Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 2
EINANGRUN Einangrun er alkunnugt fyrirbæri, bæði í ríki nátt- úrunnar og sögu og þróun þjóða og þjóðflokka. Or- sakir geta verið ýmsar, en langtíðast skapast einangr- un á eylöndum eða fjallahéruðum og öðrum þeim stöðum, sem erfitt er að komast að eða frá, bæði mönnum og málleysingjum. Einangrun þjóða og þjóðflokka hefur löngum mátt kallast tvíeggjað sverð fyrir þroska þeirra og viðgang. Henni fylgja kostir, en hún á einnig tvímælalausa galla. Kostirnir eru þeir helztir fyrir fámenna þjóð og lítils megnuga, að hún fái þroskað og við haldið sérkennum sínum. Ef til vill fær vaxið upp sérstæð menning, sem fengur er að, og um leið skapist sterkara þjóðerni og þjóðerniskennd. Gallarnir eru hins vegar, að stöðnun er nokkurn veg- inn vís. Hinnar einangruðu þjóðar bíða að sumu leyti sömu örlög og kunn eru úr náttúrunni, þar sem lands- svæði einangrast, og lífverurnar, sem þar lifa og þrosk- ast, verða eins konar lifandi steingervingar, með litl- um viðnámsþrótti, ef einangrun þeirra rofnar af ein- hverjum ástæðum. Hætt er og við, að einangrun þjóða skapi með þeim þröngsýni og hroka, og það hugarfar, sem Ibsen eignar tröllunum í höll Dofrans, „þursi ver sjálfum þér nægur.“ Og fáum mun blandast hugur um að lífsviðhorf Dofrans og þursanna var helsi á alla þróun og menningu. Ef vér skyggnumst um sögu vor íslendinga verður brátt Ijóst, að í henni hafa skipzt á einangrun og ör samskipti við aðrar þjóðir. Lega landsins hefur skapað einangrun þess, og oft er um það talað að einangrun- in hafi borgið þjóðerni voru og tungu. An hennar hefði það glatazt með öllu, og vér drukknað í þjóða- hafi Evrópu. Þetta er að vísu satt að nokkru leyti, en þó ekki nema hálfur sannleikur. Oss tókst að varðveita þessa hluti vegna þess, að vér í öndverðu fengum lagt grundvöll að sérstakri þjóðlegri menningu, sem þó var að nokkru leyti alþjóðleg, því að allan þjóðveldistím- ann forna voru samskipti vor við aðrar þjóðir tiltölu- lega mikil. Höfðingjasynir sóttu heim hirðir erlendra þjóðhöfðingja, og dvöldust með þeim, og kirkjunnar menn, sem urðu frumherjar bóklegra mennta, sóttu skólavist suður um lönd og allt til Parísar svo sem Sæmundur fróði. Og þess þykjast lærðir menn sjá merki, að rithöfundar þeir, er skráðu fornbókmenntir vorar, munu vel hafa þekkt til erlendra bókmennta. En einmitt þetta samspil erlendra mennta og innlendr- ar reynslu og íslenzkrar skaphafnar skapaði hina fornu þjóðmenningu vora. En ritmennsku forfeðra vorra eig- um vér það að þakka, að tunga vor varðveittist. Rit- hefð þjóðarinnar gerði henni fært síðar, á umróta- tíma siðskiptanna, að skapa íslenzkt kirkjumál, yrkja sálma og snúa ritningunni á íslenzka tungu. Og þeir menn, sem það verk unnu voru engir heimaalningar heldur höfðu þeir drukkið af lindum þeirrar menntun- ar, sem þá mátti bezta fá um norðanverða Evrópu. Ef vér fylgjumst með gangi sögunnar, þá verður Ijóst, að þegar einangrunin þjakaði þjóðina mest, voru lægðartímabil í sögu vorri. Og á sviði verklegra mennta og framkvæmda einangruðumst vér ótrúlega snemma, og sú einangrun hefur enn í dag verið oss fjötur um fót. Segja má, að í bóklegum fræðum héldum vér nokkurn veginn til jafns við nágrannaþjóðir vorar eft- ir því sem vænta mátti eftir smæð þjóðarinnar, en það var vitanlega að þakka því, að hinir bóklærðu menn höfðu víðara sjónarsvið, og þar var traustur grund- völlur að byggja á, þar sem hin forna bókmenning var. Aftur á móti einangruðust þær stéttir, sem unnu framleiðslustörfin, þær lærðu ekkert nýtt öldum sam- an, svo að jafnvel 20. öldin gekk svo í garð, að nær 1000 ára vinnubrögð voru enn í tízku bæði til lands og sjávar. Naumast munu þess dæmi um norðanverða Evrópu, að nokkur þjóð hafi lent í slíkri kyrrstöðu. Einangrunin markaði einnig djúp spor í hugarfar og hugsanaferil þjóðarinnar. Annars vegar ól hún upp sjálfbirgingsskap, oft næstum því broslegan, en hins vegar skapaðist vanmetakennd, sem lýsti sér í undir- lægjuhætti gagnvart því, sem erlent var og tortryggni gegn hinu, sem af íslenzkum toga var spunnið. Og enn berum vér þessa of miklar minjar. Margir eru sjúklega hræddir við erlend áhrif, og vilja helzt draga sig inn í lokaða skel, og girða oss með hömlum og höftum gegn erlendum áhrifum, bæði andlegum og efnalegum, en aðrir gína við hverri flugu, sem að utan kemur. Víst er um það, að varhuga ber oss að gjalda við því, að opna ekki allar gáttir gegn erlendum áhrifa- straumum. En hitt er jafn víst, að vér verjumst ekki þeim áhrifum með bönnum og innilokun heldur með því, að taka við því, sem okkur er rétt, velja úr það sem gott er en hafna hinu. Þar reynir á siðferðisþrek og menningu þjóðarinnar. Vér verðum að gera oss Ijóst, að einangrun þjóðar- innar er rofin. Vér verðum að taka þátt í framvindu heimsins, hvort sem oss líkar betur eða verr. Hlutverk vort er að verða slíkur þátttakandi sem sjálfstæður 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.