Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 14
GUÐMUNDUR J. EINARSSON Á BRJÁNSLÆK: Tvœ r smásögur um clulrœn efni. /' Otal sagnír eru til um |)að, að ýmsir menn sjái á stundum, það sem öðrum er hulið, og oft er það í sambandi við váleg tíðindi, og eink- um áður en þau gerast. Það er því ekki furða, þótt almenningur veiti slíku nokkra athygli, þótt menn greini á um, hvernig þetta fái gerzt. Gamall og góður vinur ntinn, Júlíus á Litlanesi í Barðastrandarsýslu, segir mér nýlega í bréfi frá tveim- ur dulrænum sýnum, er hann sá fyrir mörgum árum. Hann var í æsku, og allt fram yfir þrítugsaldur, þeim eiginleikum gæddur, að sjá ýmislegt, sem öðrum var hulið. Maðurinn er sérstaklega sannsögull heiðursmað- ur í alla staði, svo að óhætt er að trúa frásögn hans. Læt ég hann nú sjálfan segja frá: Það var seint á Góu veturinn 1899, ég var þá vinnu- maður í Svefneyjum á Breiðafirði. Dag þennan var veður mjög hvasst og snjókoma mikil, en grisjaði þó í milli élja. (Sögumaður getur ekki um vindátt, en sennilega hefur verið vestanátt.) Klukkan 11 um kveldið gekk ég út á hlað, þá var kafaldslaust, en snjór mikill á jörðu eftir bylinn. Sé ég þá til ferða fjögurra manna, sem voru á leið heim frá sjónum, þekkti ég þá alla. Datt mér í hug, að þeir hefðu verið á sjó, en ekki náð heimalendingu, og niyndu þeir ætla að gista um nóttina. Eg sá, hvernig þeir óðu snjóinn heim undir bæinn, og náði hann þeim flestum í hné eða meira. Fyrstur gekk Bergsveinn Ólafsson, maður um sextugt, þá bóndi í Bjarneyjum. Llann var faðir hins nafnkunna eyjabónda, Ólafs í Hvallátrum. Næstur Bergsveini gekk maður að nafni Jón Jóhannsson. Hann átti þá heirna í Rófubúð í Bjarneyjum, þar næst gekk Eggert, bóndi í Lágubúð, en síðastur var GuÖmundur, ung- lingspiltur, sonur Ingibjargar í Gerðum. Ég ætlaði að fara að ávarpa mennina, en þá hurfu þeir mér inn í gamla bæinn, sem þá var í eyði. Þóttist ég þá vita, að ekki væri allt með felldu um ferð þeirra. Þagði ég því um atburð þennan. Morguninn eftir kom bátur frá Bjarneyjum. Fréttist þá, að þessir menn hefðu allir drukknað daginn áður, skammt frá lendingu í Bjarneyjum, að talið var, því að eitthvað af farangri þeirra rak rétt hjá lendingunni. Þeir voru að koma úr Stykkishólmi, og hafa haldið réttri stefnu þvert yfir flóann, þrátt fyrir bylinn. Hafa þeir líklega lent á tanganum, sem er út af eyjunni og farizt þar, senni- lega um sama leyti, eða nokkru fyrr en ég sá sýn þessa heima í Svefneyjum. 10 Heima er bezt FORNMAÐURINN í BÍLDSEY. Það var á Góu veturinn 1900, að húsbóndi minn, Magnús Jóhannsson í Svefneyjum léði mig sem fjórða mann á bát, til að flytja fólk til Stykkishólms. Formað- ur á bátnum var Pétur Hafliðason, sonarsonur Eyjólfs eyjajarls. Við sigldum gott leiði suður, en viðstaða varð þar nokkur, því að rnenn þurftu að komast í búðir, fá sér á nestispelann og þess háttar. Það var því orðið dimmt, er við lögðurn af stað heim aftur, en ekki kom það að sök, því að tungl skein í heiði. Vindur var hvass á norðan, og mun formaður hafa strax ákvarðað að fara ekki lengra en í Bíldsey. Bóndinn þar hét Einar, og voru þeir Pétur kunningjar. Við lentum í Bíldsey og gengum til bæjar. Bóndi stóð úti, og virtist mér hann daufur á svipinn. Við heilsum karli og segir Pétur um leið: „Ég kom hérna með út í kaffið fyrir okkur, Einar minn.“ Breyttist þá svipur húsráðanda heldur fljótt, svo að hann ljómaði nú allur, og hrópar síðan inn í göngin: „Fía, Fía, hita, liita, hann Pési er kominn.“ Og ekki stóð lengi á kaffinu. Þegar við höfðum drukkið það með vel út í af brennivíni, segir formað- urinn við mig: „Ég ætla að biðja þig, Júlli minn, að fara niður eftir og gæta að, hvort skektan hefur fjarað vel.“ Ég fór þegar í stað, en er að kom, lá báturinn undan halla, og hafði sjór skolazt inn í hann. Ég fór að reyna að ausa, en með því að báturinn lá undan brekku, og maðurinn ekki sérlega kraftmikill, treysti ég mér ekki til að reisa hann við. Tunglsldn var glatt, og sá ég vítt um. Verður mér þá litið út eftir eyjunni, þar var slétt, grasi vafin grund með fjöruborðinu. Sé ég þá að eftir grundinni kemur maður, og stefnir sá beint til mín. Þótti mér nú bera vel í veiði, að fá hann til að reisa með mér bátinn. Maður þessi var mjög stór vexti, hafði hann lambhúshettu mórauða á höfði, og sá ég glöggt kinnbeinin og nefið út úr hettunni, en greindi ekki andlitsdrætti hans að öðru leyti. Hann var í mórauðri peysu og svörtum buxum. Þegar fjarlægðin á milli okkar var ekki nema sem svaraði 5—ó föðmum, kalla ég til mannsins og segi: „Komdu sæll, viltu nú ekki gjöra svo vel og hjálpa mér að reisa bátinn.“ Við þetta ávarp mitt stanzar karl- inn og snýr þvert úr leið og inn í gamalt naust, sem þar var rétt hjá. Sá ég hann ekki meir. Þá varð mér þessi vísa á munni: Framhakl á bls. 12. )

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.