Heima er bezt - 01.01.1962, Side 11

Heima er bezt - 01.01.1962, Side 11
Jega upp á að lesa kvæði fyrr en ég var í kaupavinnu í Borgarfirði eystra, þá lærði ég ósköpin öll, fólkið var svo elskulegt og skemmtilegt, og alltaf á engjunum, þá var farið með kveðskap, og þegar ég og prestssonur- inn vorum að mjólka á kvöldin, þá las hann mér kvæði, sem ég átti að kunna næsta dag. Á Desjamýri var mikið til af bókum, og fjölskyldan talaði við vinnu- fólkið um alla heima og geima, það var allt einn heim- ur, ég held sr. Ingvar og konan hans séu einhver elsku- legustu hjón, sem ég hef kynnzt. Sögur komu og fóru, og mér datt lengi vel ekki í hug að skrifa þær, byrjaði þó einstöku sinnum, en hætti strax, og svo lá þetta í kommóðuskúffu, og ég henti því, þegar það hafði þvælzt dálítinn tíma, mér fannst það svo óttalega kjánalegt. — En sagan, sem þú ert nú búin með? — Ég byrjaði á henni, þegar ég fór frá Desjamýri á skipinu og hef svo alltaf geymt hana, skrifaði hana í litla vasabók, henti henni aldrei, og svo í fyrravetur byrjaði ég á annarri. Og það var einn sunnudag, að frænka mín, sem var í fæði hjá mér, sá þetta hjá mér. Við tölum oft mikið saman, og ég las svolítið fyrir hana. Þá segir hún við mig: „Farðu með þetta til hans Sigurðar,“ og ég spurði, hver hann væri. Svo var ég svona að hugsa um þetta, nennti ekki að hreinskrifa hana og fór svo með hana eins og hún fæddist og sá eftir öllu saman. Ég hitti ekki Sigurð, en son hans, og hann var ósköp elskulegur og vildi fá söguna, en ég var alveg að renna og vildi helzt fara með hana heim aftur. En það varð úr, að Sigurður las hana og hringdi til min og spurði, hvort ég ætti ekki fleira, og þá datt mér í hug sagan, sem ég byrjaði á fyrir austan, að bezt væri, að ég reyndi að klára hana og svo sullaði ég henni upp og fór með hana til hans. Og ég var mjög glöð, þegar hann tók þessu afskaplega vel. — Eigum við nokkuð að segja, út á hvað sagan geng- ur? — Nei, hún er víst ekki of spennandi. En ég get sagt þér, af hverju hún varð til. Þegar ég var að fara frá Desjamýri um haustið, var kolniðamyrkur og leiðin- legt að fara. Ég man ekki, hvort það var Esja eða Hekla, ég stóð og horfði heim, meðan ljósin sáust. Ég var hálfsjóveik og vissi varla, hvað sneri fram og hvað aftur á skipinu, og þá kom einn skipverja, sem ég hef hvorki séð fyrr né síðar, elskulegur og hjálpsamur, eins og allir sjómenn, og hjálpaði mér niður í koju, og þá bara kom þetta svona af sjálfu sér, og ég klóraði sög- una þarna í kojunni. Annars finn ég, að þetta skánar hjá mér, ef ég skrifa upp aftur og aftur. Ég hugsa efn- ið í vinnunni og skrifa svo á kvöldin. — Vakir nokkur boðskapur fyrir þér í sögunni? — Nei, ég skrifa alls ekki í neinum ákveðnum til- gangi. Þetta kemur bara eins og bláókunnugur maður, og ég er dáiítið spennt að vita hvernig þetta fari, því að ég hef ekki hugmynd um það sjálf, þetta er eins og að komast í spennandi skáidsögu. Atburðarásinni ræð ég alls ekki sjálf. Kaldbakshorn. Kaldbakskleif til vinstri. Mér var létt um að skrifa stíla, þegar ég var krakki. Þorði bara ekki að láta gamminn geisa. Ég man eftir einum stíl, þegar ég var í Gagnfræðaskólanum á Isa- firði, við máttum sjálf velja stílsefnið. Ég skrifaði draugasögu, algeran tilbúning, ég var hálfmyrkfælin við hana sjálf. Kennarinn vildi endilega fá að birta hana í skólablaði, en ég var svo hrædd, að ég brenndi stílabókina og ætlaði varla að þora í skólann. En yfir- leitt þorði ég ekki að hafa stílana eintóman tilbúning. Heima var aðeins farkennsla. Okkur þótti afskaplega skemmtilegt í farskólanum, við fórum á milli bæja, það var dásamlegur tími. Og mikið kapp var í okkur við nám og leik, við stelpurnar fylgdumst með strákunum, gættum þess að hætta ekki að lesa á undan þeim, við vildum reyna að komast fram úr. Það var enginn leiði, og ég held við höfum ekki þekkt það orð. Við hlökk- uðum alltaf mest til þess, að farkennarinn kæmi aftur. — Hefurðu nokkuð nýtt á prjónunum? — Ég er alltaf að hugsa um eitthvað núna, veit ekld, hvort ég endist til að skrifa það. Datt það í hug í sum- ar, þegar ég fór heim, eins og ég kalla það, sá það alveg fyrir mér, hvernig það hafði skeð. Allt, sem ég skrifa er bara ímyndun, ég hef aldrei fyrirmyndir úr raunveruleikanum. Það kom til mín maður í vetur, sem sagðist vera dauðhræddur um, að ég tæki sig sem fyrirmynd. En það þarf enginn að hræðast, ég held ég myndi aldrei geta skrifað um fólkið í kringum mig, það fólk, sem ég skrifa um, fæð- ist bara af sjálfu sér, að hugsa um það er eins og að hafa upplifað þetta einhvern tíma í fyrndinni. Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.