Heima er bezt - 01.05.1961, Page 34

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 34
„Mér dytti nú víst ekki annað í hug en fara með drenginn," sagði Ásdís. Þá var það móðir hennar, sem lét til sín heyra: „Ég tek það nú bara ekki í mál að þvæia barninu til ókunn- ugra. Þú sást hvernig hann leit út fyrstu dagana hérna, blessaður vinurinn. Hún er heldur ekki fær um að hugsa um hann gamla konan. Ég hef þó telpurnar mér til hjálpar og svo er nú eitt, sem þú verður að taka með í reikninginn. Ef þetta er nu tæringin, sem Krist- ján er búinn að fá, eins og Gunnar sagði að allir væru fullvissir um, þá ferðu nú varla að flytja þangað með barnið til þess að það smitist af honum.“ „Hverslags bölvuð vitleysa er þetta. Það er svo sem ekki ólíklegt að fullorðinn maður sé með tæringu,“ reifst Ásdís. „Dettur þér í hug að hún Ásdís hafi vit á því,“ sagði Steinn gamli. „Henni þætti það víst ekki mikið þó hún seldi líf og heilsu barnsins síns fyrir það, að fá að moka skít undan skepnunum hans Kristjáns, þessa líka merkilega manns. Nei svo göfug er hún nú ekki.“ Ásdís fór fram og grét undan þessum miskunnar- lausu orðum gamla mannsins. Hún gat ekki trúað því að Kristján væri veikur af tæringu, en þetta var komið inn í hausinn á kariinum. Líklega hafði Gunnar kom- ið því þangað. En þó svo væri yrði víst engin hættá á því að barnið veiktist þó hún færi með hann þangað. Faðir hans snerti ótrúlega mikið á honum frekar en áður. Og svo var karlinn búinn að koma þessu inn í kollinn á konu sinni. Hún var trúuð á þessa smitunar- hættu. En hún skyldi nú sýna þeim það, að hún færi yfir að Bakka og sæi með sínu eigni augum hvað satt væri í þessum fréttum og kasta svo framan í karlinn, að hann hefði farið með eintómt slaður. Daginn eftir þegar hún var búin að gefa morgun- gjöfina bjó hún sig til ferðar. Hún bað móður sína að skila því til karlsins að hann yrði að gefa seinni gjöf- ina í þetta sinn, hvað sem oftar yrði. Hún ætlaði að ganga yfir að Bakka. „Ég sá að þú varst að búa þig á göngu og þóttist vita hvert ferðinni væri heitið,“ sagði móðirin. „En farðu nú varlega vegna barnsins þíns, þó þú sért kannske nógu hraust sjálf til að standast smitunarhætt- una.“ „Ég skil nú bara ekkert í þessu rugli í ykkur um smitunarhættu,“ sagði Ásdís önug. Svo kvaddi hún og skálmaði af stað. Færið var ágætt, harðfenni í dalnum og upp í brúninrnar. Móðir henn- ar hafði viljað láta hana hafa með sér mannbrodda, en hún hafði ekki anzað því, enda alltaf verið óráðþægin, en hún fann fljótlega að hún hafði verið heldur heimsk því glerhált var þegar á brekkuna þurfti að sækja. Hún var líka á nýjum leðurskóm, sem gerðu henni næstum ómögulegt að standa. Hún varð að þræða þar sem grjótnibbur stóðu upp úr fönninni. Á tímabili var hún að hugsa um að snúa við og hætta við ferðalagið eða þá að ná í mannbroddana. Þegar hún komst loksins upp í Skessuskarðið fannst henni hún vera orðin sárfætt og uppgefin. En hún gleymdi þreytunni þegar hún leit yfir Ströndina, sem var algerlega snjólaus og lygn- an sjávarflötinn. Mikill var munurinn eða í dalsbortmni, þar sem ekkert sást nema snjórinn. Hún hraðaði sér ofna úr skarðinu. Hún sá enga mannaferð á Grýtu- bakka, bara nokkrar ær í mýrinni fyrir ofan. Heldur sýndist henni þær daufar á svipinn. Það var enginn úti þegar hún kom heim á hlaðið, en það rauk upp úr rörinu og eldhússtompnum. Einn meisinn stóð við skemmudyrnar fullur af einhverju þaradrasli, sem hún gat ekki ímyndað sér hvað hægt væri að nota. . Þá kom Árndís gamia fram í bæjardyrnar. Hún var í betri fötunum, nýgreidd og þvegin, en tekin til augn- anna eins og hún hefði verið að gráta. Veslings garm- urinn. „Sæl vertu, Ásdís mín! Ert þú á ferð núna,“ sagði hún áhugalaust. „Það er líka gott veður fyrir þá að hreyfa sig sem geta það,“ bætti hún við. „Ég var að hugsa um hvað hægt sé að gera við þess- ar þaraflækjur. Því í ósköpunum er verið að bera þetta heim?“ sagði Ásdís, þegar hún hafði heilsað gömlu kon- unni með kossi. „Þetta er sjávargróður, sem heitir „kjarni", þetta er gefið kúnum til fóðurbætis. Þær mjólka vel af honum, en mjólkin er blá eins og undanrenna. Ojá, það verður ekki á allt kosið. Það hefur þurft að gefa fénu töðuna svo það þrifist betur. Ég býst við að það hefðu fáir gert það betur en Hartmann minn.“ „Það er Iátið heldur lítið af fjármennskunni hérna, hevrist mér,“ sagði Ásdís í umvöndunartón. „Þú gengur í bæinn, Ásdís mín,“ sagði gamla konan. „En það er ekki hægt að segja að þú sækir vel að í þetta sinn. Það hefur ekki verið ákjósanlegt ástand á þessu heimili í vetur. Líklega hefðu fáir staðið betur í stykkinu en Hartmann minn. Það var hann, sem fann það upp að gefa kúnum kjarnann. Það eru víst fáir, sem gefa hann hér um slóðir.“ En Ásdís var ekki eins hrifin af þessum dugnaði- gamla mannsins. Hún fussaði bara. „Ég skil nú bara ekkert í því að nokkur skepna skuli éta svona óþverra. Ég hefði sjálfsagt ekki liðið að svona hefði verið borið heim. Það hefði h'ka litið öðru vísi út hérna á heimil- inu.“ „Það er nú alltaf hægara að tala um hvað eina, en ráða fram úr vandræðunum,“ sagði gamla konan með kjökurhljóði. Þá kom Valborg út með skólpfötu í hendinni. Hún hafði víst verið að þvo gólfið. Ásdís heilsaði henni með kossi. Hún tók hálf stuttlega undir við hana, en talaði hlýlega til gömlu konunnar: „Mér finnst þú ættir ekki að vera úti.’Þó veðrið sé gott er þó kuldinn ásæk- inn þar sem lasleikinn er fyrir.“ Svo fór hún út að læknum til að þvo fötuna utan og innan eins og hún var vön. <* Framhald. 178 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.