Heima er bezt - 01.04.1962, Side 21
Hér sjáum við rithöfund-
inn Mika Waltari i bóka-
herbergi á heimili sínu i
Helsingfors. Bak við hann
sést á tvö málverka úr
safni hans af nútíma lista-
verkum, en i efstu hillu
bókaskápsins, sem hann
stendur við, eru eingöngu
sýnishorn af hinum ýrnsu
útgáfum skáldsögunnar
„Egyptinn", sem gefin
hefir verið út á fjölda
tungumála viða um heim
og alls staðar náð miklum
vinsœldum, eins og raun-
ar margar fleiri sögulegar
skáldsögur, sem þessi mik-
ilvirki rithöfundur hefir
samið á undanförnum
árum.
að ákveða röð keppendanna, þegar tröllaukinn svartur ná-
ungi birtist þar, og fylgdi honum hópur hermanna. Hann
þandi út brjóstið, barði á það með hnýttum hnefum og æpti:
„Iskander, Iskander! Komdu og láttu mig rífa af þér eyrun!
Því næst skal ég afgreiða Antar, sem nú er á hvers manns
vörum."
Glímumennirnir urðu hálf-ókvæða við og sögðu í hljóði
við Antta: „Þetta er glímumeistari Selims ben-Hafss. Reittu
hann ekki til reiði. Lofaðu honum að vinna og hirða pen-
ingana, því að þá lætur hann okkur sennilega í friði og
gerir okkur engan óskunda. En ef þú vinnur, þá verður þú
kvaddur til soldánsins og látinn glíma fyrir hann. Og þó að
þú sigrir í fyrstu alla glímumenn hans, þá mun sá dagur samt
koma, að þú liggir í sandinum hálsbrotinn."
Antti svaraði hlýlega: „Trú ykkar virðist veik. Þið gleymið,
að Allah hefur ákveðið alla hluti fyrirfram. Farðu, Iskander,
og láttu hann sigra þig. A eftir skal ég svo jafna um hann,
og þið skuluð fá að sjá glímu slíka, að þið liafið aldrei áður
þvílíka séð. Sé það vilji Allahs, verður þessi glíma mín síðasta
hér á kauptorginu; þar á eftir mun ég glíma fyrir soldán-
inum og hirð hans.“
Við þessi orð komst mikið rót á forstöðumennina, og gull-
og silfurpeningum tók að rigna niður á klæðið. Hermenn-
irnir tóku sér stöðu í hring umhveris og vörnuðu áhorfend-
unum að komast að, en glímumeistarinn, ljótur og gljáandi
af olíu, hoppaði aftur og fram innan í hringnum og grenjaði
áskoranir sínar. Iskander gaf sig fram og særði hann við nafn
Allahs að brjóta ekki reglur „meinlausrar glímu“, en ekki
leið á löngu, þangað til hann hófst á loft upp og kom niður
með miklum hlunk. Hann lá stynjandi um hríð og þuklaði
um arma sér og fætur, en ég held, að þetta hafi mest verið
látalæti og hann hafi lítið meiðzt. Tveir aðrir gáfu sig fram,
og glímukóngurinn felldi þá fyrirhafnarlítið. En við þessi
átök mæddist hann samt lítið eitt og svitnaði, svo að honum
jjótti ráðlegra að þreyta sig ekki of mikið og kallaði: „Hvað
er orðið af þessum Antar? Hann er maðurinn, sem ég kom
til að finna, og ég get ekki beðið eftir honum allan daginn.
Haðið bíður mín.“
Antti skeytti ekki aðvörunum hinna og gaf sig óðara fram.
Það var greinilegt, að Surtur hafði nokkurn ótta af honum,
því að hann hringsólaði varúðarlega nokkrum sinnum kring-
um hann og setti svo allt í einu hausinn undir sig og renndi
á hann eins og naut. En Antti veik sér fimlega undan, náði
heljartaki utan um hann og kastaði honum hátt í loft upp.
En Surtur var enginn viðvaningur og kom standandi niður,
og Antti þá ekki seinn á sér og kom nú á hann bragði, svo
að Surtur féll og Antti á hann ofan. Antti náði taki á háls-
inum á honum og þrýsti hausnum niður í sandinn, og ef til
vill hefði hann hálsbrotið hann þarna — ef Surti hefði ekki
tekizt að læsa tönnunum í kálfann á honum, og varð Antti
þá að sleppa tökunum af sársauka. Og svo veltust þeir þarna
hvor um annan, og veitti ýmsum betur, — og aldrei hef ég séð
önnur eins áflog — þangað til loksins að þeir slepptu tökurn.
Glímukóngurinn hafði sýnilega fengið sig fullsaddan. Hann
gekk upp og ofan af mæði, armarnir héngu máttlausir niður
með síðunum og hann spýtti blóði. En hann reyndi samt að
bera sig mannalega og sagði: „Þú ert ekki lakari en af þér
er látið, Antar. En ég hef engan rétt til að hætta mér í fjar-
veru húsbónda míns, soldánsins. Og þess vegna skulum við
halda áfram á morgun, að soldáninum ásjáandi. Ég efast
ekki um, að hann muni launa sigurvegaranum ríkulega."
Fyllið út pöntunarseðilinn og sendið hann til
„Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Pantanir
verða afgreiddar rnn hæl í þeirri röð sem þær ber-
ast á meðan upplag endist.
GILDIR AÐEINS FYRIR ÁSKRIFENDUR „HEIMA ER BEZT“
Eg undirrit......sem er áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“,
óska hér með eftir að mér verði send bókin
FÖRUSVEINNINN, I.
eftir Mika Waltari
með 40 króna afslætti frá útsöluverði.
□ Hjálagt sendi ég Heima er bezt andvirði bókarinnar, kr. 95.00,
og fæ þá bókina senda burðargjaldsfrítt.
□ Sendið mér bókina í póstkröfu, og inun ég greiða andvirðið við
móttöku póstkröfugjalds.
Nafn
:iO
:'S,
:.&•
Q Merkið við þann reit, sem við á. Skrifið greinilega.