Heima er bezt - 01.04.1962, Side 8
Ull stórbóndans i Grímstungu þvegin við Alftaskálará
Þegar mæðiveikirt byrjaði í fé hans 1937, var það
einn bezt ræktaði fjárstofn í Húnavatnssýslu, hátt á 7.
hundrað á fóðri. Þá hófst undanhald hjá Lárusi með
fjölgun, í fyrsta sinn í búskapnum, og var þó sett vel
á fyrir vanhöldum. Þetta ástand hélzt til 1948 að alger
fjárskipti urðu, mig minnir að þá fengi hann á fjórða
hundrað lömb, sem voru að vísu af misjöfnum upp-
runa og gæðum. Til að flýta fyrir aðstöðu til fjárbóta,
fer hann árið eftir með bíl til fjárkaupa vestur að ísa-
fjarðardjúpi til að kaupa kynbótafé, þar á meðal féltk
hann kollóttan lambhrút hjá Halldóri á Arngerðareyri,
sem varð síðar annálaður kynbótahrútur, sem setti
mörg met á sýningum, og afkomendur hans eru marg-
ir í Húnavatnssýslu. A heimleið keypti Lárus kynbóta-
fé á Kinnarstöðum við Þorskafjörð, og kom með bíl-
inn hlaðinn af kynbótafé.
Eftir fjárskiptin fjölgaði fénu ört. Ræktun var þá
orðin mikil og sívaxandi, fjárhús stækkuð og öðrum
bætt við, beitarhús, áður byggð fyrir 350 ær, og stórt
tún ræktað þar. Nú voru synir Lárusar með í spilinu
með fjárbúið. Þegar Grímstunguhjónin breyttu um
búskap 1959, og létu tvo syni sína hafa 2/3 hluta jarð-
arinnar, hélt Lárus eftir fremsta hluta landsins og beit-
arhúsunum, og þó hann telji sig nú vera húsmennsku-
mann í Grímstungu, bætast enn þá við ný fjárhús á
beitarhúsatúni.
Eftir nokkurri ágizkun að vísu, ætla ég, að í vetur
sé fóðrað um 1100 fjár í Grímstungu, sem Lárus og
synir hans eiga, og líklega á Lárus helming þess, þótt
hann telji sig nú húa húsmennskubúskap.
Lárus hefur marga vetur hirt beitarhúsaféð sjálfur,
og þá stundum eytt litlu fóðri. Beitarhúsaganga er um
50 mínútna ferð hvora leið, og ekki auðfengnir menn
í það starf.
Af því sauðfjár- og hrossaeign Lárusar er svo langt
fram yfir það sem víðast er, hafa vitanlega spunnizt
um það þjóðsögulegar sagnir, einkum hrossaeignina,
því hafa sumir jafnvel haldið, að Lárus vissi ekki kinda-
tölu eða hrossa nákvæmlega, og væru því framtöl hans
harla ónákvæm. Vil ég þar upplýsa, að Lárus er allra
manna fimastur að telja fé í haga, þótt stór hópur sé,
og eftir því glöggur, bæði á fé og hross — enda fram-
töl hans álitin nokkuð rétt og vítalaus.
Hrossabóndi.
Ég hef orðið þess var af kynnum mínum víða um
land, að næstum því þjóðsögulegur blær er kominn
Heimilisfólkið í Grimstungu
árið 1932.
116 Heima er bezt