Heima er bezt - 01.01.1962, Side 39

Heima er bezt - 01.01.1962, Side 39
28. Ég litast um í kompunni. Á tveim trésnögum á veggnum hanga fötin min. Ég þreifa á þeim. Þau eru skraufþurr. Ég klæði mig í þau og fer mjög hljóð- lega að öllu. 29. Sennilega kemur einhver fyrr eða síðar og opnar, hugsa ég með mér. Ég bíð lengi, en enginn kemur. Það er þá bezt að gera vart við að ég sé vaknaður, hugsa ég og fer að kalla: „Hæ, hó!“ 30. Hvergi er nokkurn lífsvott að heyra. Þetta er skrýtið. En hér eru verk- færi, sem ég gæti notað til að brjótast út. Ég tek járnfleyg allmikinn og sting honum undir einn af gluggahlerunum. 31. Þegar ég hef brotið upp hlerann, er vandalítið að komast út á víðavang, laus og liðugur. Fyrst kem ég út á dá- lítinn grasbala. Og utan við hann stend- ur hrörlegur kofi. Ég geng að dyrunum. 32. Hurðin er ólæst. Ég drep þó á dyr. Enginn svarar. Ég staulast inn í húsið. Þar er ekkert kvikt. Ég kalla hátt. Ekkert svar. Ég opna þá hurð og lít inn í aðra kompu. Þar er aðeins rusl inni. 33. Þetta er þá mannlaust hús. En hver fór með mig hingað? Hver færði mig í þurra skyrtu og bjó um mig í rúmi? Ég fer aftur út í ganginn. Þaðan er stigi upp á loft. Ætti ég að líta þar upp? 34. Allt í einu nem ég staðar. Á neðsta stigaþrepinu liggur gamall ferðamalur og göngustafur, sem er með látúnshnúð á endanum. Ég hika við dálitla stund, áður heldur en ég áræði að leggja til uppgöngu í stigann. 35. Það brakar ónotalega í stigaþrep- unum, þegar ég læðist upp þau. Ég hef hjartslátt af spenningi. En uppi á loftinu er engin lifandi sála sjáan- leg. En í einu saggafullu herbergi þar uppi er gömul trékista. 36. Síðan geng ég hægt og gætilega ofan aftur. En hvað er nú á seyði? Malpokinn og stafurinn eru horfnir! Hér hefur einhver verið á ferli, ein- hver dularfullur náungi. Hvers vegna vill hann ekki láta sjá sig? Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.