Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 22
Menn, sem ég man
III. HANNES HAFSTEIN.
að var á sólbjörtum, kyrrum vordegi, vorið
1914, að ég var á gangi niður Bankastræti. Rétt
á móts við Bernhöfts-bakarí stóðu tveir menn
á tali. Báðir voru mennirnir föngulegir að vall-
arsýn og óvenjulega vel klæddir. I [>ví, er ég gekk fram
hjá þeim, vatt annar maðurinn sér snögglega til hliðar,
og sá ég þá bæði bak hans, hnakka og vangasvip. Eg
var þá unglingur um tvítugt, en þessum kempulega
manni hef ég aldrei síðan gleymt. Maðurinn var ber-
sýnilega nokkuð við aldur, en yfir svip hans og hreyf-
ingum var bæði fegurð og tíguleiki, sem ekki er hægt
að lýsa.
Með mér var kunnur Reykvíkingur, sem vafalaust
þekkti þá flesta fyrirmenn bæjarins, og spurði ég hann
í tómi, hver þessi fyrirmannlegi maður væri. Hann var
fljótur til svars og sagði: „Þekkirðu ekki Hannes Haf-
stein, ráðherra?“ Þessi föngulegi, glæsilegi maður, var
þá Hannes Hafstein skáld og ráðherra. — Eg hafði nóg
að hugsa næstu mínúturnar. Þetta var þá Hannes Haf-
stein, ráðherra, sem þessi árin var umdeildasti maður
Islands, þótt allir viðurkenndu hann sem glæsimenni og
skáld. Hannes Hafstein sá ég aðeins í þetta eina skipti.
Fjórum árurn síðar lét hann af störfum sökum heilsu-
brests, en lézt hinn 13. desember 1922, aðeins sextíu
og eins árs.
Hinn 4. desember síðastliðinn, var minnzt 100 ára af-
mælisdags Hannesar Hafsteins og um sama leyti kom
út ævisaga hans, skráð af Kristjáni Albertssyni.
Eg ætla ekki í þessum stutta þætti, að rekja hin stór-
rnerku störf hans fyrir land og þjóð, eða rökræða
skáldskap hans, heldur ætla ég að segja frá ýmsu, sem
ég man og hef heyrt sagt frá um þennan glæsilega
Islending, þegar ég var ungur, því að fjölmarga sam-
tíðarmenn hans hef ég þekkt, og allir áttu þeir ógleym-
anlegar minningar um Hannes Hafstein.
Þegar Hannes Hafstein dó, árið 1922, átti ég heirna
í Stykkishólmi. Þá hafði ég kynnzt aldurhnignum
bónda af Fellsströnd, Gunnari Þórðarsyni í Skoruvík.
Gunnar var merkur maður, gáfaður, skáldhneigður og
minnugur. Þegar Hannes Hafstein lézt, var mikið um
hann rætt í öllum blöðum landsins, sem þá komu út,
en þá var ekki um útvarp að ræða.
Eitt sinn, skömmu eftir lát Hannesar Hafstein, kom
Gunnar til mín og sat hjá mér eina kvöldstund. Rædd-
urn við þá margt urn hið nýlátna glæsimenni. Var
Gunnari það minnisstætt, eins og mér, er hann sá
Hannes Hafstein í fyrsta skipti. — En tildrögin að
þeirra fyrstu samfundum voru þessi:
Hannes Hafstein lauk lögfræðiprófi í Kaupmanna-
höfn árið 1886 og sama ár var hann settur sýslumaður
í Dalasýslu, hinn 23. ágúst. — Gunnar í Skoruvík var
þá ungur bóndi, tæplega þrítugur, en var þá þegar tal-
inn í betri bænda röð. Sýslumaðurinn ungi kom með
skipi í Stykkishólm, og held ég að hann hafi átt að
sitja á Staðarfelli. Fór Gunnar í Skoruvík, ásamt fleiri
bændum af Fellsströnd, út í Stykkishólm á opnum báti
að sækja yfirvaldið. Það sagði Gunnar að aldrei gæti
hann gleymt þessari ferð, og slíkt glæsimenni, sem
þennan unga sýslumnan, hefði hann þá aldrei augum
litið. Hannes Hafstein var þá aðeins 25 ára, og þá þeg-