Heima er bezt - 01.05.1961, Page 24

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 24
allur svo ég brann; bjartleit burtu hvarf úr rann. — Nú er ei hugurinn heima, því að hana ei öðlast kann. Mey brá mér fyrir hvarma steina margrí fyrr og síð, ei sá ég að heldur neina, er svo þætti fríð, fótsmá fagurhent og þýð. Nú er ei hugurinn heima, hún hvarf á samri tíð. Að lokum er hér lítið ljóð eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson, en lag við það hefur gert hið þjóðkunna tónskáld Páll ísólfsson. Ég tel að þarna falli Ijóð og lag í svo ljúfan farveg saman, að hrein unun sé á að hlýða, ef vel er sungið. — Þetta ljúfa lag heitir: / dag skein sól: í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá er sæinn þrá. — Og skipið lagði landi frá, — hvað myndi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Ég horfi ein á eftir þér, og skipið ber þig burt frá mér, ég horfi ein við yztu sker, því hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. En ég skal biðja og bíða þín, unz nóttin dvín og dagur skín. Þó aldrei rætist óskin mín, til hinzta dags ég hrópa og kalla, svo heyra skal um heima alla. — Að lokum kemur hér svo ljóð, sem nefnt er „Botníu- braguru. Um þetta ljóð hefur beðið Helga G. í Dæli og nokkrir fleiri. Höfundur að þessum „tröllaslag“ er Ó. R. og Ómar Ragnarsson hefur sungið Ijóðið á hljómplötu. Nú er ég, vinir góðir, alveg hreint í spreng af ástarþrá og gleði. í sæluvímu geng. Því ég er trúlofaður. Hún heitir Botnía eftir gömlum ryðkláf en ég elska hana fyrir það. Hún er svo sæt, tra-la-la-la og hreint ágæt, tra-la-la-la. Við munum eiga mjög vel saman. Mikið óskaplega að arka nú í hjónasæng. [er gaman Hún Botnía er bezti kvenkosturinn hér og blíðust allra meyja. Á fimmtugsaldri er. Brosið hennar er svo undurblítt og varmt. Ja, hún er jú alveg tannlaus en ég elska hana samt. Hún er svo sæt, o. s. frv. Á augun hennar guðdómlegu dreg ég enga dul hve dásamleg þau eru — ja, þótt þau séu gul. Hið fagra hár er rysjótt og felur ekki nóg fölblá asnaeyru, en ég elska hana þó. Hún er svo sæt, o. s. frv. Þótt bólugrafin sé hún, þá bætir það úr skák, að barmur hennar er sko alls ekki neitt kák, og hazarkroppur er hún og veit ekki sitt vamm Ja, hún vegur meira en 300 pund, en ég elska sérhvert gramm. Hún er svo sæt, o. s. frv. í bílnum sínum bauð hún mér upp í Mosfellssveit, en bágt átti hún með sig, því ástin var svo heit. Hún kyssti mig „á hundrað“ og keyrði út í mó í klessu o’ní skurð, en ég elska hana þó. Hún er svo sæt, o. s. frv. En verst var þó að Botnía valt ofan á mig. Ég var að kafna. Hún spurði hvort ég vildi eiga sig. Þá varð það mér til lífs, að ég varð að segja „já“. Ja, vert er þess að geta, að hún eignir miklar á. Og flottan Ford hún lét mig fá. minn forna draum og æðstu þrá. \Tið munum eiga mjög vel saman, mikið óskaplega er gaman, að komast nú á flotta lúxus-skruggu-kerru. í næsta blaði birtast Ijóð við ný dægurlög. Stefán Jónsson. BRÉFASKIPTE Halldóra Guðmundsdóttir, Reykjaskóla, Hrútaf,, V.-Hún., óskar eftir bréfasambandi við pilta á aldrinum 14—16 ára. Ragnhildur Karlsdóttir, Reykjaskóla, Hrútaf., V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Arnbjörg Helgadóttir, Hranastöðum, Hrafnagilshr., Eyja- firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin- um 15—16 ára. Þórarinn Gíslason, Aðalstræti 32, ísafirði, Óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Hallveig Magnusdóttir, Búðum, Staðarsveit, Snæf., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Unnur Magnusdóttir, Búðum, Staðarsveit, Snæf., óskar eft- ir bréfaskiptum við pilt eða stúlkur á aldrinum 15—17 ára. 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.