Heima er bezt - 01.05.1961, Page 26
nær þeim. Nú er orðið nokkuð langt síðan hann hefur
reynt kosti þeirra, en nú er starfi vikunnar lokið, og
hann á tímann sjálfur.
Hann hugsar sig um, en stenzt ekki freistinguna.
Hann verður að veita sér þann unað að fá sér smásprett
þetta bjarta sumarkvöld, áður en hann tekur á sig náð-
ir. Gunnar strýkur gæðingum sínum mjúklega og gælir
við þá um stund, en beizlar þá síðan og teymir þá með
sér heim í hlað. Þar bindur hann þá og gengur síðan
inn til kvöldverðar.
Stína nær í mjólkurföturnar og heldur af stað til að
mjólka kýrnar. Það er hennar fasta starf. En Elsa tek-
ur diskana af kvöldverðarborðinu og fer að þvo þá.
Hún er ein í eldhúsinu, því Gunnar hefur gengið út
aftur að loknum snæðingi. Elsa gerir ráð fyrir því, að
Pálmi fulltrúi sé búinn að matast, og nú kemur það í
hennar hlut að sækja matarílát hans til uppþvottar. Hún
tekur bakka og gengur með hann upp í dagstofuna.
Pálmi hefur lokið við að borða og liggur á Iegubekkn-
um i dagstofunni. Elsa kemur inn í stofuna og býður
honum gott kvöld.
„Gott kvöld, Elsa.“
Hún gengur að borðinu og byrjar að raða diskunum
á bakkann, en Pálmi rís upp af legubekknum og segir
brosandi: „Ég þakka húsfreyjunni fyrir matinn.“
„V'erði þér að góðu.“
„Hvernig líkar þér húsmóðurstaðan á Grund?“
„Ég tel mig enga húsmóður hér, þó mamma sé fjar-
verandi.“
„En þú ert það nú samt, Elsá.“ Hann eykur bros sitt
enn meir.
„Á húsfreyjan annríkt í kvöld?“
„Eigir þú við mig, þá er störfum mínum senn lokið.“
Hann gengur fast að hlið hennar og segir: „Elsa, nú
er fagurt sumarkvöld.“ Hann segir þetta hálfhvíslandi
og ísmeygilega.
„Já, það getur varla fegurra verið.“
„Langar þig ekki til að njóta þess úti í faðmi náttúr-
unnar?“
„Jú, sannarlega langar mig til þess.“
„Bifreiðin bíður okkar, Elsa, og í kvöld býð ég þér
með mér út í bílferð.“
„Ég þakka þér fyrir, en ég er óvön að njóta sumar-
kvöldsins í bifreið.“
„Við sitjum nú ekki alltaf í bifreiðinni, ökum bara
fyrst eitthvað út í faðm náttúrunnar, og svo.... “
Augu hans leita hennar, heit og seiðmögnuð, en Elsa
mætir þeim ekki. Hún ætlar hvorki nú né síðar að aka
ein út með fulltrúanum. Hún segir örlítið ertnislega:
„Ef ég ætlaði mér að njóta sumarkvöldsins úti, fengi
ég mér góðan hest sem farartæki, og þá nyti ég líka
líðandi stundar.“
„Þú getur alltaf fengið þér útreiðartúr, en í kvöld
ekur þú með mér í bifreiðinni.“ Hann leggur arminn
um herðar henni. — „Ég skal skemmta þér vel, Elsa. Þú
veizt það líka, að ég er ókunnugur hérna og þarf á leið-
sögn þinni að halda.“
„Vegurinn hérna um sveitina er ekki vandrataður í
björtu sólskini, og í kvöld ek ég ekki í bifreið með
neinum.“ Hún víkur sér snöggt undan armlagi hans,
tekur bakkann af borðinu og gengur rösklega fram úr
stofunni.
Pálmi stendur eftir sár og reiður. Svona er þá sýslu-
mannsdóttirin, stíf og þverlynd sveitastelpa, sem segist
taka hrossbikkju fram yfir bifreið hans. Hún kann sig
alls ekki, en þó er hún töfrandi. Hann gengur hratt um
stofugólfið, og blóðið ólgar í æðum hans. Elsa hefur
neitað að aka út.með honum í kvöld, en hann á trausta
liðsmenn í framtíðinni, þar sem foreldrar hennar eru.
Hann veit vilja þeirra beggja, og hvort þeirra sigrar
svo að lokum, það er óráðin gáta. Hann þyrstir eftir
ævintýrum, — hvernig getur hann komið fram hefnd-
um við Elsu?
Gunnar kaupamaður hefur 1-dæðzt ferðafötum og
söðlar gæðinga sína á hlaðinu. Hann ætlar að liðka þá
á fjörugum spretti úti í dýrð kvöldsins, áður en hann
leggst til hvíldar eftir heillaríkt starf vikunnar. Hann
er að ljúka við að girða síðari gæðing sinn, er Elsa
kemur út úr húsinu. Hún sér þegar kaupamanninn og
tygjaða gæðinga hans á hlaðinu og gengur til þeirra.
„Á nú að fara að reyna gæðingana?“ segir hún bros-
andi og nemur staðar hjá Gunnari. Hann lítur á Elsu
og brosir einnig.
„Já, mig lartgar til að fá mér sprett út í dýrð kvölds-
ins, áður en ég fer að sofa.“
„Það er alveg rétt.“ Hún strýkur hönd sinni mjúk-
lega um háls hestanna. — „Er þessi yngri það vel tam-
inn, að þú gétir setið hann?“
„Já, ég er nýbyrjaður að leggja á hann hnakk.“
„Er hann ekki ósköp þýður og yndislegur?“
„Jú, hann er það, en hinn er ekki síðri, og hann er
fulltaminn. Hefur þú mikið yndi af hestum, Elsa?“
„Já, mikið yndi. Þeir eru eitt af því dásamlegasta,
sem blessuð sveitin gefur okkur börnum sínum.“
„Kannske má ég einhvern tíma bjóða þér að reyna
kosti hestanna minna?“ Gunnar brosir næstum því
feimnislega. En það bros er þegar endurgoldið, og svar
hennar hljómar af brosandi vörum:
„Já, ég þakka þér fyrir, Gunnar. Mig langar sannar-
lega að koma á bak þessum fallegu gæðingum.“
„Kannske núna í kvöld?“
„Ég er ekki ferðbúin, og ég má ekki tefja þig,
Gunnar.“
„Ég er ekkert tímabundinn.“
„Þá ætla ég að koma með þér.“ Augu þeirra mætast,
og heit unaðsrík tilfinning stígur frá hjörtum beggja.
„Ég skal verða fljót að ferðbúast, Gunnar.“
„Eins og þú vilt, ég bíð eftir þér.“
Hún hleypur létt í spori inn í húsið til að klæðast
ferðafötunum.
Stína hefur lokið við mjaltirnar og er á leið inn í
húsið með mjólkurföturnar. Elsa kemur ferðbúin á
móti henni og segir brosandi:
170 Heima er bezt