Heima er bezt - 01.05.1961, Page 19
tekið að bila. Ekki vildi hann viðurkenna það. Sagðist
hann geta komizt yfir fjöllin rétt eins og þeir, sem
yngri væru að árurn, og svo þóttist hann gagnkunnug-
ur þar um fjöllin, að óþarfi væri fyrir sig að fara troðn-
ar slóðir. Um kvöldið er gengið var til hvílu, var frost-
laust veður, og útlit fyrir þíðviðri næsta dag. En þegar
Brandur reis úr rekkju um morguninn kl. 7 var komin
úrhellisrigning, hið versta veður, og hikaði hann nú
við að leggja á fjallið í slíku veðri. Hugðist hann í
fyrstu bíða fram undir dagmálin, og sjá hverju fram
yndi um rigninguna. Um tíuleytið stytti upp, og beið
þá Brandur ekki boðanna en tygjaði sig til ferðar.
Heldur þótti honum þó vera.áliðið dagsins og því eng-
an veginn ráðinn í, hversu hann mundi haga ferð sinni
um daginn. Heimafólki á Kinnarstöðum þótti veðurút-
lit ljótt, og bjóst við að innan skamms færi að hríða.
Reyndi það því með öllu móti að fá Brand til að hætta
við fjallaferðina að þessu sinni. Gat það loks komið svo
fortölum sínum, að hann hét því að fara ekki á fjöllin
þennan dag. Gerði hann ráð fyrir að fara inn að Bæ í
Króksfirði og gista þar næstu nótt, og vita hvort ekki
yrði tryggara veðurútlit og betra fjallaveður næsta dag.
Sagðist hann þá rnundi fara Bæjardalsheiði yfir að Arn-
kötludal. Er það miklu styttri fjallvegur, en sá, er hann
ætlaði áður. Kvaddi Brandur nú heimafólk á Kinnar-
stöðum og var þá ráðinn í að gista í Bæ næstu nótt.
Þegar hann var skammt kominn inn fyrir Kinnar-
staði að gamalli skilarétt, gáir hann til veðurs. Sýndist
honum veðrið vera allsæmilegt og segir við sjálfan sig:
„Oft hef ég farið yfir heiðar í verra veðri en þessu,“
er elcki að orðlengja það, að hann breytir um stefnu og
heldur til fjalla á leið til Þiðriksvalla.
Ekki var Brandur vel búinn til að leggja á fjallveg.
Auk nærfata var hann í einum taubuxum, þunnri garn-
peysu og ljósum rykfrakka, í einum sokkum með
gúmmískó á fótum, og voru þeir helzt til stórir. Um
höfuðbúnað veit ég ekki, en venjulega var hann með
derhúfu á höfði. Þannig búinn lagði hann nú á fjallið
með gönguprik í hendi og lítinn sleða í eftirdragi. A
honum hafði hann poka sinn, en í honum var ýmislegt
dót, sem hann og aðrir áttu, því að margir báðu hann
fyrir bréf og smásendingar, er hann var á þessum ferð-
um, og kom hann því ætíð greiðlega til skila. Sleðinn
ásamt pokanum var um 30 pund á þyngd. Ekki verður
sagt, að það sé mikil þyngd, ef gott er færi, en það
sígur í þegar þungfært er.
í fyrstu virtist allt ætla að ganga vel. Fyrstu tvær
stundirnar hélzt gott veður, en um hádegisbilið tók að
snjóa, lítið að vísu í fyrstu, en skyggni minnkaði brátt.
Fjöll voru alhvít fyrir, þó að þíðviðri hefði verið í
byggð undanfarinn sólarhring, hafði það ekki náð til
fjalla, svo að nokkuð leysti þar fannir. Færðin á fjall-
inu var allþung, vaðandi í ökkla og miðjan Iegg. Útlit-
ið var því allt annað en gott, en ekki hvarflaði að
Brandi að snúa aftur. Hélt hann ótrauður áfram ferð
sinni, og treysti því, að hann gisti næstu nótt' á Þið-
riksvöllum.
Allir, sem verið hafa á ferðalagi á fjöllum upp í hríð-
arveðri og dimmviðri vita að fátt er þar til að átta sig á,
þegar allt rennur í eitt, himinn og jörð. Þegar svo nátt-
myrkur bætist ofan á, ræður því oft hending ein, hvort
ferðamanninum auðnast að halda réttri stefnu. En það
tókst Brandi ekki að þessu sinni. Án þess hann yrði þess
var breytti hann stefnu. Gekk hann nú daginn allan, og
fram í myrkur. Eigi vissi hann þá, hvar hann var stadd-
ur, en þá mundi hann hafa haldið sem næst því beint í
austur í átt á Arnkötludal, í stað þess að halda til Þið-
riksvalla. Nóttin gekk nú í garð með hríð og nátt-
myrkri, og skyldi hún nú ráða örlögum Brands.
Enda þótt engan hefði grunað á Kinnarstöðum, að
Brandur mundi breyta áætlun sinni og leggja á fjallið,
var þó kunnugt orðið þar um kveldið, á hvert ráð hann
hefði brugðið. Réðu menn það af því, að hann kom
ekki að Bæ til gistingar eins og ráðgert hafði verið. En
er það varð ljóst, var svo áliðið, að búið var að loka
öllum símastöðvum, svo að ekki varð spurzt fvrir um
ferðir hans fyrr en að morgni. \’ar þá hringt frá Kinn-
arstöðum að Víðidalsá í Strandasýslu, en þar var þá
næsti sími við Þiðriksvelli. Ekki vissu menn á Víði-
dalsá neitt til ferða Brands, en hétu því að spyrjast fyr-
ir um hann á bæjum þeim, sem næstir voru fjöllunum,
en það voru Þiðriksvellir og Arnkötludalur. Um há-
degið bárust svo þær fréttir frá Víðidalsá, að Brandur
væri kominn fram illa til reika og kalinn.
Þegar menn í Arnkötludai fóru til gegninga um
morguninn, sáu þeir til ferðamanns framan dalinn. Þótti
fólki göngulag hans og hátterni allfurðulegt, því að
hann hnaut í hverju spori, og var maður sendur á móti
honum þegar í stað, til að vita hverju þetta sætti og
koma honum til hjálpar ef með þyrfti. Bar fundum
þeirra skjótt saman. Var þar kominn Brandur. Hafði
hann nú verið á ferð í 24 klukkustundir og nær að
þrotum kominn eftir langa og harða útivist. Hríðina
hafði birt með morgninum, og varð það honum til lífs.
Ekki kunni Brandur að segja frá, hvar hann hefði far-
ið um nóttina, því að hann var rammvilltur, og gerði
sér þess enga grein hvar leið hans lá. Einu sinni um
nóttina hrapaði hann fram af klettabelti. Fallið var ekki
hátt, og mjúkur snjór undir, svo að hann hlaut engin
meiðsli af því, en annað varð honum þar til óhapps.
Hann missti af sér báða skóna, og fann ekki nema
annan þeirra eftir mikla leit. Sleðann missti hann hins
vegar ekki. Taldi hann sér það mikið lán, því að án
hans vildi hann ekki koma lifandi til byggða. En meðal
annarra hluta voru í farangri hans peningar, sem hann
hafði heitið að koma til skila. En svo sagðist honum
frá, að miklu lengur hefði sér enzt þrek, ef hann hefði
ekki haft sleðann í eftirdragi. Taldi hann ekki ólíklegt,
að hann hefði náð til byggða um kvöldið lausgangandi,
og þá aldrei hrapað. Eftir að Brandur týndi skónum
varð hann að ganga á sokkaleistunum á öðrum fæti.
Blotnaði hann fljótt, og gat kom á sokkinn. Varð fót-
urinn brátt dofinn af kulda, svo að hann fann ekki til
Framhald á bls. 173.
Heima er bezt 163