Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 19
AÐEINS Kr. 95.oo til áskrifenda „Heima er bezt“. Bókhlöðuverð kr. 135.00 F öras vemninn eftir Mika Waltari (Fyrra bindi.) Hver sem grípur þessa bók til lestrar, verð- ur að vera við því búinn, að hann leggi hana ekki frá sér aftur fyrr en hann hefur lesið hana spjaldanna á milli, svo spennandi er hún frá upphafi til enda. Höfundur Iienn- ar, MIKA WALTARI, er nefnilega einn hinna fáu stórbrotnu frásagnameistara nú- tímans, sem er sú list lagin, að vekja til lífs- ins liðnar kynslóðir, og leiða löngu horfna tíma fyrir sjónir lesandans, með litauðgi þeirra, hóflausu skrauti, ofsa og ástríðum. Lesandinn fer, ef svo mætti segja, í ham söguhetjanna, lifir sjálfur lí£i þeirra, flæk- ist í vélabrögð þeirra, situr með þeim að sumbli í veizluskálum og veitingakrám, og er með í ævintýmm |)eirra og hrekkjabrögð- um. Söguleg skálclsaga eftir Iiöíuncl EGYPTANS r I FÖRUSVEININUM vekur Waltari upp 16. öldina. Söguhetjan er ungur, finnsk- ur menntamaður, Mikael að nafni.Hann segir söguna sjálfur, eftir að hafa komizt óskaddaður gegnum furðulegustu ævintýri. Meginþráður sögunnar er, að Mikael og Antti, bróðir hans, sem er tröll að burðum en gáfnatregur, sigla frá Feneyjum í pílagrímsfor áleiðis til Lands- ins helga árið 1527. Á skipinu er ung hefðarmær, Júlía að nafni. Hún hylur andlit sitt með blæju, því að augu hennar eru mislit, annað blátt en hitt brúnt. En á þeim tímum drottnaði sú hjátrú, að slíkum afbrigðilegum augnalit fylgdi bölvun, og hættulegt væri að verða fyrir augnaráði þeirra, sem þannig væru eygðir, en Júlía var einnig gædd þeirri gáfu að sjá fyrir óorðna hluti. Mikael varð það á að lyfta blæjunni frá andliti hennar og varð samstundis hrifinn af fegurð hennar og yndisþokka. En skipið lendir í höndum serkneskra sjóræn- ingja. Mikael, Antti og Júlía eru tekin höndum og seld í ánauð. Síðar lenda þau í þjónustu Sólimans soldáns hins mikla í Miklagarði. Taka þau þátt í og fylgjast með ofbeldisverkum hans og afrekum. Hin- ir stórfelldu, sannsögulegu viðburðir, sem sagan skýrir frá, gera auðæfi, grimmd, losta, vélabrögð og óhóf yfirstéttanna í Tyrkjaveldi hinu forna ennþá stórfelldari. Mikael og Antti taka þátt í frelsun Algeirsborgar, umsátrunum um Budapest og Vínarborg, og þeir verða vitni að morði vinar þeirra, Ibrahims stór- vesírs, sem geldingar soldáns hengja að boði hans. Mikael kvænist Júlíu, sem er spillingin holdi klædd, lostafull, ótrú og öfundssjúk, eða í senn dá- samlega fögur og ægilegt skass. Atburðir þeir, sem gerast þegar hún verður aðili að vélræðum þeim, sem brugguð eru í höll drottningar soldáns í Mikla- garði, eru samtímis hroðalegir og gæddir skáldlegu

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.