Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 26
Ef ég lifað fæ lengur en Tóta, er hún leggur á eilífðar braut, skal ég dansa og daganna njóta elda dýrindis rúsínugraut. En mig hryllir ef hittumst við aftur, er ég héðan af jörðinni fer, nema einhver mér ókunnur kraftur komi óðar og liðsinni mér. Nokkrar stúlkur hafa beðið um lítið Ijóð, sem heitir Anna. — Höfundur ljóðsins er Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, en það er þýtt eða stælt úr frönsku. Ljóðið er ekki nýtt, en höfundur ljóðsins mun hafa sungið það í útvarp á stúdentahátíð í fyrra vetur og þá varð það vinsælt á ný. Anna litla létt á fæti, eins og gengur, eins og gengur. Anna litla létt á fæti, lagði’ af stað í berjamó. Fjórir ungir sætir sveinar, eins og gengur, eins og gengur. Fjórir ungir sætir sveinar, sátu þar á grænni tó. Einn af þeim var ósköp feiminn, eins og gengur, eins og gengur. Einn af þeim var ósköp feiminn. Önnu litlu kyssti þó. Annar talsvert áræðnari, eins og gengur, eins og gengur. Annar talsvert áræðnari, af Önnu skýlu og svuntu dró. Sá þriðji enn meiri hugdirfð hafði, eins og gengur, eins og gengur. Sá þriðji enn meiri hugdirfð hafði, um hana í grænni lautu bjó. Eitthvað fékk sá fjórði að gera, eins og gengur, eins og gengur. Eitthvað fékk sá fjórði að gera, nú finnst mér vera kveðið nóg. Því hvað hann gerði ef vissir væna, eins og gengur, eins og gengur. Því hvað hann gerði ef vissir væna, þú vildir strax í berjamó. Og hér birtast þá að lokum Stjánavtsur, eru þær einkum ætlaðar yngri lesendum til athugunar og við- vörunar í umferðinni. Höfundur þeirra er Stefán Jóns- son, rithöfundur og kennari, en lagið er eftir Ingibjörgu Þorbergs, sem lengi sá um sjómannaþáttinn í útvarp- inu við miklar vinsældir. Það var eitt sinn drengur, sá drengur hét Stjáni, sá drengur hélt sig vera talsverðan mann. Það var eitt sinn drenghnokki, dálítill kjáni, sá drenghnokkakjáni, það var einmitt hann. Hann lét stundum illa og hafði oft hátt, en hann átti í reyndinni dálítið bágt. í skólanum kom hann sér oftast nær illa og undi þar því aðeins vel sínum hag, ef drengina í bekk sínum tókst honum trylla og tæla í áflog og blóðugan slag. Og þannig til ills var það allt, er hann vann og illa var krökkunum flestum við hann. En ýmislegt sumir þó af honum lærðu af óknyttum þeim, sem minna á skríl, í kjánaskap slíkum þeir alveg sig ærðu og eitt var til dæmis að hanga í bíl. Það gerði Stjáni, á því kunni ’ann lag. Það gerði hann næstum hvern einasta dag. Þetta endaði lokum mjög illa með Stjána, því að aftan úr bíl hann í götuna skall. Og hugrekkið sveik hann og hann fór að blána af hræðslu — það gat verið uggvænlegt fall — því annar bíll næstum því yfir hann rann, það var ofboðsleg skelfing, hve grenjaði hann. En bílstjórinn sá hann og beygði í hasti, svo bifreiðin þvert yfir götuna rann og beint upp að glugga á búð einni í kasti hún brunaði og samstundis mölvaði hann. En Stjáni sér flýtti á fætur á ný, og flissaði nú eins og glópur að því. Þá bílstjórinn dró hann í bílinn, þann kjána, og buxurnar nið’rum hann tafarlaust dró í reiði, og þarna hann rassskellti Stjána, sem rétt var og mátulegt fyrir hann þó. Og er út á götu hann bílstjórinn bar, með buxurnar nið’rum sig strákhnokkinn var. Og krakkarnir æptu og hlógu og hlógu og hópuðust til hans og viku ei fet, og í því að hræða ’ann þau af sér ei drógu, en aumingja strákurinn volaði og grét. En heyrt hefur enginn hann hafi á ný hangið í bíl og gortað af því. Fleiri Ijóð verða ekki birt að þessu sinni. Stefán Jónsson. BRÉFASKIPTI Guðrún Helga Jónsdóttir, Kolfreyju, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14 —16 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfinu. 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.