Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 35
án þess að geta greitt úr þessari leiðinda flækju. Hon-
um hafði fallið ágætlega við þau. Svo var það annað,
sem hann heyrði að þeim bar á milli. Hann vildi fara
að komast í hjónabandið, en Olu fannst ekkert liggja
á því. Það væri svo mikið umstang kringum það. Já,
það er svo sem ólíkt fyrirhafnarminna að búa saman
ógift. Það leit ekki út fyrir að þau væru mjög feim-
in við það, hugsaði Hartmann karlinn.
Rétt fyrir sumarmálin kom strandferðaskipið á
Hvalseyri. Með því kom Kristján. Hann lagði af stað
gangandi inn að Grýtubakka. Stefán í Þúfum hitti
hann og bauð honum hest, því hann ætlaði enga við-
dvöl að hafa. Fara með skipinu til baka þennan sama
sólarhring.
Hartmann gamli var niðri í fjöru að kasta upp „mori“
þegar hann sá ferðamann ríða í hlaðið. Hann þóttist
þekkja hann fljótlega, en varð þó hissa. Þó gekk enn
þá meira fram af honum þegar hann sá Ólu, sem var að
hengja þvott á snúruna, hlaupa á móti honum sem barn
til móður og þau falla í faðma með það sama. Hann
tók áreiðanlega mannlega á móti henni. Ekki var nú
allt á sömu bóldna lært hjá þessum manni. Hann hik-
aði við að fara upp úr fjörunni fyrr en þau voru horf-
in inn í bæinn. Þá rölti hann heim, gaf hestinum tuggu
og gekk svo til baðstofu og heilsaði syni sínum. Hann
leit hraustlega út, en hringurinn var ekki lengur á
fingri hans.
„Á hvaða ferðalagi ert þú, sonur sæll?“ spurði faðir-
inn.
„Ég er að ráða til mín fólk, því nú ætla ég að fara
að búa í vor. En það þarf að hafa hraðann á því ég
verð að vera kominn til skips um háttatíma.“
„Það er svona hugurinn í þér, enda líturðu vel út,“
sagði Hartmann, en vissi þó ekki hvort hann átti að
gleðjast yfir þessum fréttum. Það hafði verið undra
rólegt að vera sjálfs síns húsbóndi þetta ár.
Jói var að rangla við féð uppi á mýrum. Óla hljóp
upp á holtið og veifaði og hóaði til hans, því nú átti
mikið að gera. Hún hljóp og snerist um sjálfa sig eins
og krakki.
„Er það Grýtubakki, sem á að verða bújörðin?11
spurði Hartmann.
„Auðvitað," svaraði Kristján.
Þegar Jói kom heim var setzt á ráðstefnu. Hart-
mann fór út. Þetta kom honum víst lítið við. Honum
fannst þetta vera einhver svika-seiður, sem ætti að fara
að brugga. Hann vildi vera fyrir utan hann en samt
tók hann sér þetta nærri. Honum var vel við þessi
ungu hjónaefni, en þetta yrði þeim ótrúlega til far-
sældar.
Þegar búið var að semja hitaði Óla kaffi og bar
með því heitar pönnukökur. Kristján kvaddi rétt fyrir
háttatíma. Faðir hans hafði ekki séð hann eins ánægju-
legan á svip síðan hann flutti í hornið til hans. En Val-
borg gamla var hálf úfin á svip og stutt í svörum um
kvöldið þegar hann kom heim frá því að sækja hrossin.
„Hvað amar að þér, gamla mín. Ég sé ekki betur en
þú hafir heita kaffikönnuna þarna hjá þér. Ertu eitt-
hvað lasin eða hvað?“ spurði hann.
„Ónei, það er ég nú ekki, en mér lízt ekkert á
þetta ,stand‘, sem hér er væntanlegt á þessu heimili.“
„Já, ég segi sama. Ég efast um að það verði til batn-
aðar. Ég hef haft það ágætt þetta ár. Það hefur farið
nógu vel á með okkur.“
„Ég fæ áreiðanlega annað álit á syni þínum, en ég
hef haft hingað til. Náttúrlega fórst honum ómannlega
við Ásdísi, en ekki mun Jói skinnið ríða ánægðari úr
hlaði þegar þar að kemur en hún.“
„Þú heldur það. Ég veit ekkert hvað það hefur ver-
ið að semja. En ég sé bara að hann er búinn að losa sig
við hringinn svo að hann er orðinn frjáls maður. Hann
hefði aldrei orðið ánægður með þann hégóma við hlið
sér.“
„En er það þá nokkuð skárra að hún sé bundin.“
„Heldurðu að það sé nokkuð svoleiðis á milli þeirra,
þó hún ætli víst að ráska hjá honum.“
„Það er nú bara svoleiðis að Jói er búinn að byggja
honum allan bústofninn nema hrossin, og konuna líka.“
„Ertu gröm yfir að missa ráðskonustöðuna?“
„Ég hef aldrei verið ráðskona, þó ég hugsaði um
heimilið þegar heimilisástæðurnar voru ómögulegar, en
að taka við því núna hefði ég ekki gert. Ég reyni að
fá nýja húsmennsku á Haugi.“
„Mér fellur nú ekki vel að missa þig frá því að
þjóna mér. Það er óvíst að Óla kæri sig um það.“
„Hún verður nú líklega, flónið það, að þjóna heim-
ilisfólkinu fyrst hún tekur þetta að sér á annað borð,
enda efast ég ekki um að hún geri það. Hún er vel
verki farin og mér fellur þetta mjög illa að hún falli
í þessa ómyndarsnöru. Hann þóttist nú endilega þurfa
að sjá kúna þegar Jói var farinn til kindanna. Þau voru
þar þennan litla tíma og hafa víst farið inn í hlöðu.
Ég hef nú bara skömm á svona óhemjusltap.“
Þá hló gamli maðurinn dátt. „Þú verður nú að taka
það með í reikninginn, Valborg mín, að það eru ekki
allir eins og þú hefur verið í ástamálunum. Hann er nú
orðinn vel hraustur til heilsunnar og þá spyr ég nú
ekki að. Ég var einu sinni ungur og fjörugur karlmað-
ur skal ég segja þér, góða mín. Þú hefðir varla haft
lengi frið fyrir mér hefði ég verið þér samtíða þá.“
Valborg sletti í góm. „Reyndu að fá þér kaffisopa
og þegja,“ sagði hún, en gat þó ekki varizt því að brosa.
„Ég hefði nú sjálfsagt ekki orðið mjög blíðlynd við
þig, karl minn,“ sagði hún.
„Ójá, maður talar nú fleira en maður meinar, Val-
borg mín. Vonandi fer þessi búskapur betur en í okk-
ur leggst. Það er ellin, sem gerir mann svona svartsýn-
an og kvíðandi. Kristján var aldrei ónotalegur við hjú
sína, nema Ásdísi. Það var skömm hvernig hann var við
hana. Hann bara tímdi aldrei að gjalda þeim og þræl-
dómurinn var mikill, en nú held ég að hann fari að
vinna hægara.“
„Mig varðar ekkert um það. Ég reyni að fá mér
Heima er bezt 31