Heima er bezt - 01.01.1962, Page 28
andlitið niður í teppið og grét lágt og sárt eins og lítið
barn.
Karlsen klóraði sér bak við eyrað. — Hvern fjárann
gat hann sagt við stúlkuna, svo hún hætti að gráta, eða
hvað átti hann að gera fyrir hana?
Hann settist á rekkjustokkinn, strauk yfir úfið hár
hennai' og sagði:
„Heyrðu nú, vinkona, er lífið svona afskaplega sorg-
legt? Hvað er hægt að gera fyrir þig til að ráða bót
á því?“
En stúlkan svaraði engu, bara grét, en gráturinn fór
þó smádvínandi.
Karlsen stóð upp, náði í teppi í annarri efri rekkj-
unni, breiddi ofan á stúlkuna, tók af henni skóna og
ýtti fótum hennar inn undir teppið. Strauk henni síðan
hlýlega um herðarnar.
„Svona, nú skaltu sofna, ég skal sjá til að þú verðir
ekki ónáðuð fyrr en á hádegi, en þá þarft þú að borða.
Er það ekki ágætt?“
Ekkert svar, og Karlsen gekk hægt út úr klefanum.
Hann sneri sér við í dyrunum og leit vorkunnaraugum
á stúlkuna. Hún var svo lítil og einmanaleg, að hann
dauðkenndi í brjóst um hana.
Það lá vel á skipstjóranum. Hann hafði gaman af að
tala, og Karlsen var góður áheyrandi að sögum hans.
Þær fóru þó flestar fyrir ofan garð og neðan hjá hon-
um, en skipstjórinn var ánægður, héldi hann aðeins að
Karlsen hlustaði.
„Veizt þú um nokkra stúlku, sem vildi ráða sig í
góða vist?“ spurði skipstjóri.
Karlsen hugsaði sig um. Nei, ekki mundi hann nú
eftir neinni í svipinn.
„Hvern vantar vinnukonu?“ spurði hann.
„Kaupmannsfrúna,“ svaraði sldpstjóri. „Stelpan sem
var hjá þeim, stökk í burtu öllum að óvörum. Frúin
var alveg í öngum sínum í morgun. Þetta var samt
víst hálfgert trippi, skildist mér.“
„Veiztu ekki, hvers vegna hún fór?“ spurði Karlsen.
„Jú, frúin var að tala um, að líklega þyrfti hún að
hverfa um tíma, hún væri hálf laus á kostunum. Hún
gaf í skyn, að líklega vissi einhver ungu mannanna í
þorpinu bezt um það, hvers vegna hún stykki svona í
burtu.“
„Líklega hefur hann svo ekkert viljað með hana
hafa, þegar hún þurfti mest á honum að halda,“ sagði
Karlsen kuldalega.
Skipstjórinn leit undrandi á hann.
„Ert þú nú að hallmæla kynbræðrum þínum?“
spurði hann.
„Mér finnst alltaf lítilmannlegt að kannast ekki við
verlt sín, hvort sem í hlut á karl eða kona,“ anzaði
Karlsen rólega. „Sástu stúlkuna?“ spurði hann svo.
„Nei, ekki gerði ég það nú,“ svaraði skipstjóri, „en
hún er hér um borð, svo að það ætti að vera hægt að
skoða gripinn.“
Karlsen beit á vörina, en sagði ekki neitt. Með sjálf-
um sér hugsaði hann. — Fjandinn hafi það, þú skalt
ekki svo mikið sem renna augunum á hana, bannsett-
ur kvennabósinn þinn. Hann þóttist vita, að stúlkan í
ldefa nr. 3 væri vinnukona kaupmannsfrúarinnar.
Eftir hádegi leit Karlsen inn í klefann. Stúlkan sneri
sér upp í horn og breiddi upp yfir höfuð, þegar hún
varð hans vör. Hann tók í teppið, en hún grúfði andlit-
ið niður í koddann.
„Má ég ekki láta koma með mat til þín, eða mjólk
og brauð?“ spurði Karlsen.
Stúlkan steinþagði, svo að auðséð var, að hann gæti
allt eins vel talað við sjálfan sig þess vegna. Stundar-
korn stóð hann kyrr, yppti síðan öxlum ráðalaus og
gekk út.
Það var sama sagan um kvöldið, þegar hann kom að
vitja um hana. Hún sagði ekki orð og vildi auðsjáan-
lega ekkert við hann tala. Hann gafst því alveg upp
og hugsaði, að bezt væri að láta hana í friði. I raun og
veru kom honum stúlkan ekkert við. Hann gat þó ekki
að sér gert að hugsa um hana, þegar hann var lagstur
upp í bekkinn í klefa sínum. Grátandi andlit hennar
leið honum fyrir sjónir aftur og aftur. „Vesalingurinn
litli,“ hugsaði hann með sér. „Það er eflaust ekki gam-
an að lenda í svona löguðum vandræðum.“
Nú var barið að dyrum, og hjálparkokkurinn stakk
höfðinu inn fyrir dyrastafinn. Þegar hann sá, að Karl-
sen var einn, kom hann allur inn í klefann, settist á
stólinn, dró upp tóbakspoka, en hann var þá tómur,
svo hann bað Karlsen að gefa sér í pípu.
„Hvað er þér á höndum?“ spurði Karlsen og rétti
honum tóbak.
Ponni tróð hægt og gætilega í pípuna, kveikti síðan
í henni með mesta spekingssvip, dró sér síðan vænan
reykjarteyg og blés frá sér upp í loftið, áður en hann
svaraði.
„Ja, hvað ég vil? Jú annars, finnst þér hún ekki
skrítin, gæjan, sem kom um borð á Lágeyri?“
„Hvernig skrítin?“ anzaði Karlsen.
„Finnst þér ekki skrítið að koma grenjandi um borð
eins og krakki?"
„Ekki man ég nú betur, Ponni minn, en þú vatnaðir
músum fyrsta kvöldið, sem þú varst hér um borð, og
ázt ekki í marga daga né svafst fyrir eymd og volæði,“
sagði Karlsen og ldmdi.
Ponni ók sér órólega á stólnum. „Það er nú allt ann-
að,“ sagði hann og vildi auðsjáanlega ekki tala meir
um fyrstu sjóferðina sína. „En svo er stelpan á vakki
uppi núna, ég sá hana þegar ég skrapp upp áðan. Hún
skauzt í felur eins og rotta. Líklega hefur hún verið
smeyk við mig.“ — Strákurinn gretti sig í framan og
hló.
„Ekki furðar mig það,“ svaraði Karlsen og brosti.
Þessi geysilangi og horaði strákur með ofvöxt í öllum
skönkum var sannarlega ekkert augnayndi, allra sízt
þegar hann var á hreyfingu, því þá hlykkjaðist hann
áfram líkt og ánamaðkur, en gekk ekki eins og aðrir
menn, enda heyrðist sjaldan til hans, þegar hann gekk.
Var hann af þeim sökum illa liðinn hjá flestum skips-
24 Heima er bezt