til að kaupa jörðina í því skyni, en hún var áður kirkjueign. En allt um áhuga Hannesar Hafsteins á skógræktar- málinu og öruggan þingmeirihluta flokks hans, er þó svo að sjá, sem málið hafi átt örðugt uppdráttar á Al- þingi. Það er ekki fyrr en á þinginu 1907, sem Hannesi tekst að koma fram löggjöf um meðferð skógræktar- mála, sem vitanlega voru nauðsynleg undirstaða þess, að hafizt yrði handa á skipulegan hátt, og til þess að fleyta þeim í gegnum þingið, þurfti hann að beita 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.