Heima er bezt - 01.05.1961, Page 17

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 17
bili, voru Vaglaskógur og Hallormsstaðarskógur. En mikilvægustu friðunaraðgerðirnar voru tvímælalítið verndun Þórsmerkur og Ásbyrgis. Verður það seint ofmetið, hvílíkum náttúruverðmætum Skógrækt ríkis- ins hefur borgið með friðunaraðgerðum sínum fyrr og síðar, auk hins hagnýta gildis, sem þær hafa haft. Skógarnir innan girðinganna tóku víðast hvar vel við sér, jafnskjótt og þeir fengu að vera í friði, einkum þó norðanlands og austan. Og brátt fóru þeir að gefa af sér nokkrar tekjur í viði, sem úr þeim var höggvinn. Einkum kom skógurinn sér vel til eldsneytis á styrjald- arárunum 1914—18, þegar erlent eldsneyti var í senn torfengið og óhóflega dýrt. Eitt þeirra ára voru t. d. höggnar 300 lestir af eldivið í Vaglaskógi. En allt um það var áhugi landsmanna á skógræktinni enn litílL Margir voru að vísu góðviljaðir málinu, en þeir litu á það, sem meinlaust og gagnslítið föndur, sem að vísu væri skemmtilegt og öllum landslýð til ánægjuauka, en gæti aldrei orðið til verulegs gagns. En alltaf voru þó nokkrir menn, sem héldu vöku sinni og hugsuðu hærra en svo, að skógræktin snerist um það eitt að friða verðlítil, úrkynjuð birkikjörr. Og reitirn- ir frá aldamótunum tóku að segja til sín. Vöxtur þeirra tók að örvast, þegar frá leið og eftir þann kyrking, sem í þá hljóp á harðindaárunum milli 1910 og 20. Á Ak- ureyri, Hallormsstað, Grund og Þingvöllum tóku barr- viðirnir að teygja úr sér, og ágætur vöxtur revndist víða í görðum í trjám, sem gróðursett höfðu verið eftir 1920. Þar höfðu menn fyrir augunum staðreyndir, sem ekki varð móti mælt. Þetta ásamt hátíðarskapinu, sem þjóðin var í 1930, stuðlaði að því, að hafizt var handa um stofnun Skógræktarfélags íslands á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum það ár. Nokkrum vikum áður höfðu áhugamenn norður við Eyjafjörð stofnað þar skóg- ræktarfélag, sem síðar varð Skógræktarfélag Eyfirð- inga, hafði Jón Rögnvaldsson, garðyrkjumaður, for- göngu um það. Aðalhvatamaðurinn að stofnun Skóg- ræktarfélags íslands var Sigurður Sigurðsson, búnaðar- málastjóri, hinn gamli frumherji skógræktarmálanna á íslandi um aldamótin. Hafði hann nú um alllangt skeið lítið sinnt þeim málum, enda haft ærnum störfum öðr- um að sinna, við að skapa nýja ræktunaröld í landinu og koma skipan á þau mál. En eldur áhuga hans kuln- aði aldrei. Var hann kosinn fyrsti formaður Skógrækt- arfélags Islands. Fyrstu árin eftir stofnun félagsins gætti þess lítt. Það var enn fámennt og lítils megnugt. Engu að síður er óhætt að fullyrða, að stofnun skógræktarfélaganna 1930 var merkur áfangi í sögu skógræktar á íslandi, og að þá var kveiktur sá neisti, sem bezt hefur glætt áhuga manna á þessum málum síðar. Og það er trúa mín, að þegar ritinn verður annáll aldar vorrar, verði stofnun Skógræktarfélagsins talinn einn merkasti viðburður hins söguríka árs 1930. Framhald. „Paé er langt síoan við höfum sézt“ Síðastliðið haust — 1959 — dvaldi ég um tíma á Patreksfirði. Þá sagði Ingimundur Halldórsson mér eftirfarandi sögu. Það mun hafa verið veturinn 1926 er sá atburður gerðist er hér verður sagt frá. Þá var Ingimundur, sögu- maður minn, fjármaður móður sinnar, Magnfríðar Ivarsdóttur, er bjó þá ekkja í Gröf á Rauðasandi, en Olafur Einarsson, þá orðinn bóndi í Stakkadal næsta bæ fyrir innan Gröf. Ólafur gætti sjálfur fjár síns, en Ingimundur fjár móður sinnar. Fé þeirra gekk daglega saman svo fjár- mennirnir hittust oft, enda kunnleikar góðir milli þeirra. Þá bar það til síðla dags, er Ingimundur er búinn að hýsa fé sitt, að hann sér ljós í svokölluðum Gröfum, sem eru inn og upp frá túninu í Gröf. Sýnist honum Ijósið bærast fram og aftur, en þó ávallt á sama stað. Kemur honum þá í hug að nú muni Ólaf í Stakkadal hafa vantað af fé sínu og sé hann að leita þess við ljós. Ingimundur hugsar sér nú að hann skuli fara og hjálpa Ólafi við leitina. Hann heldur því af stað og stefnir á ljósið. Þegar hann er kominn upp í brekkuna, fyrir innan og ofan túnið, bregður svo við að þar sem ljósið er upp í brekkunni, sér hann baðstofuhús og leggur Ijósinu út um gluggan frá 14” lampa, sem hékk niður úr mæni baðstofunnar. % Milli lampans og gluggans sér hann unga stúlku, dökkhærða, klædda gylltum upphlut, gengur hún fram og aftur á milli lampans og gluggans og sýnist Ingi- mundi, sem einhver óeirð sé yfir henni, líkt og hún væri að bíða eða vænti einhvers. Ingimundur heldur nú ferð sinni áfram og stefnir á ljósið í glugganum, en sýnin skýrist eftir því sem hann nálgast bæinn. Þegar hann er rétt kominn að bænum varð honum óvart litið af ljósinu, en er hann leit til þess aftur var sýnin og ljósið horfið. Nú er frá því að segja að þrjátíu og fjórum árum síðar en þessi atburður gerðist, sem hér að framan er sagt frá, eða síðla vetrar 1960. Þá er Ingimundur bú- settur á Patreksfirði og búinn að eiga þar heima í mörg ár. Þá er það eina nótt að hann dreymir eftirfarandi draum: Hann þykist staddur í brekkunni, þeirri sömu og hann sá bæinn í fyrri 34 árum. Hjá honum stóð öldruð kona og hafði gráa, skakka hyrnu á herðum, eins og þær er aldraðar konur báru fyrrihluta þessarar aldar. Kona þessi ávarpar hann og segir: „Nú erum við orðin eldri en þegar við sáumst síðast, það er langt síðan við höfum sézt, ög nú skal ég sýna þér bæinn minn.“ Þá sér Ingimundur sama bæinn og hann hafði séð þar fyrir þrjátíu og fjórum árum. Dyr stóðu opnar og sér Ingi- Framhald á bls. 173. Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.