Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 29

Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 29
félögum sínum, sem elcki þoldu háðsglottið, sem sjald- an hvarf af löngu apasmetti hans, og svo virtist hann hafa eitthvert aukaskilningarvit, sem vísaði honum veg- inn, væri einhvers staðar alls ekki óskað nærveru hans. Hásetarnir sögðu að hann væri kokknum þarfur við fleira en matseldina, því hann kjaftaði öllu í hann og væri á sífelldum veiðum eftir slúðursögum og fengi þá aukabita að launum úr búrinu. „Gogg Garp“ kölluðu þeir hann og voru oft búnir að ráðleggja honum að stinga goggnum ekki of langt inn fyrir dyrastafinn hjá þeim, það gæti farið illa fyrir honum. Karlsen stóð upp og klæddi sig í jakkann. „Hypjaðu þig í bólið, strákur!“ sagði hann byrstur og ýtti Ponna út á undan sér. Aftast á skipinu stóð stúlkan og horfði niður í straumröstina aftur undan skipinu. Þau voru á leið út langan og mjóan fjörð. Snarbrött fjöllin beggja megin risu eins og tröllahendur með ótal fingrum upp móti glottandi tunglinu, sem óð í skýjum. A stöku stað sáust Ijóstýrur í landi eins og lítil augu. Innst í firðinum var dálítið kauptún, en nú var það horfið fyrir nesodda. Þaðan var skipið að koma. Það var stinnings-gola og mikið frost. Hér inni á firðinum var fremur sléttur sjór, en úfnaði eftir því sem utar dró. Mátti því búast við talsverðum velting, meðan siglt væri fyrir nesið. Karlsen gekk til stúlkunnar, án þess hún yrði þess vör og lagði hönd sína yfir hennar, sem hvíldi á borð- stokknum. Stúlkan hrökk við og reyndi að draga að sér höndina, en Karlsen hélt fast. Henni var ískalt. „Ivomdu nú inn í hlýjuna,“ sagði hann rólegri röddu, „þú verður bara innkulsa af að standa hér í þessum næðingi.“ Hann gekk af stað, en stúlkan hélt sér fast í borð- stokkinn með þeirri hendinni sem laus var. „Ég sé ekld fram á annað, en að ég verði að bera þig, ef þú lætur svona, viltu það?“ Ekkert svar. „Ertu mállaus, eða hvað?“ spurði hann. Hún beit bara á jaxlinn og hélt sér sem fastast, en svaraði engu. Karlsen vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Ekki gat hann látið stúlkuna krókna úr kulda þarna, fyrir augunum á sér. Hann gekk fram og aftur til að halda á sér hita, en gaf stúlkunni auga í laumi. Hún stóð bara grafkyrr í sömu sporum og horfði eins og dáleidd niður í sjóinn. Hana var farið að svima. Sjórinn virtist þjóta afturundan skipinu með ofsahraða, eins og belj- andi fljót. Hún ríghélt sér til að sogast ekki niður í iðuna, sem henni fannst að myndi óhjákvæmilega gleypa sig fyrr eða síðar. Hún hallaðist æ lengra og lengra áfram yfir borðstokk skipsins. „Ertu bandvitlaus, stelpa,“ sagði Karlsen og greip í hana. „Ætlarðu að láta röstina dáleiða þig, þangað til þú dettur fyrir borð?“ Stúlkan horfði á hann án þess að taka eftir, hvað hann sagði. Það ólgaði allt og freyddi fyrir augum hennar. Karlsen leiddi hana inn í klefann aftur, án þess að hún reyndi að veita nokkra mótspyrnu, þangað til hurð- in skall í lás. Þá var eins og hún vaknaði af dvala. Hún tók snöggt viðbragð og ætlaði að þjóta út, en Karlsen stóð og hallaði sér upp að hurðinni, svo að útgöngu- leiðin var lokuð. Hún reyndi að koma honum frá hurð- inni, en hann stóð eins og jarðfast bjarg og hreyfðist ekki, heldur stakk höndunum í vasana og horfði ró- lega á hana. Stúlkan rauk á hann og barði með krepptum hnef- unum. „Hættu þessu, litla villidýrið þitt, fáðu þér heldur sæti,“ sagði Karlsen og ýtti henni niður á stól, en stúlkan spratt strax á fætur aftur. Hún horfði haturs- augum á hann, en Karlsen horfði rólegur á móti, en vissi svo ekki fyrr til en hann fékk rokna löðrung. „Nei, þetta læt ég þig ekki komast upp með,“ sagði hann, greip hana og lagði hana upp í efri rekkjuna. Hann var samt ekki búinn að snúa sér við, þegar hún var aftur komin ofan á gólf. „Slepptu mér út,“ tautaði stúlkan milli samanbitinna tannanna, „eða ég skal kalla á hjálp svo hátt, að allir á skipinu heyri. Þú átt ekkert með að loka mig hér inni.“ „Öskraðu bara,“ anzaði Karlsen og stakk höndun- um í vasana. „Ég hef ekkert gert þér nema reynt að koma í veg fyrir, að þú gerðir sjálfri þér illt með því að standa úti í þessum frostkalda stormi, ekki betur klædd en mér sýnist þú vera.“ Stúlkan var farin að skjálfa. „Slepptu mér út,“ bað hún lágt, allur æsingur var horfinn. „Það væri það bezta sem fyrir mig gæti komið, ef ég frysi í hel.“ „Nei, vinkona litla, það hef ég eklti hugsað mér að láta eftir þér. Hvernig væri nú, að þú segðir mér held- ur, hvernig í málinu liggur. Hver veit nema ég sjái eitthvert gott ráð,“ sagði Karlsen í róandi málróm. Stúlkan horfði á hann og barðist við grátinn. „Það er ekkert að segja,“ kjökraði hún loks. „Ég vil bara ekki, að þú sért hér inni, ég vil vera ein.“ Karlsen lagði handlegginn utan um hana, lyfti höku hennar með vísifingri og horfði á tárin, sem hún réð ekki lengur við, en hrundu nú undan lokuðum augna- lokunum niður kaldar kinnarnar. Svo settist hann á stólinn með stúlkuna í fanginu, teygði sig eftir teppi í rekkjunni og vafði því utan um hana alveg upp í háls. „Svona, litla flón, skældu bara, það er ágætt þegar illa liggur á manni. Svo skulum við hugsa málið og vita, hvort það er ekki eitthvað sem gamall karl getur gert fyrir litla stúlku.“ Sltipið valt fram og aftur hægt og þyngslalega. Karl- sen lokaði augunum og sagði: „Þú ert ísköld, krakki. Blóðið í mér er að síga niður í núll gráður af að sitja með þig.“ Hann ýtti höfði hennar niður að öxl sér og fann brátt, að tár hennar gegnvættu skyrtuna hans. Langa stund sátu þau þannig. Stúlkan var hætt að gráta og lá grafkyrr með aftur augun. Veltingurinn hafði svo svæf- Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.