Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 13
EIÐUR GUÐMUNDSSON, ÞUFNAVOLLUM:
JÓN SKJÖLDUNGUR
(Niðurlag.)
Um vorið komst kvis á, að Kristín ætti að hætta mat-
sölunni án sjálfvilja, og Jón að taka hana að sér. Urðu
margir piltanna þá sárgramir og heituðust að verða ekki
næsta bryta þægur ljár í þúfu. Voru þar fremstir í
flokki synir Gunnlaugs Blöndals sýslumanns, þeir
Magnús og Hannes skáld.
Er nokkuð leið á vetur, 1881 til 1882, fór mjög að
brydda á óánægju hjá piltum og kom þar ýmislegt til.
Töldu þeir fæðið illt og matreiðslunni ábótavant á
ýmsan hátt. Ket og fiskur væri skemmt af ýldu, sósur
alls konar, sem þeir báru engin kennsl á og þóttu vond-
ar, voru notaðar talsvert í staðinn fyrir smjör, og að
hreinlæti væri ábótavant. Var þetta að miklu leyti á
fullum rökum reist. Fæðið var og mjög dýrt, miðað
við þáverandi verðlag og peningagildi, var það ein
króna á dag. Vildu piltar, sem eðlilegt var, hafa matinn
bæði góðan og nógan, er þeir guldu hann svo háu verði.
Þá barst og sá kvittur í skólann, að Jón keypti pestar-
skrokka hingað og þangað fyrir sáralítið verð, og væru
þeir notaðir í alls konar stöppur, sem oft voru á borð
bornar. Og er það að lokum fréttist, að Jón hefði full-
ur grobbað af því, að fyrir hverja krónu cina, sem
hann kostaði til fæðissölunnar, fengi hann að minnsta
kosti tvær frá piltum, sprakk blaðran til fulls. Sneru
piltar sér þá til Jóns og kröfðust gagngerðra úrbóta á
matarhæfinu. Jón tók aðfinnslum þeirra og kröfum
með skilningi, en taldi þær þó ástæðulausar með öllu,
og vildi ekki slaka til á nokkurn hátt. Piltar sneru sér
þá til Jóns Hjaltalíns skólastjóra og væntu sér þar halds
og trausts, en Hjaltalín reyndist þá vera á bandi Jóns
og draga hans taum. Um haustið hafði komið í skólann
piltur að nafni Björn Björnsson frá Mýrum í Skriðdal,
skapheitur áhugamaður, bráðgáfaður og mælskur svo
að af bar. Forustan fyrir málstað piltanna lenti þegar
hjá honum og sótti hann málið af kappi miklu og harð-
fylgi. Er ekkert vannst á við þá Jón og Hjaltalín, var
kæra send til Júlíusar Havsteen amtmanns á Akureyri.
Amtmaður leitaði álits skólastjórans, og er það var
fengið þótti honurn ekki ástæða til frekari afskipta.
Skólapiltar létu málið eigi falla niður að heldur, en
sendu nefnd manna fram að Ytri-Bægisá á fund séra
Arnljóts Ólafssonar, lögðu málið fyrir hann og báðu
hann að skerast í leikinn. Varð hann vel við beiðni pilta
og fór niður að Möðruvöllum. Þar var málið síðan rætt
og reifað, þrætt og þjarkað í tvo daga. Komst þá loks-
ins á samkomulag, og með sigri pilta í öllum aðalatrið-
um. Fæðisgjaldið var lækkað um þriðjung fyrir þrjá
fyrstu mánuði skólatímans, og það tilskilið að kennar-
arnir borðuðu með piltum til skiptis, einn við hverja
máltíð, til vors, og skyldi hlíta úrskurði þeirra, hvort
maturinn væri viðunandi og framreiðslan forsvaranleg.
Höfðu kennararnir allir, að Hjaltalín undanskildum,
verið á pilta bandi í deilunni. Aldrei bryddi síðar á
nokkurri óánægju út af matnum.
Jón undi úrslitum málsins ekki sem bezt, en lét þó
lítt á því bera og hélt sættina að öllu, en það gramdist
honum mjög um vorið, er nokkrir piltar fóru svo úr
skólanum, að þeir borguðu ekki eyri og minntust ekki
á greiðslu. Hótaði Jón þá málsókn, en úr þeirri fram-
kvæmd varð ekki. Þremur piltum í efri bekk skólans
varð deila þessi til nokkurra happa. Svo sem fyrr getur
var Jón spilamaður mikill. Hafði hann frá því, að hann
lcorn að Eyrarlandi, alltaf spilað allmikið, er tími og
tækifæri gáfust. Skömmu eftir að skólinn var settur
um haustið var setzt við spilabórðið. Spilafélagar Jóns
voru Guðmundur bróðir hans, Guðmundur Einarsson
frá Hraunum í Fljótum og Ásgeir Bjarnason úr Mý-
vatnssveit, náfrændi þeirra bræðra Jóns og Guðmund-
ar. Það var venja þeirra félaga, að þegar tímum lauk
settust þeir að spilum og spiluðu síðan til kvelds. Gekk
það svo til flesta daga ef Jón var heima og ekki mjög
fullur. Spiluðu þeir lomber og gekk á ýmsu með tap
og gróða. Allir voru piltar þessir góðir námsmenn og
höfðu staðið sig með prýði veturinn áður. En nú brá
svo við að þeir urðu, allir í röð, neðstir í bekknum við
miðsvetrarprófið. En er matarmálið hófst voru spilin
lögð á hilluna og ekki snert síðan um veturinn. Úr því
fóru piltarnir að sinna náminu betur, og á burtfarar-
prófinu um vorið, var Guðmundur bróðir Jóns kominn
upp í miðjan bekk, Ásgeir hækkaði talsvert, en Guð-
mundur Einarsson varð enn í neðsta sæti, enda var
hann þá enn óþroskaður unglingur.
Jón var bryti skólans eftir sem áður, allt þar til er
hann fluttist frá Möðruvöllum, og kom þar aldrei til
ágreinings framar.
VI.
Vorið 1891 reisti Stefán Stefánsson kennari á Möðru-
völlum þar bú, og varð Jón þá að víkja þaðan, var hon-
um það nauðugt nokkuð, en svo varð að vera og ekki
hægt hjá að komast. Jón hafði áður keypt Krossastaði
á Þelamörk og fluttist hann þangað. Krossastaðir voru
Heima er bezt 121