Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 10
Gamall fiskhjallur á Kleifum. — Og hvað gerðu þeir við Þjóðverjann? — Hann var fluttur utan og var í fangelsi öll stríðs- árin. Kom svo upp eftir stríðið og hitti konu og barn, og þá var dóttirin orðin stór. Þau búa á ísafirði, en eru þarna alltaf mikið. — Hvemig kanntu við þig sem húsfreyja á Akureyri? — Ágætlega, gott að vera í kaupstað, og það er líka nær sjónum en í Eyjafirði, nú sé ég hann á hverjum degi. Skrítið, hvað sjórinn getur haft mikil áhrif á mann. Alstaðar þar sem pabbi og mamma hafa búið, hafa þau verið alveg á sjávarbakkanum, líka núna síðast á Skagaströnd. Brimgnýrinn hefur niðað mér í eyrum, þegar ég sofna, og það er gott. — Hefurðu aldrei verið hrædd við sjóinn? — Nei, ég man ekld til þess, og þó, ég sá einu sinni trillu, sem var að því komin að farast, og þó var ég ekki beinlínis hrædd, ég veit ekki, hvað ég á að segja, enda skilaði sjórinn bátnum. Ég trúði ekki fyrr en í fulla hnefana, að hann tæki mennina og hann hefur aldrei tekið neinn af mínum ættingjum, þó þeir séu flestir sjómenn. — Þú vinnur úti meðfram húsmóðurstörfunum. — Já, á fataverksmiðjunni Heklu hluta af deginum. Erfitt, ja, það er ósköp svipað og þegar maður var í sveitinni, ekkert erfiðara, að minnsta kosti hef ég fleiri þægindi en í sveitinni, þau voru engin í Rauðhúsum, og svo er alltaf gaman að vinna sér inn peninga og kaupa sér. — Og samt hefurðu haft tíma til að skrifa. — Það hefur ítill tími farið í það, það er rétt eins og þegar maður skrifar sendibréf. Það er því miður ekki hægt að skrifa svona, og ég veit ekki, hvers vegna mér datt þetta í hug. — Varstu ekki að yrkja og semja, þegar þú varst lítil? — Bara hugsaði, ég hef alltaf sagt sjálfri mér sögur, frá því ég man eftir mér. Ég las allt, sem ég náði í, en það voru engin ósköp, og held ég hafi kunnað allt, sem til var heima. Ég lærði að lesa á námsbækur, sem frændi minn gaf mér. Svo las ég íslendingasögur og þjóðsögur og svona, og einu sinni las ég Biblíuna. Ég man, að afi var stundum að láta mig lesa fyrir sig, þegar ég heim- sótti þau. Ég lærði nokkuð af kvæðum og þótti gaman að Ijóðum, en það var lítið til af ljóðabókum heima og hins vegar mikið að gera, stokka línu og hugsa um skepnurnar. — Og hvaða bækur höfðu mest áhrif á þig? — Það veit ég ekki, ég var líklega átta ára, þegar ég las, já bíðum nú við, jú, Á hverfanda hveli, hún var í lestrarfélaginu, og þegar ég sá myndina í fyrra, mundi ég hvert einasta atriði. Þetta er víst engin bamabók, en eins og ég sagði, ég las allt sem ég náði í, og einhvem tíma fékk ég lánaðar Svartar fjaðrir Davíðs, og svo loks í vetur rættist sá draumur að eignast þær, þá keypti ég ljóðasafnið hans, ég er afskaplega hrifin af honum. Ég hef raunar lítið lesið, þó mér þyki það gaman, það er svo lítill tími núna, en þó les ég alltaf eitthvað á hverjum degi, þó ekki sé nema Tímann. Ég er líka afskaplega hrifin af Tómasi, það eru svo skemmtileg kvæðin hans. Annars komst ég ekki veru- Séð Norður yfir Kaldbaksvik. 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.