Heima er bezt - 01.01.1962, Side 21
hennar að því, að missa ekki sjónar á ljósinu, og jafn-
framt herðir hún gönguna, sem mest hún má, þótt
þreyta sé töluvert farin að gera vart við sig.
Eftir nokkra stund tekur hún eftir því, að ljósið er
á hreyfingu og skömmu síðar mætir hún tveimur mönn-
um og heldur annar á Ijósbera. Eru þetta Elofsármenn
að fara í húsin á Nýjársdagsmorgun. Eins og nærri má
geta, verða þeir eigi lítið undrandi, er þeir sjá konu
koma á móti sér svo snemma dags, og það því meir,
sem þeim virðist hún koma ofan úr fjalli. Kemur þeim
fyrst í hug, að þetta muni huldukona vera, en brátt
verða þeir þess vísari, að svo er ekki, enda bera þeir
fljótt kennsl á Aðalbjörgu, er hún hafði heilsað þeim.
„Þú ert snemma á ferli, Aðalbjörg,“ segir annar
þeirra og er undrun í málrómnum, „eða hvaðan ber
þig að? Okkur sýndist þú korna hér ofan að, þú kem-
ur þó vænti ég ekki ofan úr fjalli?“
„Ógjörla veit ég það hvaðan ég kem,“ svarar Aðal-
björg. „Þið getið athugað slóðina mína, ef þið viljið
leggja það á ykkur. Mörg spor hef ég gengið í nótt, en
ekki rnun hún alls staðar bein slóðin mín.“
„Þú átt þó ekki við að þú hafir verið á ferð í alla
nótt?“ spyr annar þeirra.
„Jú, víst hef ég verið það og þó ekki af ráðnum
huga,“ svarar Aðalbjörg, „ég hef sem sé verið að vill-
ast í alla nótt, og er mér slíkt með öllu óskiljanlegt í
svona góðu veðri.“
„Þér mun þá líklega ekki vanþörf að fara að hvíla
þig,“ segja þeir báðir einum rómi. Snýr þá annar þeirra
heim með henni og til baðstofu, þar sem hún er strax
drifin ofan í rúm, enda mun henni ekki hafa veitt af
hvíld, eftir hið sérkennilega næturævintýri.
Svo, sem að líkum lætur, vakti þessi einkennilega
villa allmikið umtal um þessar mundir og jafnvel síðar.
Var ýmsum getum að því leitt, hvað valdið hefði, þar
sem ekki var veðri um að kenna. Kom sumum helzt í
hug, einkum þeim, sem trúðu á dulræn fyrirbrigði, að
maður nokkur, Elalldór að nafni, sem drukknað hafði
þá um veturinn, einmitt í þeim hyl, sem Aðalbjörg
villtist svo oft út á, sem fyrr segir, mundi hafa verið
valdur að þessari kynlegu villu. Þessi trú manna styrkt-
ist og við það, er Aðalbjörgu dreymdi að Elalldór
kom til hennar og sagði eitthvað á þessa leið: „Þú
vildir ekki koma til mín.“ Rétt er að geta þess, að þrátt
fyrir þennan draum Aðalbjargar var ekkert samband
milli þeirra meðan Halldór lifði, en nokkuð mun hún
ásamt fleiri unglingum hafa gert af því að herma eftir
honum, enda var Halldór þessi sagður einkennilegur
nokkuð og öðruvísi en fólk er flest.
Nokkuð mun hafa verið reynt að komast fyrir það,
hvert leið hennar hefur legið þessa nótt. Það mun þó
aldrei hafa tekizt með neinni vissu, enda of lítið föl á
jörðu, til þess að hægt væri að halda sér stöðugt við
hina krókóttu slóð hennar. Þó munu menn hafa rakið
slóð hennar út fyrir ofan Velli, en þar tapað henni.
Sömuleiðis var rakin slóð nokkuð fram á Hofsárdal,
og var talið víst, að það væri slóð Aðalbjargar, enda
reyndist hún fyrir ofan Hofsá, er hún sá Ijósið, sem
fyrr segir.
Enginn veit með neinni vissu, hversu langt Aðal-
björg hefur gengið þessa nótt. Hitt vita allir, sem
þekktu hana, bæði þá og síðar, að svb mikið þrek og
þor átti hún í fórum sínum, allt fram á efstu ár ævi
sinnar, að fullyrða má, að það hefur verið orðin löng
leið, sem hún gekk þessa nótt, hefði hún alltaf farið
beint.
Ámi G. Eylands:
f'
Einn var hengdur, annar var skotinn,
óspart mig sækja þankabrotin:
hvers skal njóta, hvers er að gjalda,
hver er framsókn liðinna alda?
Enn þá brotalaust menn eru myrtir
og menn sem því ráða af þjóðum virtir (?),
þeir eiga að skipa mönnum og málum
og marka bása lifandi sálum.
Blóðið storknar á böðlanna höndum,
böðla, sem ráða þjóðum og löndum,
á meðan tala þeir flest um friðinn,
fögru þeir lofa og brjóta griðin.
Frelsi þeir boða með fjálgum orðum,
en fyrst þarf að ljúka nokkrum morðum
og skipuleggja svo skynjun manna
að skilji þeir forsjá valdhafanna.
Einn verður hengdur, annar mun skotinn,
íslenzku þorpin og heiðakotin
njóta sem aðrir fjarlægra fregna,
fólkið sem býr þar á hlutverki að gegna.
Verður þess framtíð að verða’ að hlýða,
verða þess kjör að læra að skríða?
Reynir það ef til vill upprétt að standa
enn þá og neita geðs og handa?
Of lítið virðist áfram miða,
enn gætir víða blendinna siða,
enn þá er veröldin öll í sárum
eins og hún var fyrir þúsund árum.
Eigum vér land vort einir, sjálfir,
eru ekki margir í ráðum hálfir,
flytja’ ekki sumir boðskap böðla
bjóða hér varir, naust og stöðla?
Kostirnir bjóðast, vort er að velja,
viljum vér aðeins kaupa og selja,
ellegar viljum vér áþján neita,
íslenzkir menn og drengir heita?
28. júní 1958.
Heima er bezt 17