Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 36
531. Eftir að við höfðum lokað opinu á eftir okkur, heyrum við að skipstjóran- um hefur tekizt að brjóta upp hurðina og er nú kominn inn í húsið. Einhver er með honum, líklega sá, sem við sáum. 532. Við bíðum í eftirvænting og heyr- um mennina ganga um uppi og leita. Loks rekast þeir á hlemminn í eldhús- gólfinu, og nú ræðst skipstjórinn í að opna hann með spækjum sínum. 533. „Hér höfum við lent í gildru!" segir Láki og andvarpar. En ég gaufast áfrant í myrkrinu og rekst þá á dyr. Eg opna þær, og þá komum við inn í annað hólf, og þar er glufa í veggnum. 534. Þarna hefur hrunið úr kjallara- veggnum og myndazt svo stórt gat, að við komumst þar hæglega út. Rétt fyrir utan liggur allstór steinn, en við getum sanit velt honum inn 4 gatið á veggnum. 535. „Nú ættum við eiginlega að skella aftur kjallarahlemmnum ofan yfir þá!“ segir Láki íbygginn. Og þetta leizt mér nú heldur en ekki vel á! Við hlaupum svo umhverfis húsið og inn hinu megin. 536. Svo skellum við aftur hlemmnum yfir höfðinu á böðlum okkar og flýtum okkur að draga alls kyns þungavarning fram á hlerann, til að girða fyrir að bannsettir þorpararnir fái opnað hann. 537. Og meðan skipstjórinn og aðstoð- armaður hans hamast af öllum mætti við að reyna að lyfta hleranum, hlaup- um við Láki eins og fætur toga burt frá Krákuhöll og stefnum ofan til fljóts- ins. Og við erum ekki lengi á leiðinni. 538. Þar finnum við fljótt kænu og ró- um yfir fljótið, og eftir liðuga klukku- stund erum við komnir heim til mín. Frú Thomson fagnar mér innilega, því hún hefur verið ákaflega hrædd um mig. Hún kynnir mig fyrir ókunnum manni. 539. Það er nýi fjárhaldsmaðurinn. Ég segi honum frá Láka og móðurbróður hans. Hann lofar að sjá um að Láki fái að vera kyrr hjá frænda sínum. Daginn eftir hittum við frænda hans, sem verð- ur ákaflega glaður og þakkar mér fyrir.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.