Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 25
þegar hafísinn væri, en Jói taldi að þetta væri mest
sagt til að hræða þá frá ísnum, en þó var það svo, sagði
Jói, að amma hans mundi eftir því, að bjarndýr kom
með ísnum, og það hafði etið heila kind áður en það
var skotið, „og amma skrökvar ekki,“ bætti hann við
með alvöruþunga.
Það var svo sunnudag einn á Þorranum, er hafísinn
hafði verið landfastur í viku, — nokkuð frost var, en
veður kyrrt, — að þeir leikfélagarnir, sem að framan
getur, fóru allir á skauta eftir hádegið, nokkuð langt
frá bænum, en þeim var harðbannað að fara nokkuð
niður í fjöru. Þeir voru vel búnir drengirnir, því að
nokkurt frost var. Pétur var í rauðu peysunni sinni,
sem hann fékk í jólagjöf, og var hann mjög montinn
af peysunni, því að hinir strákarnir áttu ekki litaðar
peysur.
Eftir að hafa rennt sér nokkra stund á skautunum,
kom Pétur að máli við Jóa, og spurði, hvort þeir ættu
ekki að skreppa niður í fjöru og leika sér milli hafís-
jakanna, og líka væri gaman að skoða ísinn. Nú væri
komið nálægt fjöru, svo að þetta væri ágætur tími.
Jói tók þessu fyrst heldur fálega, en lofaði þó að koma
með, ef hann endilega vildi fara. „Má e líka?u sagði
Bjössi litli, sem var smámæltur og heldur kjarklítill.
„Ef þú blaðrar því ekki í alla,“ sagði Pétur. „Engum
segja nema mömmu,“ svaraði Bjössi, og byrjaði að
leysa af sér skautana, sem voru úr tré með járnteinum
neðan í.
„Mömmu,“ tók Pétur upp eftir honum. Hann þreif
í öxlina á Bjössa um leið og hann sagði: „Ef þú segir
nokkrum lifandi manni frá þessu, þá flengjum við Jói
þig og látum svo bjarndýrn éta þig. — Ætlarðu að
muna það?“
„Já, já,“ kjökraði Bjössi. — Pétur var sterkur. Það
vissi Bjössi vel, og þorði hann því ekki annað en segja
já við öllu, sem Pétur sagði.
Drengirnir hlupu svo allir niður í fjöruna, án þess
eftir þeim væri tekið. Það var sannarlega sitt hvað að
skoða fyrir drengina þarna í fjörunni. Jakarnir höfðu
ýmiss konar lögun, og mynduðu alls konar ísgerfinga,
— mjög furðulega, sem hugmyndaflug drengjanna
skýrði út jafnharðan. Flestir jakanna voru það þykkir,
að þeir voru hærri en allir drengirnir samanlagðir, og
alls staðar á milli jakanna blöstu við blágræn, lokkandi
göngin inn í þennan furðuheim. Sandurinn í fjörunni
var freðinn, svo að gott var að ganga þarna inn á
milli jakanna, enda var ekki langt þangað til að Pétur
fór að fara í könnunarferðir inn á milli þeirra, og
kom hróðugur út aftur með þær fréttir, að engin hætta
væri á að villast, svo að Jói réðst þá einnig til inn-
göngu, en annar hvor þeirra, varð þó alltaf að leiða
Bjössa. Hann var svo hræddur við bjarndýrin.
Innan skamms voru drengirnir komnir í feluleik,
alls óhræddir og fannst þetta mjög gaman. Pétur og
Jói földu sig til skiptis, en Bjössi var með þeim, sem
leitaði. Á meðan sveikst tíminn frá drengjunum, og áð-
ur en þeir vissu af, var farið að bregða birtu, en þeir
-héldu áfram leiknum áhyggjulausir og ánægðir.
Smalinn, sem stóð hjá fénu, fór nú að hugsa til heim-
ferðar, svo að hann hefði skímu heim með féð, er það
rynni meðfram fjörunni. Hann gaf stóra smalahund-
inum sínum, sem hét Kátur, merki um að fara í kring-
um féð, og halda heim á leið, en Kátur lýsti ánægju
sinni yfir því, með því að dilla skottinu og horfa vina-
lega á húsbónda sinn, og svo skokkaði hann af stað.
Drengirnir voru líka farnir að tala um heimferð. Jói
ætlaði þó að fela sig einu sinni enn. Pétri hafði alltaf
gengið svo vel að finna hann, en nú ætlaði hann að
vera reglulega kaldnr og fara langt inn í ísinn. Hann
smeygði sér fram hjá hverjum jakanum af öðrum, þar
til að fyrir honum varð pollur. Jói vildi ekki væta sig
í fæturna, svo að hann fór til baka. Varð þá enn fyrir
honum pollur. Hann tók því einn krókinn enn, til að
komast á þurrt, og þar hafði hann ekki komið áður,
því að þar var spýtukubbur freðinn inn í jakann.
„Ágætt efni í skútu,“ hugsaði Jói, og fór að reyna að
losa kubbinn úr jakanum með hnífnum sínum. Var
hann að fást við þetta nokkra stund, en mundi þá eftir
því, að hann hafði aldrei hóað, til merkis um að Pétur
mætti fara að leita, svo að hann fór að hóa, en fékk
ekkert svar. Það fannst honum grunsamt. Hann tok þa
eftir því, að tekið var að skyggja, svo að að honum
læddist beygur um að svo gæti farið, að hann rataði
ekki út úr ísnum. Og þegar hann fór að athuga málið,
vissi hann hreint ekkert í hvaða átt skyldi fara, og svo
var eitthvað uggvekjandi við sjóinn, sem þokaðist
hljóðlaust inn á milli jakanna. Þetta gerði hann óróleg-
an. Sennilega var hann kominn fram að sjónum og far-
ið væri að falla að.
Jói reyndi þó að vera rólegur og fór enn að kalla til
Péturs, að hann væri hættur að fela sig, en fékk ekkert
svar frá Pétri. Hann hélt svo áfram að kalla og hlusta
á víxl. Að lokum svaraði Pétur, og ætlaði Jói þá að
hlaupa á móti honum, en hafði skammt farið, er fyrir
honum varð sjór, sem dýpkaði óðum, svo að hann
sneri við, þegar sjórinn náði honum í hné. Hann var
að komast á þurrt aftur, þegar hann loks mætti Pétri,
sem var þá með Bjössa á bakinu.
Pétur var rennblautur í fætur og mjög alvarlegur á
svipinn. Þeir fóru þangað, sem spýtan var í jakanum.
Þar var þurrt og nokkuð rúmt um þá. Pétur ávítaði
Jóa fyrr að fara svona langt, og svíkjast um að hóa,
þegar hann var búinn að fela sig. Pétur sagðist hafa
verið búinn að leita lengi, þegar hann heyrði í honum
köllin, og þá hefði hann orðið að fara enn lengra inn
í ísinn, og væri nú alveg villtur. Myrkrið væri að skella
á og komið bunandi aðfall.
Jói boraði tá hægri fótar ofan í freðinn sandinn, eins
og það væri hans aðal áhugamál, en svaraði engu ávít-
unum Péutrs. Það varð löng þögn. Loks hætti Jói að
bora tánni í sandinn. Hann leit beint á Pétur og spurði:
„Getum við ekki reynt að standa hvor upp á öðrum,
og komizt þannig upp á einhvern jakann?“ En nú var
Heima er bezt 129