Heima er bezt - 01.04.1962, Side 16
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON, KENNARI:
SUMAR Á SAURUM
Leikmannsþankar um dvöl Jónasar Hallgrímssonar í Sórey 1843-1844.
i.
E^ixn fagran síðsumarsdag árið 1843 tekur tæp-
lega miðaldra maður sér far með póstvagnin-
, um, sem er í förum milli Kaupmannahafnar og
Sóreyjar á Sjálandi. Maður þessi er „gildur
meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en
heldur feitlaginn, herðamikill, baraxlaður, og nokkuð
hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á hár,
mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn. Andlitið
er þekkilegt, karlmannlegt og auðkennilegt, ennið all-
mikið. Hann er rétt nefjaður og heldur digurnefjaður,
granstæðið vítt, og vangarnir breiðir, kinnbeinin ekki
há, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkar.
Hann er stóreygður og móeygður“ og ofurlítið
dreymandi á svipinn, þar sem hann hallar sér aftur í
sætinu og virðir fyrir sér skrúðklætt landið.
Þessi maður, sem hér er á ferð, er íslendingurinn
Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur. Hann
hefur vet'ið búsettur í Kaupmannahöfn um margra ára
skeið, bæði við nám og vísindastörf, en farið heim til
íslands og ferðazt víða um landið í rannsóknarskyni
nokkur undanfarin sumur. Hann hefur gert marghátt-
aðar, vísindalegar athuganir á náttúru landsins og jarð-
sögu þess, gróðri og dýralífi og safnað miklu af fom-
minjum og náttúrugripum. Úr þessum gögnum hefur
hann svo unnið á vetuma, bæði í Reykjavík og þó
einkum í Kaupmannahöfn. Mesta stórvirki, sem hann
hefur með höndum um þessar mundir, er samning ís-
landslýsingarinnar, sem Hið íslenzka bókmenntafélag
hefur falið honum að rita, ásamt Jóni Sigurðssyni, for-
seta. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í þjóð-
málabaráttu landa sinna og annazt, ásamt fleirum, út-
gáfu tímaritsins Fjölnis, sem borið hefur íslendingum
nýjan andblæ frelsis og menningar.
En dvölin í Kaupmannahöfn hefur ekki ávallt reynzt
skáldinu og náttúmskoðaranum gleðigjafi. Einkum
hefur veturinn 1842—43 reynzt honum þungur í skauti.
Fátækt og heilsuleysi hafa lagzt þungt á hann í skamm-
deginu, svo að minna hefur orðið úr hinum vísinda-
legu stórvirkjum, sem hann hefur með höndum, en
hann hafði áformað. Fjárhagsörðugleikar hans eru svo
miklir, að hann hefur séð sig tilneyddan að setjast nið-
ur hinn 21. febrúar 1843 og hripa vini sínum og landa,
Finni Magnússyni, prófessor, svohljóðandi bréf:
Hávelborni, allrahæstvirti herra etatsráð!
Af því ég er í verstu kröggum, en gjaldkeri vor ekki
heima leyfi ég mér að biðja yður að borga mér inn-
lagðan reikning fyrir félagið. Það er annars illt og
ómaklegt, að ég skuli, eins og. þér getið nærri, verða
með öllu móti að forðast að koma til nokkurs manns
— fyrir klæðleysi — þó mér standi hin bezm hús opin.
Nú er verið að lagfæra kortið og dagbók mín til
Rentukammersins er svo sem albúin.
Yðar
J. Hallgrímsson.
Vorið gengur í garð og dönsku beykiskógarnir
skrýðast angandi laufskrúði, en hagur hins örsnauða,
íslenzka skálds vænkast samt lítt. Hinn 5. júní 1843
skrifar Jónas enn Finni Magnússyni eftirfarandi bréf:
Hávelborni, allrahæstvirti herra etatsráð!
Nú stendur ekki sem bezt á, ég er krafinn um húsa-
leigu fyrir mánuðinn, og þess utan á ég, því miður,
ekkert að borða fyrir, J>essa dagana. Hvað myndi nú
vera við það að gjöra? Eg hef nú raunar hert upp hug-
ann og ráðizt á Rentukammerið, — en meðan grasið
er að gróa, deyr kýrin.
Nú þarf ég Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslurn-
ar, til að korna þeim af áður en ég fer. Hitt, sem ég
hef, sendi ég yður nú aftur.
Með ást og virðingu,
J. Hallgrímsson.
En þó að skáldið og vísindamaðurinn, Jónas Hall-
grímsson, eigi enga skildinga um þessar mundir til þess
að greiða með húsaleiguna né kaupa sér mat, rætist þó
svo úr bágindum hans, fyrir tilstilli vinar hans, Finns
Magnússonar, að skáldið skrimtir af að þessu sinni.
Hinn langi og dapurlegi vetur er líka liðinn, og með
hækkandi sól hefur listaskáldið góða tekið gleði sína
aftur, eins og svo oft áður. Nú hefur Jónas líka ný
áform á prjónunum, sem fylla hann bjartsýni og til-
hlökkun. Þetta sumar, 1843, hefur svo slápazt, að hann
dvelji um slteið hjá vini sínum, danska náttúrufræð-
ingnum Japhetus Steenstrup, sem búsettur er í hinum
124 Heima er bezt