Heima er bezt - 01.05.1961, Page 20
ÞATTUR
RITSTJÓRI
Fæddur rífeisarfi
eir, sem hafa átt því láni að fagna, að hafa séð
öll Norðurlönd, eiga erfitt með að ákveða,
hvert af þessum sumarfögru löndum sé fegurst.
Fegurðarskyn og fegurðarmat er líka svo per-
sónulegt, að sjaldan eru allir sammála, þegar rætt er
um fegurð lands eða héraða.
Á íslandi geta þeir, sem víða hafa farið um landið,
þrotlaust deilt um hvar sé fallegast. — Nefnir þá einn
ef til vill byggðir Breiðafjarðar, annar Borgarfjörðinn,
hinn þriðji Skagafjörðinn og hinn fjórði Eyjafjörðinn.
Allir hafa þeir að nokkru leyti rétt fyrir sér og geta
fært gild rök fyrir sínu mati. Nefna mætti líka miklu
fleiri héruð og staði, sem til greina gætu komið við
þetta mat, eins og t. d.: Hallormsstað á Héraði austur,
Vatnsdalinn, Síðuna og Fljótshverfið, Eyjafjallasveit
og Saurbæ í ölum og enn fleiri staði.
Sama má segja um Norðurlöndin. Hver og einn lít-
ur sínum augum á fegurðina, og matið fellur ekki ætíð
í sama farveg. Ég ætla ekki að rökræða þetta hér, en
ég vil geta þess, að ef ég ætti að meta fegurð Svíþjóð-
ar eftir mínum smekk, þá myndi ég segja, að fegursta
byggðin væri Vermaland og fegursta borgin Stokk-
hóimur. Ég vil líka bæta því við, að ég tel Stokkhólm
tvímælalaust fegurstu borg á Norðurlöndum, enda er
hin fagra höfuðborg Svíaveldis oft nefnd Feneyjar
Norðurlanda.
Eg hef nefnt þennan þátt „Fæddur ríkisarfi,“ — en
«á, sem fæddur er með þeim réttindum að erfa ríki,
er líka nefndur prins eða krónprins.
Konungum og konungsríkjum hefur mjög fækkað á
síðustu áratugum, en þó eru nokkur nágrannalönd ís-
lands enn með þingbundna konungsstjórn, en einvalds-
konungar eru horfnir af leiksviði sögunnar. Nágranna-
ríkin, sem enn hafa þingbundna konungsstjórn eru sem
kunnugt er þessi ríki: Af Norðurlöndum: Danmörk,
Noregur og Svíþjóð, og auk þess: England (Stóra-
Bretland), Holland og Belgía. — Löggjöfin um erfða-
rétt konungborinna barna eru þó ekki eins í öllum
þessum löndum. í sumum löndunum er erfðarétturinn
eingöngu bundinn við konungssyni og þar nefnist elzti
sonur konungborinna hjóna krónprins og er ríkisarfi,
en í sumum þessum löndum getur elzta dóttirin erft
þennan rétt, eins og t. d. í Flollandi og Englandi. í
Svíþjóð er erfðarétturinn bundinn við konungssyni.
Vorið og sumarið 1946, var ég um þriggja mánaða
skeið í Svíþjóð. — Um mánaðamótin apríl og maí var
ég í Stokkhólmi. Ég hafði herbergi á leigu í stóru
gistihúsi, sem heitir „Strand-hótel“. Herbergið var á
þriðju eða fjórðu hæð og sneri glugginn út að aðal-
götunni, en gistihúsið er nálægt miðju borgarinnar.
Að morgni hins 30. apríl svaf ég værum svefni, en
hrökk upp með andfælum við ógurlega fallbyssu-skot-
hríð. I fyrstu áttaði ég mig ekkert á því, hver ósköp
væru yfir að dynja. Á stríðsárunum hafði ég heyrt
fjarlæg fallbyssuskot utan af hafi, en aldrei hafði ég
heyrt slíka skothríð svo nærri mér. Þetta var vorið
1946 og var þá liðið tæpt ár frá stríðslokum. Friður-
inn var ótryggur og víða var ólga undir, þótt kyrrt
væri á yfirborðinu. Ég held að mér hafi fyrst flogið í