Heima er bezt - 01.05.1961, Síða 30
GUÐRIJN FRÁ LUNDI
FERTUGASTI HLUTI
„Það var ekkert ónotalegt að fá hana svo hægt væri
að slá [>á gömlu af, sem bæði var orðin þurftarfrek og
þreifst illa, enda hefur sumarið verið hálfónotalegt fyr-
ir mjólkurpening.
Svo var „kagað“ upp fyrir tún til að sýna hryssuna
og folaldið, tannféð þess litla. Ekki var gleymt að opna
skemmugarminn. Þá hékk þessi dýrindis gripur yfir-
breiddur af pokum. Bara söðull. Ekkert annað og svo
uppbúið rúm. Konurnar voru aldeilis hissa. Og svo
barnið, þetta líka indæla barn. Regluleg heimilisprýði.
„Já, hann er efnilegur," sagði konan í Holti, „en
ólíkari bræður hef ég ekki séð en hann og Jón litla, á
Hofi. Ég fór svo sem til kirkju í sumar. Það er náttúr-
lega til skammar að segja frá því, að ég hafi aldrei
komið í Guðshús síðan Rósa var flutt burtu, en svona
er maður óguðlegur. En mér fannst ég ekki geta komið
á heimilið svona niðurbrotið og sundurtætt eins og af
því var látið. Mikið er hún nú ljúf og lítillát, alveg eins
og hann faðir hennar, blessaður öðlingurinn.“
„Finnst þér þá Jón laglegri en Hartmann litli,“ spurði
húsfreyja og lét brúnirnar síga. „Ég gæti hugsað að
þú fengir ekki marga til að samþykkja það.“
„Ég sagði bara að þeir væru ólíkir, um hitt er ekki
hægt að segja. Jón er allur í móðurættina, en þessi er
líkur föður sínum. Mér hefur aldrei þótt hann við-
kunnanlegur maður,“ sagði konan frá Holti alveg
ósmeik.
„Hef ég nú aldrei heyrt annað eins. Það var nú svo
látið með hann, manninn þann, hérna á árunum. Svo
hefur Hartmann litli mikinn svip af móður sinni. Ekki
tapar hann við það, blessað barnið.“
Þær voru ekki vel ánægðar grannkonumar þegar þær
gengu heimleiðis. Það leit út fyrir að þau væru orðin
vel stæð af þessari veru Ásdísar hjá Kristjáni. Það var
víst alveg óþarfi að bera það á hann að hún hefði unn-
ið þar kauplaust. Ef allar vinnukonur bæru annað eins
úr býtum. Hún var líka vel ánægð yfir því öllu, kerl-
ingin, lausaleikskróganum, ekki síður en öðru. Það var
líka ómögulegt annað að segja en þetta var myndar-
strákur og Ásdísi hafði bara farið mikið fram, hún
var ekki eins kjánaleg og áður.
Ásdís beið með óþreyju eftir hreppaskiladeginum.
Þá færi karl faðir hennar að heiman. Þá ætlaði hún að
grípa tækifærið og fara vestur yfir fjallið til að vita
hvernig liði á Grýtubakka. Þó einhver kæmi vissi sá
hinn sami ekkert hvað þar gerðist. Hartmann litli var
nú orðinn svo hændur að frænkunum litlu, að engin
hætta var á því að hann yrði órólegur. Meira að segja
afi gamli sat oft með hann og hossaði honum á hné
sínu. Þá var hann að þeysa á litla Skjóna í smala-
mennsku eða í réttina. Hún hafði alltaf verið hrædd
við karl föður sinn og vildi ekki styggja hann með því
að fara svo hann vissi. Það var ágætt veður þennan dag.
Haustið hafði verið hlýtt og úrfellalaust. Ásdís sat ný-
greidd með nýja skó og beið þess að karlinn hefði sig
af stað. Loksins fór hann. Þá var hún fljót að skipta um
föt og hlaupa af stað.
Hún stanzaði hjá Skessusteini og blés mæðinni. Þarna
var einhver á fleytu rétt fram af víkinni. Líklega Hart-
mann karlinn að ná sér í soðið.
Hún gekk rakleiðis til baðstofu, henni fannst það
óþarfi að vera að berja að dyrum. Gömlu konurnar
sátu með prjónana sína á innstu rúmunum. Valborg var
að segja Arndísi gömlu sögu. Það glaðnaði yfir þeim
báðum þegar þær sáu gestinn.
„Ásdís bara komin en líklega þó ekki með blessað-
an vininn litla,“ sagði Arndís.
„Nei, ég var búin að fá nóg af því að reiða hann
þarna um daginn. Það er vont að fara á hesti hérna á
milli. Ég er gangandi núna.“
„Hvernig hefur honum liðið, blessuðum vininum
mínum?“
„Hann var víst ekki vel ánægður fyrstu dagana, en
nú er hann orðinn vel rólegur fyrir löngu, enda tilbiðja
hann allir, líka pabbi gamli hvað þá aðrir.“
„Þú ert bara kófsveitt. Ekki að spyrja að skerpunni.
Gott að drengurinn hefur það gott. Nógar eru áhyggj-
urnar samt,“ sagði gamla konan.
„Ég skrapp þetta bara til að vita hvernig þið hafið
það,“ sagði Ásdís. „Það veit enginn neitt þó einhver
komi. Voru allar skepnurnar seldar á þessari axjón og
174 Heima er bezt