Heima er bezt - 01.01.1962, Side 24
hringina og sýslumaður náði í kaðalinn og gat bundið
honum um sig, en um leið missti hann meðvitund, —
svo þjakaður var hann orðinn, — en mennirnir þrír
voru þá drukknaðir. Það tókst að bjarga sýslumanni
og mönnunum tveim, sem náðu í bjarghringana, en
talið var, að hægt hefði verið að bjarga öilum mönn-
unum, ef togaramenn hefðu reynt björgun strax og
bátnum hvolfdi.
Þetta ódæði skipverja á togaranum mæltist illa fyrir
um Iand allt, en jafnframt dáðust menn að hugdirfð
og þreki sýslumanns og litið var á hann sem þjóð-
hetju íslendinga í þessu landhelgismáli.
Eins og allir vita, varð Hannes Hafstein fyrsti ráð-
herra á Islandi, hinn 31. janúar 1904. Var hann svo
óslitið í þessu æðsta embætti íslands, sem þá var, þar
til að hann lét af embætti hinn 31. marz 1909. Hann
varð aftur ráðherra hinn 24. júlí 1912 og sat þá í ráð-
herrastóli til 21. júlí 1914. — Hér er ekki rúm til að
ræða störf Hannesar Hafstein sem ráðherra, en í hans
ráðherratíð var þó eins og nýtt líf færðist í hina fá-
tæku, íslenzku þjóð og í hans ráðherratíð voru sett
mörg og merkileg lög, sem mörkuðu glögg tímamót í
sögu lands og þjóðar. — Má þar nefna lög um sæsíma
til íslands og fræðslulögin, er sett voru 22. nóvember
1907.
Hvatningarljóðin, sem hann orti um aldamótin, sýna
skýrar en langar ræður eða ritgerðir, hver var hug-
sjón hans um framtíð lands og þjóðar. Margt af því,
sem Hannes Hafstein dreymdi um og sá í hugsjón og
lýsti með skáldlegri andagift, er nú að rætast og hefur
margt af því rætzt á síðustu áratugum.
í aldamótaljóðunum segir hann meðal annars þetta:
*
„Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Sé ég í anda knörr og vagna knúða
krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða,
stjómfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða.“
Og síðar í sama kvæði:
„Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig, sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: Að elska, byggja og treysta á landið.“
Á þeim árum, sem Hannes Hafstein fékkst mest við
stjórnmálin og gegndi ráðherraembætti, voru átök hörð
í íslenzkum stjórnmálum, og úrvalslið forystumanna í
báðum þeim flokkum, er harðast deildu. Átökin urðu
þó hörðust um utanríkismálin og afstöðuna til Dana.
Það var því ærið stormasamt í kringum fyrsta íslenzka
'ráðherrann, þótt hann
væri glæsimenni að ytra
útliti, gáfaður hug-
sjónamaður og ágætt
skáld.
Árið 1893 komu út í
fyrsta skipti ljóðmæli
eftir Hannes Hafstein,
en áður höfðu mörg
kvæði hans birzt í tíma-
ritinu Verðandi, sem
gefið var út í Kaup-
mannahöfn, og fleiri
tímaritum og vikublöð-
um. Um útkomu ljóð-
anna segir svo í blaði
frá þeim tímum:
„Komin eru út Ýmisleg ljóðmæli eftir Hannes Haf-
stein. Bóldn er 192 blaðsíður að stærð.
Hannes er fyrir löngu orðinn þjóðfrægur af skáld-
skap sínum, þótt enn sé hann ungur maður. Hann
varð það í einni svipan, tvítugur að aldri, þegar Verð-
andi kom út. Kvæði hans eru mörg áður prentuð, í
tímaritum og blöðum, en ekki hafa þau komið í bók
fyrr en nú.“
Þessi Ijóðmæli Hannesar Hafstein urðu afburða vin-
sæl. — Ættjarðarkvæðin og gamankvæðin lærði fólkið
utanbókar, sérstaklega unga fólkið. í kvæðunum var
nýr tónn, nýr blær æsku og hreysti. Karlmennska,
bjartsýni og ást var undirtónn kvæðanna. Eldri skáld-
in, eins og t. d. Matthías Jochumsson, fögnuðu þessu
unga, upprennandi skádi, og þeir Hannes og Matthías
urðu alda-vinir, þótt aldursmunur þeirra væri 26 ár.
Ekki var þó laust við að sumu aldraða fólkinu þætti
nokkurt nýja-bragð að kvæðunum, og taldi, að í þeim
kenndi léttúðar og bersögli, en unga fólkið unni þess-
um kvæðum og vafalaust var Hannes Hafstein það
skáld þeirra tíma, sem komst næst Jónasi Hallgríms-
syni að vinsældum, en altítt var það, á þeim árum, að
ungar, gáfaðar stúlkur hefðu þessar kvæðabækur undir
koddanum og læsu ljóðin og lærðu kvölds og morgna,
en eftir aldamótin náðu Ijóð Þorsteins Erlingssonar
álíka vinsældum.
Af því að sumir lesendur þessa þáttar standa í próf-
um og þekkja vel prófraunir, þá set ég hér lítið kvæði,
sem skáldið nefnir:
FYRIR PRÓF.
Á litlum lærdóms-hesti
ég legg í prófsins hyl.
Þótt allt mig annað bresti,
ég eitt á samt: ég vil.
Þótt lítt sé lærdómsnesti
í léttum vizkumal,
Hannes Hafstein ungur.
20 Heima er bezt