Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 4
ÁGÚST B. JÓNSSON FRÁ HOFI:
Þáttur
um Grímstungu í Vatnsclal
Lárus GrímstunguDÓnda
Fremst í Vatnsdal vestanverðum, er stórbýlið
Grímstunga, ein kostamesta og landstærsta jörð
í Húnavatnssýslu. Lega og aðstaða hennar
byggist fyrst og fremst á víðáttumiklu beitar-
landi, sem afmarkast af Vatnsdalsá að austan, en Álfta-
skálará að vestan. Þessar ár sameinast rétt norðan við
túnið í Grímstungu, en vegna aðrennslis þeirra, mynd-
ast þarna tungan sem jörðin er kennd við. Þegar kem-
ur upp á heiðarbrúnina ofan við túnið, jafnbreikkar
landið, því Álftaskálará kemur úr suðvestri en Vatns-
dalsá úr suðaustri. Báðar koma þessar ár af Stóra-
sandi, og er hið mikla landflæmi milli þeirra, nefnt
Grímstunguheiði, og var eign Grímstungu fram undir
aldamót, er upprekstrarfélag Grímstunguheiðar, þ. e.
Þing og Vatnsdalur, keyptu afréttinn, og féllu þá nið-
ur afréttartollar til Grímstungukirkju, sem var haust-
lamb frá hverjum bónda. Skömmu áður var kirkju-
sóknin sameinuð Undirfellssókn, og kirkja niðurlögð.
Sökum hinna góðu landkosta Grímstungu, voru þar
tíðum ríkir prestar og búmenn, sem héldu fast á rétti
sínum um afréttartollinn og aðrar heimatekjur.
Vatnsdalsá á upptök sín framarlega á Stórasandi, hefur
hún grafið sér djúpan farveg, þegar kemur norðarlega
á Grímstunguheiði, með hrikalegum klettagljúfrum,
með mörgum fögrum fossum og grösugum hvömmum,
með angandi blómskrúði. Nafn á þessum fossum, eru
mörg falleg og sýna að forfeður okkar höfðu gott vald
á fögru máli. Þeir helztu heita: Skínandi, Rjúkandi,
Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss, er þá komið að botni
Vatnsdals, og rennur Vatnsdalsá síðan í strengjum og
lygnum hyljum fram hjá Grímstungu, og er þar góð
veiði stórlaxa með Grímstungulandi.
Þar sem hið milda árgil þrýtur, er sögustaðurinn
Þórhallastaðir, sem frægur er af viðureign Grettis við
Glám draug, og aldurtila hans áður. Þar fyrir framan
er örnefnið Glámsþúfa. í skammdegisrökkri og hríð,
verður sá sem á ferð er þar með Gljúfrinu mikla, ekki
undrandi þótt sagnir mynduðust um óvætti við Skessu-
foss, eða hvörf sauðamanna á Þórhallastöðum.
Álftaskálará hefur einnig myndað ægidjúpt gil vest-
an Tungunnar, og nær það allt heim að túni í Gríms-
tungu. Þar eru á köflum hrikalegir og hættulegir klett-
ar, sem eru eftirlætis dvalarstaðir ránfugla og kletta-
fúsra sauðkinda, sem stundum hafa lent þar í svelti.
Séð heim að Grimstungu.
112 Heima er bezt