Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 37
verkin hennar Ásdísar," sagði gamla konan og skellti
á lærið.
„Það er nú ekki eins og Ásdís væri að flytja frá hon-
um í gærdag,“ hnussaði í Ásgeiri. „Það hefur víst kom-
izt einhvern veginn af síðan.“
„Hvaða svo sem búskapur var það. Skepnumar
hrundu niður fyrsta veturinn sem hann var á Bakka og
síðan hefur það bara verið eins og hvert annað hokur.
Það hefði líklega verið öðru vísi útkoman hefði Ásdís
verið þar,“ sagði móðirin hávær.
„Það var vegna þess að hann missti heilsuna. Varla
hefði Ásdís bætt honum, nema hún sé orðin læknir.
Það er kannske einn af hennar góðu kostum,“ sagði
Ásgeir.
Svona var samlyndið þá tvo daga sem kærustupörin
voru þar. Guðfinnu leizt ekkert á tengdafólkið. Steinn
gamli gat ekki sofið fyrir áhyggjum. Honum hafði
alltaf fallið betur við soninn en dótturina. Hann var
skynsamari og prúðari í framkomu. En nú var Ásdís
búin að færa svo mikið heim í búið og vann eins og
karlmaður allt árið hjá honum. Hann gat því varla
hugsað sér að ýta henni burtu. Eldri heimasætan, sem
nú var komin yfir fermingu, sagðist bara fara með Ás-
dísi og litla frændanum, að minnsta kosti yrði hún
ekki á Giljum ef Ásgeir settist þar að. Og það var ekki
laust við að kona hans léti skína í það að hún færi
burtu líka, ef barnið færi af heimilinu. Þá fannst hon-
um fokið í flest skjól.
Kærustupörin fóru án þess ráðið væri fram úr þess-
um vandræðum. Guðfinna var þögul og fátöluð næstu
daga á eftir við útivinnuna á Hofi. Mæðgurnar þótt-
ust vita að henni leiddist, öllum ókunnug. Karen spurði
hana eftir því eitt kvöldið þegar þær mæðgurnar voru
einar hjá henni í maskínuhúsinu, hvernig hún héldi að
hún kynni við sig hér á Norðurlandi.
„Mér finnst fallegt hér á Hofi og kann vel við mig,
en mér óar við því ef Ásgeir ætlar að fara að troðast
fram í þennan þrönga dal, þar sem enginn vill hafa
hann og ekkert pláss er fyrir hann heldur. Svo finnst
mér þessi fjölskylda hans hræðilega leiðinleg,“ svaraði
hún. „Hann er að hugsa um það,“ bætti Guðfinna við.
„Er hann að hugsa um það,“ sagði maddaman. „Ég
þykist vita að hann á þar þó nokkrar skepnur. En ég
verð ekki ánægð með að missa hann langt í burtu.
Hann er svoddan ágætis fjármaður. Þó ekki væri hægt
að segja að afkoman væri slæm hjá Leifa var það þó
mikill munur eða hjá Ásgeiri. Ég vildi helzt hafa hann
hérna svo nærri mér að ég gæti notið verkanna hans.“
„Það vildi ég að væri hægt að koma því svoleiðis
fyrir, að ég þyrfti ekki að fara fram að Giljum,“
sagði Guðfinna. „Mér finnst fólkið þar svo hræðilega
leiðinlegt.“
„Þetta er nú vandaður maður, hann Steinn, ekki er
hægt annað að segja. Og hann hefur búið vel á þessu
koti. Nú er dóttir hans búin að girða túnið og slétta
svo það er von að henni þyki leiðinlegt að fara þaðan,
en varla þarf hún að kvíða því að hún gæti ekki komið
sér fyrir hvar sem væri þessi víkings manneskja, sem
vinnur öll karlmannsverk,“ sagði Karen.
Rósa hafði setið þegjandi afsíðis og prjónað sokk
handa syni sínum. Nú lagði hún orð í belg. „Sjálfsagt
gæti hún alls staðar fengið vinnu, en það er ekki víst
að henni líkaði alls staðar fyrir drenginn. Hún er víst
búin að hafa það nógu erfitt síðan hún átti hann, að
það væri hræðilegt ef hún þyrfti að hrekjast með hann
frá foreldrunum, því hvergi er eins hlýtt og hjá góðri
móður.“
„Það er nú eitt af því sem jagast er um, að enginn
vill missa drenginn, enda er hann myndarbarn, anginn
litli,“ sagði Guðfinna. Hún vissi náttúrlega ekkert
hvert drengurinn ætti ætt sína að rekja.
„Já, hann er það víst,“ sagði Rósa. „Heldurðu að
Ásgeir vildi ekki búa á Bala. Nú er Grímur gamli alveg
á förum auminginn. Er ekki í fötum nema svolitla
stund á hverjum degi. Hvað segir þú um það, Guð-
finna? Heldurðu að þú kynnir betur við þig þar?“
bætti hún við. „Þetta eru lítil og léleg húsakynni en
túnið fóðrar þó tvær kýr. Það er mest og bezt honum
að þakka. Hann hefur verið að stækka það og slétta.“
„Ég er nú ekki alin upp í neinum skrauthýsum og
ég kynni áreiðanlega vel við mig hérna í nágrenni við
ykkur,“ sagði Guðfinna og andlit hennar, sem hafði
verið með deyfðarsvip, Ijómaði allt í einu af vonar-
gleði. Framhald.
Sýslumannsdóttirin
Framhald af bls. 29.
innar yndislegu, sem hamingjudísin hefur gefið honum
að lífsförunaut. Svo fagran draum dreymdi hann alls
ekki, er hann stöðvaði gæðingana sína hér á hlaðinu
fyrir tæpu ári, kvöldið sem hann kom að Grund sem
kaupamaður og þar öllu ókunnugur. Sál hans fyllist
ómælisdjúpri sælukennd og hjartfólgnu þakklæti til
þeirra örlagavalda, sem hafa gefið honum beztu og
dýrmætustu gjafir lífsins, og í huga sér vinnur hann
það heit að reynast þeirra gjafa verðugur í framtíð-
inni.
Nú er Gunnar ekki lengur einn hjá gæðingum sínum.
Elsa nemur staðar hjá honum og segir brosandi:
„Þú ert þá búinn að leggja á þá báða, vinur minn.“
„Já, ástin mín. Og nú bíða þeir okkar beggja. Ertu
tilbúin að fylgja mér á fjörugan sprett út í vordýrð-
ina?“
„Já, Gunnar, ég er tilbúin að fylgja þér á fjörugan
sprett, — og tilbúin að fylgja þér í orðsins fyllstu merk-
ingu, vinur minn.
„Elsa, Elsa! Enginn í heimi getur verið hamingju-
samari en ég!“ hvíslar hann. Hún brosir, og augu þeirra
mætast í dýpsta unaði og fegurð ungrar ástar. Svo
stíga þau léttilega á bak gæðingum sínum og hleypa
þeim á fjörugan sprett hlið við hlið út í faðm vorsins.
Endir.
Heima er bezt 33