Heima er bezt - 01.01.1962, Side 33
að Pálma stórt og vistlegt íbúðarhús í Vík með rúm-
góðum skrifstofum fyrir embættisreksturinn, og þar
með eru þeir skildir að skiptum í framtíðinni.
Heiður vormorgunn hvelfist yfir sveitinni. Pálmi
fyrrverandi fulltrúi hefur tekið bifreið sína úr geymslu
vetrarins og fært hana fram á hlaðið á Grund. Þar
stendur hún sem ný, albúin til aksturs. Pálmi er ferð-
búinn frá Grund ásamt Stínu, og ferð þeirra er fyrst
heitið til höfuðborgarinnar. Þar ætla þau að dvelja um
hríð hjá foreldrum Pálma og njóta lífsins, áður en þau
stofna sitt eigið heimili í Vík, og Pálmi tekur þar við
sýslumannsembættinu.
Pálmi kemur út úr húsinu með tvær ferðatöskur og
lætur þær inn í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Svo
nemur hann staðar við bifreiðina um stund og teygar
að sér ferskan vorblæinn. Hugur hans er léttur eins og
vængjaþytur vorsins, og hann ætlar að reynast sannur
maður í framtíðinni, þrátt fyrir mistök sín á síðastliðn-
um vetri.
Elsa á einnig leið út í vormorguninn. Hún gengur
fram á hlaðið þangað sem Pálmi stendur við bifreið
sína og segir glaðlega:
„Góðan daginn, Pálmi.“
„Góðan daginn.“
„Þið Stína eruð að leggja af stað til höfuðborgar-
innar,“ segir hún brosandi og örlítið glettin.
„Já, þangað er ferðinni heitið til að byrja með, og
verunni lokið hér á Grund.“
„Það er lögmál lífsins að koma og fara. En finnst
þér ekki eftir þetta ár, sem þú hefur dvalið hér, að þú
farir ríkari af lífshamingju héðan? þú fyrirgefur þessa
djörfu spurningu mína.“
„Ég fer að minnsta kosti töluvert ríkari af reynslu
héðan frá Grund.“
„En telur þú þessa reynslu, sem þú nefnir, þá hið
eina, sem þú hefur grætt á veru þinni hér?“
„Ég hef hlotið sýslumannsembætti líka, og það er
auðvitað mikils virði fyrir framtíðar-hagsmuni mína.“
„En gleymir þú þá ekki því allra bezta, sem þú hef-
ur hlotið með veru þinni hér á Grund?“
„Hvað áttu við með því?“
„Ég á við hina góðu stúlku, sem heilladísir örlag-
anna létu þig finna.“
Pálmi brosir tvírætt. „Þú meinar hana Stínu?“
„Já, ég meina hana og enga aðra.“
Pálmi lítur á Elsu, og svipur hans verður bjartari en
áður.
„Ég á víst þér að þakka það, Elsa.“
„Mér? Ekki réði ég örlögum þínum.“
„Nei, kannske ekki að öllu leyti. En þú bentir mér
í hreinskilni á hið rétta í því máli, og ég mun aldrei
iðrast þess að hafa látið drengskapinn ráða, eins og þú
orðaðir það forðum, og hafa valið Stínu til samfylgd-
ar á lífsleiðinni. Hún er ágæt stúlka.“
„Já, sannarlega er hún það. Og það gleður mig,
Pálmi, hafi ég getað orðið þér til góðs á einhvern hátt,
þrátt fyrir allt, og svo óska ég þér allra heilla í fram-
tíðinni.“ Elsa réttir honurn höndina.
Pálmi tekur þétt um hönd hennar og segir hlýtt og
alvarlega:
„Ég þakka þér fyrir það, Elsa, og ég þakka þér fyrir
þína hreinu og djörfu framkomu gagnvart mér. Ég
met þig mikils og óska þér einnig allra heilla.“
Stína hefur kvatt heimilisfólkið á Grund, nema
Elsu, og kemur nú ferðbúin út á hlaðið í leit að henni.
Elsa stendur við bifreiðina hjá Pálma, og Stína gengur
til hennar. En Pálmi hraðar sér inn í húsið til að kveðja.
Elsa snýr sér að Stínu og segir brosandi:
„Þá eruð þið Pálmi að leggja af stað héðan til höfuð-
borgarinnar, Stína mín.“
„Já, þangað ætlum við fyrst í heimsókn til foreldra
hans, áður en við byrjum búskapinn í Vík.“
„Það er alveg tilvalið.“
„Pálmi skrifaði foreldrum sínum og sagði þeim,
hvernig komið væri með okkur, og þau skrifuðu hon-
um strax aftur og buðu okkur báðum að koma suður í
heimsókn til þeirra.“
„Þau eru víst ágætis hjón, foreldrarnir hans Pálma,
að minnsta kosti hefur pabbi haft þau kynni af þeim.“
Pálmi kemur út úr húsinu aftur. Hann hefur lokið
við að kveðja og er nú albúinn að leggja af stað frá
Grund. Skilnaðarstundin er komin. Stína réttir Elsu
höndina, en kveðjuorðin deyja á vörum hennar í heit-
um klökkva þakklætis og gleði.
Elsu er ljóst, hvað Stínu líður, hún faðmar hana að
sér í innilegri orðvana kveðju og þrýstir hlýjum kossi
á vanga hennar að skilnaði. Vinátta þeirra beggja er
einlæg og sönn.
Pálmi gengur að bifreið sinni, opnar dyrnar og býð-
ur Stínu að setjast í framsætið. Hún lyftir sér létt inn
í bifreiðina, og hann tekur sér sæti við hlið hennar.
Elsa hefur staðið kyrr og beðið, meðan þau stíga upp
í bifreiðina, en nú gengur hún til þeirra og þrýstir
hönd þeirra beggja og sendir þeim hlýtt bros að skiln-
aði. Síðan lokar Pálmi bílhurðinni og ekur af stað frá
Grund. Vorsólin varpar ylgeislum sínum á veginn
framundan og gefur fögur fyrirheit um komandi daga.
Gunnar Skaftason teymir gæðinga sína tvo heim á
hlaðið á Grund og tyllir þeim þar. Enn hefur hann
lítið þjálfað kosti þeirra eftir eldi vetrarins, en nú sæk-
ir hann reiðtygi og söðlar þá báða. Það gljáir fagur-
lega á háralag gæðinganna, sem ólga af fjöri og lífs-
þrótti. Það er sem eldur brenni úr augum þeirra af þrá
eftir því að mega spretta úr ’spori og sýna kosti sína.
Gunnar hefur lokið því að leggja á hestana, og
stendur nú kyrr hjá þeim og horfir yfir sýslumanns-
setrið að Grund, umvafið ylgeislum vordýrðarinnar,
og hyldjúp hamingja blikar í augum hins unga manns.
Nú er það hlutverk hans í framtíðinni að reka stórbú
á þessu glæsilega sveitasetri við hlið sýslumannsdóttur-
Framhald á bls. 33.
Heima er bezt 29