Heima er bezt - 01.01.1962, Page 20
MAGNÚS GUNNLAUGSSON:
Kynleg villa
að mun flestum farið svo, er verða fyrir því að
villast, að þeir gera sér oft ekki grein fyrir því,
hvort farið er undan brekku eða upp. Sömu-
leiðis ekki hvort ár eða lækir renna. Sýnist þá
jafnan mörgum, að allt snúi öfugt við það, sem í raun
og veru er.
Villa er mjög oft eðlileg, einkum í dimmu hríðar-
veðri að vetrinum, þegar allt er hulið snjó, og hvergi
sér á kennileiti til leiðbeiningar vegfarandanum.
En þegar engu slíku er til að dreifa, veður og færi
ákjósanlegt, ferðamaðurinn ungur og hraustur en vill-
ist samt svo, að til vandræða horfir og jafnvel liggur
nærri slysi, þá er von að menn undrist og sú spurning
vakni, hvort þetta og annað eins geti verið einleikið.
Hér verður sagt frá einni slíkri villu, er henti unga
stúlku í Svarfaðardal um miðja síðustu öld. Frá þessu
sagði hún mér sjálf á efri árum sínum, auk þess hef ég
heyrt marga eldri menn úr Svarfaðardal minnast þessa
atburðar, ber þar öllum saman um það, er máli skiptir
í þessu sambandi, og hefst nú þátturinn:
Það mun hafa verið á Gamlársdag 1852, að allmargt
fólk fór til Vallakirkju. Meðal kirkjugesta var Aðal-
björg Jónsdóttir, er þá mun hafa átt heima á Hreiðars-
stöðum. Hún var þá um tvítugs aldur, skarpgerð, táp-
mikil og hugrökk. Komu að minnsta kosti tveir þessir
síðast töldu eiginleikar hennar í góðar þarfir í þessari
minnisstæðu kirkjuferð. Veður og færi var gott, all-
mikil svellalög um láglendi, Svarfaðardalsá hafði og
rutt sig á köflum í nýiega afstaðinni hláku, og mynd-
uðust við það jakastíflur hér og þar, er revndust
ógreiðar yfirferðar, einkum er skyggja tók.
Nú er að segja frá Aðalbjörgu. Að lokinni guðsþjón-
ustu hélt hún af stað suður með bæjum og hugðist gista
á Hofsá, sem er næsti bær sunnan við Hof. Varð hún
fyrst í stað samferða fólki af næstu bæjum, Brautarhóli
og Gröf. Eftir að hún skildi við Grafarfólkið stefndi
hún, sem leið liggur á Hof, en þangað er um 10 mín-
útna gangur frá Gröf. Rétt er að taka fram, að þótt
veður væri stillt og gott var all skuggsýnt til jarðar,
eða blindað eins og við köllum það stundum. Eftir
dálitla stund — sem nægja mundi til þess, að hún mundi
vera komin að Hofi — verður hún þess vör sér til
mikillar undrunar, að hún er farin að stilda á jaka-
hröngli, og samtímis heyrir hún árnið undir fótum sér.
Snýr hún þá brátt við til sama lands aftur og hyggst
nú taka Hof í næstu lotu. Eftir stutta stund verður hún
þess vör, að hún er komin á sama staðinn aftur. Þetta
gerist þrisvar í röð, að hún kemur alltaf á sama jaka-
hrönglið. Undrast hún mjög yfir þessu, en lætur það
þó ekki að öðru leyti á sig fá. Sezt hún nú á einn jak-
ann og reynir að átta sig. Gerir þá dálítið snjóél, sem
þó stendur aðeins stutta stund, þannig, að aftur verður
jafngott veður og áður var, en þetta litla föl verður til
þess, að gera mögulegt að rannsaka slóð Aðalbjargar,
og verður komið að því síðar.
Eftir að snjóélið er liðið hjá, stendur hún upp og
heldur af stað í áttina heim að Hofi, að því er hún
hyggur. Kemur hún þangað um háttatíma um kvöldið.
Mun hún hafa farið einhverja króka á leiðinni, þó aldrei
vissi hún hvað mikið eða hvert.
Segir hún sínar farir ekki sléttar, en lætur þó engan
bilbug á sér finna og vill halda að Hofsá, svo sem hún
hafði ráð fyrir gert. Er henni boðin fylgd, en hún
telur ekki þörf þess, þar sem veðrið er gott og þetta
örstutt bæjarleið. Kveður hún nú Hofsfólkið, og legg-
ur leið sína suður og upp frá bænum, á hina svo köll-
uðu vetrarleið, sem mun hafa legið allmiklu ofar en
þjóðvegurinn er nú. Stefnir hún nú suður yfir Hofs-
ána, sem þarna rennur eftir lægð nokkurri, eða grunnu
gili, en frá ánni er aðeins um 3—4 mínútna gangur heim
að Hofsá. En þegar hún kemur suður í gilið, grípur
hana enn hin sama villa og áður um kvöldið. Samt
heldur hún örugg áfram og telur líklegt, að hún muni
bráðlega átta sig.
Eigi hafði hún mjög lengi gengið, að henni fannst,
er hún varð þess vör, að hún er enn farin að stikla á
jakahröngli, og hún heyrir til árinnar undir fótum sér.
Þyldst hún vita að hún sé enn komin á sama staðinn,
sem hún villtist á fyrr um kvöldið, og áður er á minnzt.
Finnst henni, sem þetta geti ekki verið einleikið, og
verður mjög undrandi yfir þessu einkennilega ástandi
sínu. Þó verður hún ekkert hrædd. Snýr hún nú enn
frá ánni með þá ósk og von í huga, að þetta óhugn-
anlega ævintýr muni senn á enda. Heldur hún nú, að
því er hún hyggur, beinustu leið heim að Hofsá.
Eigi getur hún gert sér grein fyrir því, hversu lengi
hún hefur gengið, án þess að finna nokkurn bæ, þegar
hún allt í einu kemur auga á ljós, að hún heldur í vest-
urátt. Gizkar hún á, með sjálfri sér, að það muni vera
á Bakka, og telur því ekki ólíklegt, að hún muni vera
komin inn á svokallaða Bakkabakka. Þó finnst henni,
að gangan hljóti að vera orðin all mikið lengri, en svo
að svari til þeirrar vegalengdar. Beinist nú allur hugur
16 Heima er bezt