Heima er bezt - 01.05.1961, Qupperneq 33
kemur hann með eina enn,“ tautaði hún í hálfum hljóð-
um. „Gerðu það fyrir mig að láta þetta heimih af-
skiptalaust. Þú ert alltof trygglynd. Haltu þig heima
hjá foreldrunum, þar er alltbezt.“ Svo sópaði hún sam-
an spilunum, vafði þau vandlega innan í bréfið og lét
þau ofan í kommóðuna aftur.
„Geturðu ekki sagt mér eitthvað meira?“ spurði
Ásdís.
„Það er ekkert að sjá á heimili Kristjáns nema erfið-
leika og heilsuleysi á mönnum og skepnum. Leifi er
þar alltaf, hann hefur ekki svo mikið við að vera heima.
Hann lætur ekki vel af því. Segir að Kristján sé sí-
hóstandi og grindhoraður og svo segir hann að kerling-
arstráið sé ákaflewa lasleg.“
„Hvenær skyldi hún vera öðru vísi en síkvartandi
vesaldarstrá, enda má hún vera áhyggjufúll ef Kristján
er að missa heilsuna, því hann er góður við móður
sína. Það er víst eina manneskjan, sem honum datt í
hug að gæti orðið þreytt,“ sagði Ásdís. „Það er allt
annað en ánægjulegt að heyra þetta og vera ekki frjáls
að því að rétta hjálparhönd.“
„Það er ekki eins og þetta séu fátæklingar, þó tals-
vert séu farin að lækka seglin hjá honum nú í seinni
tíð,“ sagði Stína. „Svo skulum við fá okkur kaffi og
tölum ekki um það meira. Það er nú eins og þú þekkir
ekki allt að marka sem Leifi karlinn segir. Samt held
ég það sé nú eitthvað hæft í þessu.“
Ásdís fór heim um kvöldið. Móður hennar þótti hún
heldur dauf í dálkinn. Hún sagði henni hvaða fréttir
hún hefði heyrt frá Grýtubakka.
„Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa. Þú manst að
það kom karl þarna af næsta bæ um daginn. Hann
nefndi það ekkert,“ sagði móðirin tómlega.
„Hann var heldur ekki spurður að því hvernig þar
liði. Ég voga mér ekki að minnast á Kristján svo
pabbi heyri. Hann verður þá svo úfinn og ljótur að ég
hræðist hann.“
„Þá er bezt að láta það afskiptalaust," sagði sú gamla.
„Það er enginn kenndur, sem hann kemur ekki óg ég
kalla að þú hafir komizt vel út úr þessu ástalífi þínu
við Kristján og þá er óþarfi að endurnýja þann kunn-
ingsskap.“
„Ég er nú á annarri skoðun,“ sagði Ásdís. „Það er
ekki tyllt í mig tryggðinni. Ég get tæplega setið hér
í rólegheitum, ef allt gengur þar á tréfótum. Hann
sárlasinn og karlanginn einn að basla við féð.“
Daginn eftir kom karlinn frá Drangavík. Þá gat Ás-
dís ekki stillt sig, en spurði hann hvernig myndi líða
á Grýtubakka, án þess að líta á ygglibrúnina á gamla
manninum, föður sínum.
„Það eru nú frekar lítil kynni, sem ég hef af þeim
nágrönnum,“ sagði hann. „Helzt er það Valborg, sem
kemur einstaka sinnum, þó ekki nýlega. Ég hugsa að
Kristján sé orðinn þó nokkuð frískur. Hann var lengi
lasinn eftir að hann var næstum búinn að kæfa sig
þarna í haust. Það hefur sjálfsagt moltnað úr honum
að fullu.“
Svo var farið að tala um allt annað. Það var einu
sinni öðru vísi fyrir fólkinu. Þá lét það nógu mikið
með þennan mann, nýkominn í sveitina. Þá var hann
dáður fyrir hvað hann syngi vel og væri myndarleg-
ur. Nú var eins og enginn vildi minnast á hann og
öllum væri sama hvernig honum og hans heimili liði,
hugsaði Ásdís, en samt varð hún rólegri en áður.
Rétt eftir sumarmálin kom Gunnar hreppstjóri til
að athuga fóðurbirgðir og fénaðarhöld hjá bændum.
Ásdís bar honum kaffi og heitar lummur. „Hvernig
lízt þér á rollurnar?" spurði hún.
„Þær eru nú eins og vanalega á þessum bæ og ekki
þarf að kvíða heyleysinu,“ sagði hann. Svo bætti hann
við: „En nú hefur þig vantað til að fóðra fyrir Krist-
ján stórbónda. Þær eru heldur þynnri á hrygginn roll-
urnar hans en þær hafa verið enda mikill munur á
fóðrinu.“
„Er féð illa fóðrað?“ spurði hún.
„Það eru slæmar ástæður á því heimili. Húsbóndinn
er rúmfastur, auðsjáanlega mjög veikur. Hitt heimilis-
fólkið eintóm gamalmenni.“
„Ójá, ekki er nú hægt að segja annað en það séu
slæmar ástæður,“ sagði Steinn gamli. „En mér finnst
hann gæti fengið sér mann til að hirða fyrir sig, ef
hánn tímdi því, en hann hefur aldrei goldið nokkurri
manneskju kaup, heldur þrælað á fólki sínu meðan það
hefur getað staðið upprétt.“
Hreppstjórinn samsinnti það.
„Ég segi nú bara eins og mér býr í brjósti," sagði
Ásdís, „að það er ekki forsvaranlegt að láta svona lagað
afskiptalaust.“
Karl faðir hennar var fljótur að svara: „Það er víst
eitthvað, sem þér kemur lítið við.“
„Hann er alveg einstakur hvað dugnaðinn snertir
þessi gamli maður,“ sagði hreppstjórinn.
Ásdís ranglaði fram í búr og gekk þar fram og aftur
í þungum þönkum, þar til hún heyrði að gesturinn
var farinn. Þá fór hún inn aftur, háleit me? talsverðum
merldssvip og ætlaði nú einu sinni að segja karli föður
sínum hvað hún hefði í huga.
„Það er bara þetta sem ég ætla að leggja til þessara
mála, að ég hugsa mér að líta eitthvað til þarna á
Grýtubakka. Ég sagði það strax að ég ætlaði mér ekki
að yfirgefa Kristján fyrr en hans heimili væri vel borg-
ið. Það hefði ég átt að efna. Það hefðu líklega verið
öðru vísi skepnuhöldin þar ef ég hefði verið þar. Hvað
geta þessar gömlu manneskjur ef veikindi koma fyrir?“
„Þú þarft víst ekki að hafa neinar áhyggjur út af
skepnunum. Þær eru víst ekki orðnar svo margar, að
Hartmann gamli komist ekki yfir að hirða þær,“ greip
faðir hennar fram í. „Hvemig er heimilið hérna. Er ég
ekki alveg eins mikið gamalmenni og hann. Hvað yrði
um okkur ef annað hvort okkar veiktist, þar sem þú
ert þá búin að bæta strákanganum við verkahring móð-
ur þinnar. Líklega er þér þó eitthvað skyldara að hugsa
um okkur en vandalaust fólk.“
Heima er bezt 177