Heima er bezt - 01.04.1962, Page 14
Krossastaðir.
[)á meðalbýli, en í niðurníðslu. Gat hann ekki fram-
fleytt búi sínu á Krossastöðum einum og tók því á leigu
Heiðarhús, hjáleigujörð frá Laugalandi. Þá hafði hann
einnig Bláteig í Auðbrekkulandi, og með þessu jarð-
næði fékk hann haldið búinu í sama horfi sem áður. Og
enn síðar bætti hann við sig Laugalandi, sem er næsta
jörð utan við Krossastaði, og keypti upprekstrarland á
Vaskárdal. Á Krossastöðum gekk búskapur hans með
ágætum sem jafnan áður. Hafði hann þar um fjögur
hundruð fjár og tíu mjólkandi kýr í fjósi. Seldi hann
mjólkurvörur, skyr og smjör, til Akureyrar, voru þær
eftirsóttari en annars staðar frá. Peninga lánaði hann
all-oft, en gekk illa frá samningum þar um, og oft var
enginn stafur til tryggingar gerður, en rentu vildi hann
hafa háa. Laus var hann við alla tortryggni í viðskipt-
um sem öðru, og gerði aldrei ráð fyrir brigðmælgi og
vanskilum nokkurs manns að ósekju, enda reyndust
flestir honum fullir drengir í viðskiptum.
Hið eina fyrirtæki Jóns, sem eigi færði honum gróða
í bú, var það, að hann keypti mótorbát og hóf sjávar-
útgerð, en þar skorti hann alla kunnáttu, þekkingu og
reynslu. Lét hann gróðavonina draga sig þá á tálar.
Varð hann fyrir miklu tapi, en hyggindi hans voru nóg
til þess, að hann áttaði sig fljótlega á því, að hann skorti
allt til að hafa yfirsýn um rekstur sjávarútvegs, og seldi
bátinn. Fékkst hann ekki síðan við annan rekstur en
búskapinn einan, var þá enda gamall orðinn.
Síðla sumars 1926 andaðist María kona Jóns. Höfðu
þau þá verið í hjónabandi tæp fimmtíu og sjö ár og
jafnan farið vel á með þeim. Tvö fósturbörn ólu þau
upp. Voru það Málfríður Baldvinsdóttir, systurdóttir
Jóns, og Grímur er síðar bjó á Krossastöðum. En for-
eldrar hans voru Stefán Kristjánsson, er mjög lengi var
þar vinnumaður og kona hans, Guðrún Grímsdóttir frá
Hraukbæjarkoti, uppeldisdóttir Jóns. Hún var hjá hon-
um alla ævi frá því að hann tók við búsforráðum í
Hraukbæjarkoti.
Jón dó 13. maí 1929, á áttugasta og níunda aldursári.
Hann lét eftir sig mikla fjármuni. Féllu þeir í arf til
fósturbarnanna, Gríms og Málfríðar.
VII.
Hvar sem Jón bjó bætti hann ábýlisjarðir sínar að
húsakosti og ræktun. Á Möðruvöllum byggði hann í-
búðarhús úr tirnbri, og á Krossastöðum byggði hann öll
hús upp að nýju, og miklu betur og reisulegar en þá
var almennt að byggja á sveitabæjum. Hverja búskapar-
nýjung, sem hann fékk veður af, tók hann til nákvæmr-
ar athugunar, eftir því sem föng voru á. Og kæmist
hann að raun um, að þar væri einhvers hagnaðar og
framfara að vænta, var hann flestum öðrum fljótari að
hefjast handa. Fyrstur var hann allra bænda hérsveitis
til þess að láta brjóta óræktarmóa í stórum stíl og sá
síðan grasfræi í flagið. Var hann þar áratugum á undan
flestum sveitungum sínum öðrum. Skilvindu, kerru og
ýmis áhöld önnur, sem síðar þóttu ómissandi á hverju
heimili, útvegaði hann sér á undan flestum öðrum, og
kornmyllu rak hann lengi. Þegar snemma á búskapar-
ferli sínum hvarf Jón frá horfóðrunarstefnu þeirri, er
allsráðandi var hjá bændum allt fram yfir aldamót, og
víða lengur. Lét hann vanda fóðrun alls búpenings, enda
fékk hann jafnan ágætar afurðir af búi sínu. En það
voru fleiri nýjungar en í búskap einum, sem Jón hafði
áhuga fyrir og studdi eftir megni. Hann var einn af
stofnendum klæðaverksmiðjunnar Gefjunar á Akur-
eyri, og lagði þar fram mikið fé. Eins keypti hann
hlutabréf í Eimskipafélagi Islands fyrir allháa upphæð.
Hjúasæll var Jón alla hina löngu búskapartíð sína.
Var hann þeim góður og nærgætinn í allri framkvæmd.
Þótti þeim vænt um hann og vildu flest ekki annárs
staðar vera. Kæmi upp kritur milli þeirra, eins og oft
átti sér stað á mannmörgum heimilum, og rógur, slúð-
ursögur og þess háttar kæmi á gang, þýddi ekki að
bera neitt því líkt í eyru Jóns. Vildi hann ekki á það
hlusta og svaraði þá gjarnan eitthvað á þessa leið: „Æi,
vertu ekki að þessu slúðri, greyið mitt, þið eigið að
láta ykkur koma saman.“
María var öllu fúsari að hlusta á klögumálin, og
kæmi fyrir að hún bæri þau í eyru Jóns, tók hann
ekkert mark á þeim að heldur, en benti henni á, að
hún vissi ekkert um hvað satt væri í máli því, sem
um væri að gera, og að það borgaði sig að fást við
það, því að slíkir smámunir sem heimiliserjur milli
hjúa jöfnuðust af sjálfu sér. Vesalinga er leituðu á náð-
ir þeirra hjóna, tóku þau oftar en um sinn og ólu önn
fyrir þeim lengri eða skemmri tíma eftir þörfum.
Maður hét Ámundi Ámundason, Rangvellingur að
uppeldi og ætt. Hann hafði stundað sjó á Suðurnesj-
um um skeið, en verið í kaupavinnu á sumrum. Var
hann enn ungur að árum, en umkomulaus og útþvæld-
ur af drykkjuskap. Ámundi réðist að Silfrastöðum til
Jóns í kaupavinnu, og er ráðningartíminn var á enda
vildi Ámundi hvergi fara. Varð það úr að hann sett-
122 Heima er bezt