Heima er bezt - 01.01.1962, Side 15
HJÖRTUR GÍSLASON:
LAMBl
Ieimþrá manna er sterk, svo sterk að fólk hef-
ur jafnvel beðið tjón á heilsu sinni, bæði and-
legri og líkamlegri.
Eg minnist þess, að fyrst þegar ég var
sendur í sveit 9 ára gamall og átti að gæta ásauða fram
á eyðidal, að ég grét flesta daga, ekki út af því að vera
einn, heldur af því að mér leiddist svo mikið. Ég var
alveg friðlaus, mig langaði heim, ekkert nema heim,
þótt ég vissi að þar var fátækt á öllum sviðum, en í
sveitinni nóg að bíta og brenna. En þessar línur áttu
ekki að vera um mig eða heimþrá mína í bernsku held-
ur um aðra persónu, og þessi einstaklingur var hestur,
vitur hestur, sem lagði út í opinn dauðann, rekinn af
óslökkvandi þrá og ást til heimahaganna. Saga þessa
hests gerðist vestur í Isafjarðardjúpi, og er skráð hér
eftir heimildum þess er átti hann.
Haustið 1916 keypti Þórður Halldórsson bóndi á
Laugalandi í Skjaldfannardal hestfolald frá Tirðil-Mýri
á Snæfjallaströnd af bóndanum þar, Elíasi Borgarsyni.
Folald þetta var grátt að lit (rauðgrátt), smávaxið,
og í gamni var þessi litli kútur kallaður Lambi.
Fyrsta sumarið, sem Lambi var á Laugalandi, en þá
var hann veturgamall, var fólk frá Laugalandi við úti-
leguheyskap fram á Hraundal, það er mjög grösugur
dalur, sem gengur í suður eða suðvestur úr Skjald-
fannardal.
Lambi gekk á dalnum með öðru tryppi á líkum aldri,
og voru þau bæði dýrstygg.
Þá gerðist það einn dag, að Lambi kom höktandi á
þrem fótum, því á öðrum framfæti var hann særður,
hann kom beint til Þórðar húsbónda síns, eins og hann
vildi segja: Ég meiddi mig; hjálpaðu mér.
Nú var Lambi ekld styggur lengur, heldur stóð
kyrr meðan Þórður gerði að sárinu.
I ljós kom að ljá hafði verið stungið í þúfu í slægj-
unni og Larnbi skorið sig á honum. Dag eftir dag kom
þessi litii, fallegi foli til Þórðar og lét hann gera að
sárinu, þetta sýndi að Lambi var vitrari en allar þær
skepnur, sem þetta fólk hafði áður kynnzt.
Þegar Lambi var á fjórða vetri var farið að temja
hann. Enn þá var hann smávaxinn, og hélt því sínu
upphaflega nafni. Lambi reyndist viljugur, háreistur,
ljúfur í taumum og mjög ganggóður, og afburða fljót-
ur, þótt smávaxinn væri.
Sumarið 1924 var Lambi seldur til ísafjarðar til Jóns
Eðvalds, kaupmanns, sem langaði til að fá lítinn, góð-
an hest handa konu sinni, frú Sigrúnu Aspelund, og
börnum þeirra.
Frú Sigrún og börnin dekruðu á allan hátt við
Lamba, gáfu honum brauð, sælgæti og allt það sem
hann girntist, enda var Larnbi þeim eftirlátur og ljúf-
ur. Stóð hann við hús þeirra og beið eftir góðgæti,
hlýrri konuhönd eða litlum barnslófa, en þrátt fyrir
allt þetta leið Lamba ekki vel, því innra með honum
vakti heimþráin, sem olli því að Larnbi leitaði heirn.
Hann skokkaði inn fyrir Skutulsfjörð, út með firðinum
að austan og út á Arnarnes, sem er milli Skutulsfjarð-
ar og Álftafjarðar, en var ávallt tekinn og færður heim
til Isafjarðar aftur.
En nú sá Lambi að þetta dugði ekki og eins hitt,
að það var of langt að hlaupa daglega kringum fjörð-
inn. Fór hann því að athuga skemmri leið, og hann sá
hana.
Það var ekki langt yfir sundið, yfir að Naustum, sem
er gegnt kaupstaðnum austan megin fjarðarins.
Nú veittu menn því athygli að litli, grái hesturinn
hennar frú Sigrúnar var farinn að vaða út í sjóinn, já,
og synda frá landi, en kom þó alltaf aftur upp í fjöruna.
Það var eftir því tekið á ísafirði hvað Lambi litli
hélt mikið til í fjörunni og horfði yfir sundið.
Svo var það einn dag, að Lambi synti alla leið yfir
sundið að Naustum og skokkaði létt og frjálslega út
Kirkjubólshlíðina út á Arnarnes. Veðrið var fagurt,
bjart, djúpið spegilslétt og glampandi, og þarna frá
Arnarnesi sá Lambi Vigur, Melgraseyri, og alla leið
heim, heim að Laugalandi. Og nú gleymdi hann sæl-
gætinu hjá frú Sigrúnu og öllu á Isafirði, já öllu, aðeins
ein hugsun komst að: heim í dalinn, heim að Lauga-
landi.
Lambi stóð kyrr um stund, horfði hvössum sjónum
inn eftir Djúpinu, honum fannst angan ilmgrasa leggja
að vitum sér, þennan ilm þekkti hann vel, hann var að
heiman.
Lambi skokkaði niður í fjöruna innanvert við Arn-
arnesið, þefaði af þanggrónum steini, gekk óhikað út í
sjóinn, frýsaði hátt, lyfti höfði, teygði fram snoppuna,
lét grön fylgja yfirborði vatnsins og hóf sundið mikla,
heim á leið.
Það var sem oftar að í júlí 1926 fór póstbáturinn
„Bragi“ í áætlunarferð í Djúpið, og fór venjulega
leið, fyrir Arnarnes, og tók stefnu á Vigur, sem var
fyrsti viðkomustaður; að skipverjar tóku eftir undar-
legri skepnu í sjónum en ekki gátu þeir greint í fyrstu,
hvaða furðudýr þar var á ferð.
Þegar báturinn nálgaðist þessa skepnu, sáu menn að
hér var hestur á sundi og þekktu, að þar fór Lambi
Jóns Eðvalds. Var nú skipsbáturinn settur út með tveim
mönnum, og reru þeir að Lamba. En þá herti hann
sundið sem mest hann mátti, en svo fór þó að mönn-
unum veitti betur, en um leið og annar maðurinn greip
í faxið á Lamba lagðist hann á hliðina og flaut hreyf-
ingarlaus, og þannig hefur hann vafalaust hvílt sig oft
á hinu langa sundi. Nú var böndum komið undir Lamba
og honum lyft upp í póstbátinn, sem sneri við með
hann til ísafjarðar. Tafði þetta bátinn um þrjár klukku-
stundir, en um það fékkst enginn, en allir rómuðu
Lamba, og afrek hans var á hvers manns vörum.
Heima er bezt 11