Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 17
J. P. KOCH:
Mælaur
ÖRÆFA-
JÖKULL
Framhald.
Allt í einu nam Grani snögglega staðar og leit aftur
með sér, rétt eins og hann vildi spyrja, hvort mér væri
það í raun og veru alvara að ráðast út í fangbrögðin
við ólgandi straumiðuna, sem æddi framhjá okkur á
flugaferð. Ég svaraði með því að vingsa svipunni lítils'
háttar, og Grani hélt ótrauður áfram. Allt í einu snar-
dýpkaði, svo að hesturinn hnaut við, þegar fótfestan
brást að framan. Straumurinn þreif hann, kastaði hon-
um til og færði hann sem snöggvast í kaf. Ég missti
jafnvægið eins og við var að búast, því að í fánýtri von
um að komast þurr yfir ána, hafði ég losað fæturna úr
ístöðunum og kreppt þá upp að hálsi hestsins. Ef til
vill hef ég beinlínis flotið upp, að minnsta kosti losnaði
ég við hestinn, en sennilega hef ég ósjálfrátt fálmað
fyrir mér um leið, og náð taki á hnakknum að framan,
að því er ég heid. En það eitt er víst, að ég komst aft-
ur upp í hnakkinn án þess að vita með hvaða móti það
var, og þar sat ég nokkrum augnablikum síðar. Vatnið
svall um brjóst mér, en Grani var kominn úr kafinu og
synti knálega með 'höfuðið eitt upp úr, en hrakti þó
undan straumþunganum. Hann náði niðri eftir 50 metra
langt sund, en hafði þá hrakið um mílufjórðung niður
eftir ánni. Var þá komið að vesturbakka árinnar. Ég var
Grana þakldátur, því að honum átti ég fjör að launa,
því að naumast hefði farið vel, ef ég hefði átt að þreyta
sund undir þessum kringumstæðum eins og ég einnig
var klæddur, í regnkápu, olíubuxum og þungum vað-
stígvélum.
Augljóst var, að þeir Kristinn og Runólfur gátu ekki
farið þarna yfir með klyfjahestana. Ég hélt því áfram
að leita að vaði, og fann það loks um hálfri mílu ofar.
Þetta nýja vað hélzt allt sumarið, en hið gamla var þá
ófært með öllu.
Mælingunum á söndunum var lokið 9. maí, og flutt-
um við þá allan farangur okkar til bæja. Að vísu voru
enn smáblettir ómældir, en þangað var létt að komast,
hvenær sem gæfi. Það mátti ekki tæpara standa, að mæl-
ingunni á söndunum lyki, því að 11. maí gekk enn í
illviðri með rigningu og slyddu, og hélzt það til 7.
júní. Illviðri þessi töfðu þó ekki mælingarnar að ráði.
Var það hvorttveggja að mælingamennirnir höfðu nóg
að gera við að hreinteikna kortin af söndunum, og svo
notuðu þeir hverja góðviðrisstund til mælinga uppi í
byggðinni.
Hins vegar gerði veðrið mér mikinn óleik. Það hafði
verið ætlun mín að þríhyrningamæla nokkra tinda inni
á jöklinum, áður en aðaljöklamælingin hæfist, til þess
að flýta fyrir henni, en úr þessu áformi varð lítið. En
hinar sífelldu, erfiðu fjallgöngur á þessum árstíma,
þjálfuðu hins vegar vöðva mína og taugar, sem kom
mér að góðu haldi þegar sleðaferðinar tóku við.
Hinn 12. júní fjölgaði leiðangursmönnum. Þá kom
Buchwaldt premierlautinant ásamt mælingamönnunum
A. Andersen og C. Jensen og 11 dátum. Ég fól nú
Buchwaldt umsjá með mælingunum á láglendinu og
byggðafjöllunum, til þess að geta gefið mig allan við
því verkefni, sem mér var sérstaklega á hendur falið,
mælingunni á Öræfajökli.
V.
Hinn 16. júní fórum við Buchwaldt í könnunarleið-
angur, til þess að finna hestfæra leið upp að Öræfa-
jökli. Leiðsögumenn okkar voru Jón Sigurðsson og
Þorsteinn Guðmundsson, bóndi í Skaftafelli. Fyrst fór-
um við upp Skaftafellsheiðar, en þar hafði Þorsteinn
haldið að fært kynni að vera upp á jökulinn. En er til
kom reyndist leiðin svo torfær, bæði fjallið sjálft og
jökullinn, að við gáfum hana upp með öllu. Að vísu
var hún fær gangandi manni en alófær með hesta. Næst
reyndum við að komast upp Morsárjökul, en það fór
á sömu leið, hann var ófær. Þá var Skeiðarárjökull eina
hugsanlega leiðin, og hann reyndist fær. Jökulsprung-
urnar voru fullar af snjó, sem var hestheldur í nætur-
frostinu. Eftir þriggja stunda hraða ferð yfir jökulinn
náðum við upp að Færinestindum. Þá var kl. hálfþrjú
aðfaranótt 17. júní. Þar uppi var samfelldur snjór og
gott sleðafæri. Hér snerum við til byggða, ánægðir með
árangur ferðarinnar. Að vísu var leiðin upp Skeiðarár-
jökul krókur, sem taka mundi þrjá daga, en það gerði
ekki svo mikið til, ef það einungis væri fært með hesta.
Þar að auki var það ósk landmælingadeildar herfor-
ingjaráðsins, að þegar ég hefði Iokið við að mæla Öræfa-
jökul, skyldi ég ef tími væri til mæla suðurhlutann af
Vatnajökli norður af honum og Skaftafellsfjöllum. Og
með það fyrir augum var beinlínis heppilegt að leggja
leið sína upp jökulinn norður af Skaftafellsfjöllum og
koma þar um leið upp birgðastöð fyrir Vatnajökuls-
mælinguna.
Meðan á mælingu Öræfajökuls stæði, var mér það
höfuðnauðsyn að fá til fylgdar íslending, sem kunnug-
ur væri í fjöllunum umhverfis jökulinn. Við myndum
oft þurfa að fara heilar eða hálfar dagleiðir frá tjald-
stað. Og ef þá skylli á einn þessara snöggu hríðarbylja,
Heima er bezt 13