Heima er bezt - 01.05.1961, Page 23
inni þekkingu í bóklegum eða verklegum greinum. Þar
má segja að ríkir og fátækir standi nú mjög líkt að vegi.
Menntagyðjan hlevpur ekki í fang ungmenna óboðin.
Er þar alveg sama, hvort í hlut á konungborinn sveinn,
eða drengur af lágum stigum, sem svo er nefnt.
Eg gat þess fyrr, að vafalaust myndi ungi krónprins-
inn halda áfram námi til stúdentsprófs, en hann er þó
þannig settur, að vel gæti svo farið, að skyldan kallaði
hann til ábyrgðarstarfa áður en því námi væri lokið.
Marsrur ríkisarfi hefur tekið við konuno-dómi á unga
aldri, og má í sambandi við það nefna veldistöku Har-
aldar hárfagra.----
Um síðustu aldamót voru konungsríki í meiri hluta
í Evrópu, og voldugir keisarar sátu þá á veldisstóli í
Rússlandi og Þýzkalandi. Á síðustu áratugum hefur
konungsríkjum farið fækkandi, en lýðveldi með for-
seta, sem æðsta manni, tekið við.
Segja má að ekki sé mikill munur á valdi forseta og
konungs, þar sem ríkir þingbundin konungsstjórn, en
sá er munurinn mestur, að konungssynir eiga rétt til
ríkiserfða, en synir forseta hafa ekki meiri rétt til for-
setatignar, en hver annar góður drengur.
Stefán Jónsson.
Síðust'u mánuðina hefur lítið bætzt við af góðum
dægurlagaljóðum, en í sambandi við danslagakeppni,
sem fyrirhuguð er bætast áreiðanlega við ljóð og lög,
sem vekja athygli.
í þessum þætti hef ég því ákveðið að birta nokkur
ljóð, sem þóttu góð þegar „afi og amma voru ungu,
eða fyrir þremur, fjórum áratugum. En vel kveðin Ijóð
endast líka í áratugi og aldir.
Fyrst er þá hér ljóð, sem nefnt er í íslenzkri þýð-
ingu: Sænsk þjóðvísa. Steingrímur Thorsteinsson hefur
þýtt ljóðið úr sænsku. Lagið er sænskt þjóðlag:
Ein yngismeyjan gekk út í skógi,
þar ungan sjómann hún hitti á leið.
„Hví er hún alein hér úti að ganga,
fæst ástin hennar, ef þess ég bið?“
„Við þeirri bæn er mér þungt að svara,
til þess er stétt mín svo yfrið lág,
sem ambátt má ég víst yður þjóna,
en ekki lofast, — nei það er frá.
Ég átti einn vininn, sem fór burt frá mér,
í full sjö árin ég þráði hann,
og- lifi hann, þá á hann mitt hjarta,
en hafi’ hann dáið, á guð hans sál.“
„Ég er sá vinur, er fór burt frá þér,
í full sjö árin þér gleymdi ég sízt,
kom elskan fögur í arma mína,
ég er sá vinur, já, það er víst.“
Þá kemur hér gamalt, þekkt ljóð, sem mikið var sung-
ið af þeirra tíma dægurlagasöngvurum en það er ljóðið:
Tryggðapantarnir. Ljóðið er eftir Erik Bögh, en Páll
Olafsson skáld þýddi á íslenzku. Lagið þekkja allir, en
höfundur er mér ókunnur:
Komdu og skoðaðu í kistuna mína
í kössum og handröðum á ég þar nóg,
sem mér hafa gefið í minningu sína,
meyjarnar allar, sem brugðust mér þó,
í handröðum þessum ég hitt og þetta á,
sem heldur en ekki er fróðlegt að sjá.
Hildur mín gaf mér nú hringinn þann arna,
er hringar sig líkt eins og ormur að sjá.
Hann er sem eilífðin; — horfðu’ á að tarna!
En hvað löng varð eih'fðin? Mánuði þrjá!
Sitthvað ég líkt með þeim síðar meir fann;
sú kunni að snúa sér rétt eins og hann.
Rósaklút þennan hún Guðrún mín gaf mér,
það gekk allt í spaugi í rökkrinu þá.
Seinna dró gleðina og gamanið af mér.
Ég grét eins og krakki, þá hana ég sá,
vefja að sér beykirinn. — Þörf var mér þá
að þurrka af mér skælurnar klútgreyinu á.
Þarna hef ég undur af öðru eins maður.
Önnum og Gunnum og Kristínum frá.
Það er til vonar, ég væri ekki glaður;
en ég verð aldrei hnugginn, og það muntu sjá,
að enn hafa stúlkurnar mætur á mér;
mun ég þó fyrst um sinn trúa þeim ver.
Þá kemur hér lítið ástaljóð, sem telja má um 300 ára
gamalt. Höfundur ljóðsins er sr. Stefán Ólafsson prest-
ur í Vallanesi, dáinn 29. ágúst 1688. Hann er talinn
höfuðskáld sautjándu aldarinnar, og get ég vel trúað,
að kvæði hans hafi þótt einskonar „atomljóð" þeirra
tíma. Lag er við þetta ljóð eftir Bj. Þorsteinsson. En
þannig er þetta litla Ijóð:
Ég veit
eina baúgalínu,
af henni tendrast vann
eldheit
ást í brjósti mínu
Heima er bezt 167