Heima er bezt - 01.05.1961, Side 16

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 16
var um skógræktarmálið á vettvangi stjórnarvaldanna, og fjárveitingar til framkvæmda í þeirn málum af skornum skammti. Þá má ekki gleyma því, að enn skorti almenning í landinu trúna á möguleika skógræktarinnar, og ekkert afl var í landinu, sem kynti þar áhugaeldinn. Að vísu tóku ungmennafélögin skógræktarmálið á stefnuskrá sína, þegar frá byrjun. En allt um góðan vilja margra forystumanna þeirra, varð þeim lítið ágengt í þessum efnum. Bæði var það, að þau höfðu mörgum málum að sinna, og fjármagn og kunnáttu skorti, til þess að gera nokkur átök í skógræktarmálum. Allmörg þeirra komu sér þó upp trjáreitum, en oft voru þeir af slíkum van- efnum gerðir, að þeir urðu jafnvel fremur til að letja en hvetja til aukinna framkvæmda. En vel má þó minn- ast þess, að lengi lifði í glæðum þess áhuga, er ung- mennafélögin sköpuðu, og margir þeir sem drýgstan skerf hafa lagt til skógræktarfélaganna, þegar þau risu á legg, voru aldir upp í ungmennafélögunum og gengu hugsjónum þeirra á hönd í æsku. Eins og þegar var getið, var danskur maður, Kofoed Eíansen, ráðinn skógræktarstjóri. Það kom því í hans hlut að marka stefnuna og stjórna framkvæmdum fyrstu áratugina, sem Skógrækt ríkisins starfaði. Hér skal ekki lagður dómur á störf hans, en víst er, að hvorki skorti hann áhuga né dugnað í starfi sínu, og furðu fljótur var hann að kynnast íslenzkum staðhátt- um. Hins vegar var hann enginn áróðursmaður, og tókst því ekki að skapa riokkra vakningu umhverfis starfið. Löngum var og féleysi honum fjötur um fót. Og síðast en ekki sízt verðum vér að minnast þess, að hann hafði hlotið menntun sína í lok síðastliðinnar ald- ar, en á þeim langa tíma, sem hann fór með skógrækt- armál landsins gerðust margar breytingar í viðhorfum og þekkingu manna í skógræktarmálum almennt. Sennilega hefur og Stefán Stefánsson verið alltof sann- spár í ummælum þeim, sem fyrr voru eftir honum hermd um viðhorf almennings til þess, að danskur mað- ur færi með þessi mál. Vert er að geta hér ritdeilu, er varð milli skógrækt- arstjóra og Guðmundar G. Bárðarsonar, jarðfræðings. Upphaf hennar var, að Guðmundur skrifaði grein í Frey 1913, þar sem hann varar við alltof mikilh bjart- sýni á framtíð skógræktar hér á landi, og bar þar eink- um fyrir sig, að loftslag væri óhagstætt, og sýndi fram á, að loftslag hér á landi væri á ýmsum stöðum líkt því, sem er við efstu og nyrztu skógarmörk í Skandinavíu. Dró hann þá ályktun af athugunum sínum, að einungis í nokkrum hlýjustu sveitum landsins, væri nægur hiti til þess að skógur fengi dafnað. Enda þótt greinin væri vafalaust skrifuð af góðum hug, og fyrst og fremst í þeim tilgangi að benda á þá staðina sem vænlegastir væru, og vara menn við að leggja fram fé og fyrirhöfn við skógrækt, þar sem hún væri fyrirfram dauðadæmd að mati höfundar, þá mun greinin hafa orkað neikvætt á hugi aimennings, sem betur lagði hlustirnar við úr- tölum en hvatningarorðum. Einkum mun framhalds- deila þeirra Guðmundar og skógræktarstjóra hafa ork- að í þá átt. Munu ýmsir hafa hent á lofti, það sem nei- kvætt var, en sneitt vandlega hjá hinu, og einkum mun það hafa fallið í góðan jarðveg hjá mörgum að Guð- mundur telur, að óþarft hefði verið að stofna embætti skógræktarstjóra, því að Búnaðarfélag Islands hefði getað farið með þessi mál. Sú hugmynd hafði komið fram áður á Alþingi. Og vér skulum minnast þess, að um þær mundir var rótgróin andúð á fjölgun embætta eða opinberra starfsmanna. En þegar deila þessi er skoðuð ofan í kjölinn verður ljóst, að þeim Guðmundi og Kofoed Hansen ber ekki svo mjög á milli um það sem máli skiptir, þegar frá eru teknar nokkrar persónulegar ýfingar. T. d. eru þeir sammála um, að megin viðfangsefni skógræktarinnar verði friðun og ræktun þeirra skóga, sem fyrir eru í landinu, þótt þeim beri á milli úm einstök framkvæmda- atriði, svo sem grisjun og fleira. Enda lýsti skógrækt- arstjóri því yfir 1913, að hér eftir verði hætt að gera tilraunir með ræktun erlendra trjáplantna, en allt kapp verði lagt á að friða þá birkiskóga og kjarrleifar, sem enn séu til í landinu. Má segja að þann tíma, sem Kofoed Hansen var skógræktarstjóri snerist starf skóg- ræktarinnar um það, að friða hin gömlu skóglendi og grisja skóga, þar sem því varð við komið. Naumast verður því móti mælt, að þessi stefna hafi verið fyllilega réttmæt eins og saldr stóðu þá. Fjármagn til þess, að halda uppi gróðrarstöðvum og tilrauna- starfsemi var af svo skornum skammti að naumast var árangurs að vænta. Enn skorti þekkingu á því, hvaðan oss kynni að henta að flytja inn plöntur, og þeir menn í landinu, sem trúðu á möguleika þess, voru enn sára- fáir. Reynslan af aldamótareitunum var éngan veginn glæsileg, þegar frá var talin Gróðrarstöðin á Akureyri og Hallormsstað. Og menn gerðu sér ekki almennt Ijóst, hversu langan tíma það tekur barrviði að taka við sér um vöxt. Náttúrufróðir menn drógu mjög í efa, að erlend tré fengju dafnað hér, og megin rök- semd þeirra var sú, að fyrst þau hefðu ekki fest hér rætur af sjálfsdáðum, gætu þau ekki vaxið í íslenzkri mold að nokkru ráði. Engum datt þá í hug, að teg- undafæð íslenzku flórunnar væri einkum sök einangrun- ar landsins og fjarlægðar frá öðrum löndum, en ekki vegna óhagstæðra lífsskilyrða. Tímabilið 1913—1925 er því í sögu skógræktarinnar tímabil friðunar og náttúruverndar. Aldrei fyrr í sögu landsins hafði verið gert svipað átak, til þess að tálma landeyðingu og halda við dýrmætasta gróðri landsins, skóglendinu. A þessu tímabili var alls girt land, sem nam 5800 hö., en af því var ekki nema 1937 ha. skóg- lendi. (Tölur þessar eru ekki nákvæmar). Enda þótt þetta sé ekki stórt flæmi hjá öllu yfirborði landsins, er um merkilegt fyrirtæki að ræða, þar sem það mátti kallast alger nýjung í sögu þjóðarinnar, og vafalaust hefði það ekki verið unnið, ef skógræktarlögin frá 1907 hefðu ekki komið föstu skipulagi og stjórn á þessi mál. Langstærstu skóglendin, sem friðuð voru á þessu tíma- 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.