Heima er bezt - 01.04.1962, Side 18
sept. 1843. Við skulum nú grípa niður í bréfið og
heyra, hvað hann hefur að segja vini sínum:
------Mér líður á flestan hátt vel, guði sé lof, heils-
an er sæmileg og vinnan gengur sæmilega, og hvað að-
búð og umgengni snertir, þá hef ég ekki áður átt jafn-
góðu að fagna oft um dagana. Eg er hér úti bæði af
því, að mér þykir fara ólíku betur um mig en í Kaup-
mannahöfn, og svo hinu, að nú er fyrir alvöru verið
að gera við islandica, — ég er hjá Steenstrup, eins og
þú getur nærri, og við sitjum nú í samvinnu, og komi
nokkurn tíma svo langt, eitthvað komist út um Is-
landsferðina, verður það eftir okkur í sameiningu og
undir beggja okkar nafni. Ekki hef ég heldur gleymt
félaginu okkar, en landlýsingin verður mikið verk, og
undirbúningurinn til að geta skrifað hana að gagni er
ótrúlegur. Lakast er, að félagið er ekki fært um að
borga mér neitt, sem heita megi viðunanlegt, og það
er nú helzt, sem mér baggar — peningaskorturinn — til
að geta unnið almennilega. Eg sé brauðin eru að losna,
en ég þori samt ekki að láta sækja um neitt að sinni,
því ég er dauðhræddur um, að ég verði ekki búinn í
vor að því, sem ég þarf að gera hér. — (Hér er kafli
felldur úr.) — Þetta held ég verði nú að vera nóg vetr-
arlangt. Eg skyldi raunar hafa skrifað þér ögn meira,
en í þessu augnabliki fékk ég boð frá Hauch, og má
líklega vera hjá honum allt kvöldið. Það er nógu gam-
an, þegar maður vill rétta sig upp, að geta fyrirhitt
aðra eins menn og Hauch og Ingemann, og vera ætíð
boðinn og vel tekinn.---------
Og daginn eftir skrifar hann Páli Melsteð2) vngra
svohljóðandi bréf:
Sórey, 27. sept. 1843.
Elskulegi Páll minn!
Þér myndi nú væntanlega ekki þykja neitt undar-
legt, þó ég skrifaði þér langt bréf héðan úr róseminni
í Sórey, og hugsa með þér, ég hefði ekki haft annað
að gjöra. En ég skal nú sýna þér, hvort ég hef ekki
haft annað að gjöra, og svo sem til sannindamerkis
skrifa ég þér ekki nema nokkur orð, rétt svo þú sjáir
ég lifi, og sé ekki öldungis búinn að gleyma þér. Ég
lifi hér annars eins og blóm í eggi; — ég er hjá Steen-
strup og við erum í samvinnu að fást við islandica, og
ætlum nú að bera okkur að koma saman bók um þetta
allt, sem dálítið gagn verði í; — og til hvíldar geng ég
eða ríð eða keyri um landið og skógana hér í kring,
ræ líka stundum á báti um vatnið með kvenfólkið okk-
2) Páll Melseð yngri, sagnfræðingur (f. 13. nóv. 1812, d. 9.
febr. 1910), stúdent frá Bessastaðaskóla 1834, lagði stund á laga-
nám í Kaupmannahöfn 1833—40. Tók próf í dönskum lögum
1857. Var sýslumaður í ýmsum sýslum og alþingismaður Snæ-
fellinga 1859—63. Eftir að Páll lét af sýslumannsembætti, varð
hann kennari í sögu við latínuskólann. Hann vann mikið að
ritstörfum, einkum um sagnfræði.
(Nánar í Islenzkar æviskrár eftir P. E. Ó.)
ar, eða geng til Hauchs eða Ingemanns að tala við þá
tii fróðleiks og skemmtunar. Mér er mikið þægilegt
að vera boðinn og veltekinn hjá þeim báðum, hvenær
á degi sem vera skal. Ekki gleymi ég nú samt fyrir
þessu félaginu okkar og landlýsingunni, en þar vant-
ar ekki mikið á, að ég hafi reist mér hurðarás um öxl,
því verkið er bæði mikið sjálft og undirbúningurinn
því meiri. Lakast af öllu er, að félagið getur ekki boð-
ið mér neitt viðunanlegt hónórar, því mér er ómögu-
legt að vinna peningalaus. Sæi ég því nokkurn kost á,
eða réttara sagt, sæi ég nokkurn annan færan um að
taka við því starfi, seldi ég mér það af höndum.
Ég skrifa þér ekki fréttir, því þó ég færi að tína eitt-
hvað til myndi seint grynna á þeim, þú mátt til að
reyna að fá þér blöðin. Ég sagði Jóhanni Briem eitt-
hvað af ferðalagi ensku drottningarinnar, og hef beð-
ið hann að láta þig fá það, svo þú getur gengið eftir
því. Mundu eftir að senda mér snaraðar rjúpur með
póstskipinu í vetur, — ég smakka hér aldrei rjúpu! og
adress. allt til Kaupmh. Segðu mér svo líka nógar frétt-
ir. Berðu kæra kveðju mína frúnni og konunni þinni,
og eins dr. Scheving, þegar þú sérð hann, því ég er
hræddur um, ég skrifi honum ekki, og vertu blessað-
ur og sæll, vinur!
Þinn
J. Hallgrímsson.
Þeir Hauch og Ingemann, sem Jónas minnist á í
bréfunum, voru báðir mjög mikilhæfir menn, sem gott
var fyrir Jónas að eiga sálufélag við. Ingemann, sem
um þær mundir var forstöðumaður (eða rektor) við
akademíið í Sórey, var mikilvirkur rithöfundur og
ágætt ljóðskáld. Eftir að lárviðarskáld Dana, Oehlen-
schlager, féll frá, varð Ingemann höfuðskáld þeirra.
Hauch var náttúrufræðingur og skáld, eins og Jónas,
og var lektor í dýrafræði við akademíið. Hann samdi
sögur og leikrit, m. a. leikritið Kinnarhvolssystur, sem
leikið hefur verið víða hér á landi. Kynni Jónasar við
þessa andans snillinga og ljúfmenni hefur án efa orðið
honum mikil andleg uppörfun og glætt skáldhneigð
hans, enda orti hann meðan hann dvaldist í sveitasæl-
unni í Sórey, sum sinna beztu og hugljúfustu Ijóða,
svo sem Dalvísur, Sláttuvísur, Ég bið að heilsa, og ef
til vill kvæðaflokkinn Annes og eyjar, og sennilega
fleira. Einnig má vera, að hann hafi samið gamanbréf-
ið alkunna um ferð Englandsdrottningar til Frakklands
þetta sumar eða haust í Sórey, því að hann segir í bréf-
inu til Páls Melsteðs, 27. sept., að hann hafi sent Jó-
hanni Briem1) það, og hefur Jónas þá líklega verið
nýbúinn að skrifa það. Nokkru seinna, eða í byrjun
marz 1844, sendir hann Konráði Gíslasyni í gaman-
i) Jóhann Briem prestur (f. 19. apríl 1801, d. 6. marz 1880),
tók stúdentspróf í Danmörku 1820 og lauk guðfræðiprófi við
Khafnarháskóla 1826. Var prestur í Danmörku (m. a. í Kou-
stedsprestakalli frá 1835—1854). Jóhann orti nokkuð, samdi leik-
rit og ritgerðir á dönsku.
(Islenzkar æviskrár eftir P. E. Ó.)
126 Heima er bezt