Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 31

Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 31
„Þetta er allt í lagi, nú er um að gera að liggja alveg máttlaus og láta sig velta með skipinu,“ sagði hann. En það dugði ekki. Eftir nokkrar mínútur var hún komin fram úr aftur altekin af sjóveikinni. Þetta end- urtók sig aftur og aftur. „Þetta er Ijóta greyið,“ sagði Karlsen. „Ég veit ekki um neitt ráð lengur til að láta þig hætta þessu, nema ef ég svæfi hjá þér?“ „Nei, nei!“ andmælti stúlkan og reyndi að bera sig vel. Nokkur tími leið, og stúlkan var hætt að reyna að komast fram úr. Karlsen var alveg undrandi, slíkri sjó- veiki hafði hann aldrei kynnzt. En svo flaug honum í hug, það sem skipstjórinn hafði sagt um ástand henn- ar. Það gat átt sinn þátt í því, hve veik hún var og hlaupt þá líka að geta verið hættulegt fyrir hana að engjast svona sundur og saman látlaust. Loks ýtti hann henni ofar, vafði teppinu vel utan um hana og brölti sjálfur upp í rekkjuna. „Jæja, telpa mín. Nú skulum við sjá til, hvort þú hættir ekki fljótlega.“ Stúlkan reyndi með báðum höndum að ýta honum frá sér, en rekkjan rúmaði þau og ekki meir, svo að hún varð að liggja þétt upp að honum, hvort sem henni líkaði það betur eða verr. Karlsen brá handleggnum undir höfuð hennar og reyndi að láta fara eins vel um þau og frekast var unnt við þessar aðstæður. „Liggðu nú alveg máttlaus og reyndu að hugsa um eitthvað skemmtilegt," sagði hann. Stúlkan lá fyrst stíf, en slakaði þó brátt á spenn- unni, og ylinn frá handlegg hans lagði um hana. Hægt dró hann höfuð hennar fast til sín og talaði í lágum róandi róm: „Svona, svona, litla mín, nú skal ég raula við þig, þangað til þú sofnar.“ Lágur rómur hans var svæfandi, og þegar hún lagði annan handlegg sinn yfir um hann og hjúfraði andlit sitt betur undir vanga hans, vissi hann að hún hlaut að vera sofnuð. Þá teygði hann sig í rofann og slökkti ljósið. Þeir ættu að sjá til hans núna, félagar hans, eða þá hún mamma? Glettið bros lék um varir hans, og eftir skamma stund var hann einnig sofnaður. Undir morguninn vaknaði Karlsen og leit á klukk- una. Það var kominn tími fyrir hann að fara á fætur og á vakt. Handleggur hans sem höfuð stúlkunnar lá á, var svo dofinn, að hann fann ekki til hans. Hægt og varlega smeygði hann sér fram úr, en stúlkan greip í hann. „Ekki fara strax,“ bað hún og dró andlit hans niður að sér. Hann fann varir hennar mjúkar og hlýjar og kyssti hana því. „Friðgeir,“ muldraði stúlkan í svefnrofunum. Þá ýtti Karlsen henni hægt frá sér og kveikti Ijósið. Stúlkan deplaði augunum móti birtunni, svo leit hún á hann og tók hendinni fyrir munninn til að kæfa óp, sem brauzt frant á varir hennar. „Svafstu hjá mér?“ spurði hún með skelfingu í rödd- inni. Karlsen brosti. „Já, auðvitað svaf ég hjá þér. Vild- irðu heldur að ég hefði vakað?“ Hún svaraði ekki, en horfði á hann stórum bláum augum, vandræðaleg á svip. Henni var ekki vel ljóst, hvort hana hefði verið að dreyma, að Friðgeir kyssti hana, eða hvort það hefði verið þessi maður. Hún roðnaði við þessar husganir og sneri sér upp í horn. Þetta var hræðilegt. Hún hafði sofið hjá ókunnum manni. Reyndar rámaði hana í, hve hræðilega henni hafði Iiðið, og hve nærgætinn hann hefði verið. Karlsen horfði á krympaðar og krældar buxur sínar. Þokkalegt að sjá, og auk þess allar loðnar úr ullar- teppinu. Hann náði sér í aðrar buxur og hafði slupti. „Líttu ekki við. Það gæti liðið yfir þig, ég er að hafa buxnaskipti,“ sagði hann. Stúkan svaraði engu og breiddi upp yfir höfuð. Hún heyrði hann raula danslag, meðan hann þvoði sér og rakaði sig. Loks varð þögn. Hún hafði á tilfinningunni, að hann væri rétt hjá henni. Svo fann hún að hann tók varlega í teppið og lyfti því frá andliti hennar. „Ég ætlaði bara að vita, hvort þú vildir rakkossinn,“ sagði hann glettnislega. „Nei!“ anzaði hún snúðugt. Hann laut niður að henni. Hún var föl í andliti, aug- un stór, blá og barnsleg, nefið beint, munnurinn stór, en vel lagaður, hakan lítil og ístöðuleysisleg. Það var engan gleðisvip á henni að sjá, rniklu líkara að hún hefði ekki brosað í margar vikur auk heldur hlegið. Ofurlítill roði hljóp fram í kinnar hennar við að finna þessi rannsakandi augu hvíla á sér. Hann kyssti hana létt á kinnina og sagði, að hún skyldi sofa róleg, þangað til hann kæmi aftur. Þá yrði kominn fótaferða- tími fyrir hana. II. Hugleiðingar á milli áfanganna — Létt andvarp leið frá brjósti stúlkunnar. Hún þekkti lítið til karlmanna, og reynsla hennar af Friðgeiri hafði verið eins og nákvæmlega eftir uppskrift móður henn- ar, sem hafði eitt sinn sagt við grannkonu sína í áheyrn dóttur sinnar, að allir karlmenn væru svín, sem gengju eins langt og þeir gætu í hvert sinn, tækju allt, en vildu ekkert gefa í staðinn og forðuðu sér venjulega í tíma. Hún hafði verið bitur í rómnum þá, eins og stundum vildi verða, þegar hún minntist á ástamál. Stúlkan hafði því alltaf reiknað með, að allir karlmenn væru eins, og forðaðist þá eftir beztu getu. En svo kom Friðgeir til sögunnar, og lífið varð dásamlegt ævintýr, en því miður alltof stuttan tíma. Einmitt þeg- ar henni fannst lífið brosa við þeim, hafði óveðrið skollið á. Framhald. Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.