Heima er bezt - 01.04.1962, Page 27
í fyrstu vil ég biðja afsökunar á misritun, sem varð í
jólaþætti í síðasta desemberblaði. Ég birti þar tvö er-
indi af jólaljóði, sem heitir Bráðum koma blessuð jól-
in. — „Um böfund er mér ókunnugt“ stóð þar. Þetta
jólaljóð er, eins og mörgum er kunnugt, eftir Jóhannes
skáld úr Kötlum. Hef ég þegar beðið höfundinn af-
sökunar á þessu óhappi. Til að gera bragarbót, mun ég
birta ljóðið í næsta jólablaði „Heima er bezt“. Ég þakka
líka Ólafi í Bæ og fleirum, sem hafa bent mér á þessi
mistök.
Enn fremur hefur verið beðið um ljóð, sem hefst á
þessu vísuorði: „Uppundan bænum í blómskrýddri
hlíð....“ Kvæði þetta mun vera ort um síðustu alda-
mót af einu góðskáldi voru og á sér merka sögu, enda
kallar skáldið þetta kvæði: „Dálitla sögu“. Ef til vill
birti ég þetta kvæði síðar, en það er mörg erindi.
Þá er bezt að víkja að bréfum, sem biðja um dægur-
ljóð, og birtast hér tvö ljóð, sem beðið hefur verið
um, en fallið niður að birta.
Hið fyrra er „Suður um höfin“. Höfundur ljóðsins
er Skafti Sigþórsson.
Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.
Og meðan ég hfi, ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.
Hún kom sem engill af himni til mín,
heillandi eins og þegar sólin björt í heiði skín.
Og yndisleg voru þau ævintýr mín,
og yndisleg voru hin freyðandi vín.
fólki fyrir 30—40 árum. Á æskuárum pabba og mömmu
og afa og ömmu. Þetta umbeðna ljóð heitir Hjálmar og
Hulda. Því miður hefur mér ekki tekizt að ná í þetta
ljóð, en margir kunna meira og minna úr því, sem
gekk manna á milli uppskrifað í gamla daga. Ég birti
fyrsta erindið uppskrifað eftir minni af Kristjáni á
Snorrastöðum. Þætti mér vænt um, ef einhver, sem á
kvæðið uppskrifað, eða veit um það útgefið á prenti,
vildi senda mér afrit af kvæðinu eða benda mér á hvar
hægt er að ná í það.
Hér birtist þá fyrsta erindið eftir minni uppskrifað:
Hjálmar í blómskrýddri brekkunni stóð,
því burtfarar nálgaðist tíð.
Hann átti að fara af feðranna slóð
mót fjandmannahernum í stríð.
Af óþreyju hjartað í brjóstinu bærðist,
blómilm að vörum hans andvarinn færði,
svo tjóðraði hann hestinn og hugglaður tróð
til heitmeyjar sinnar um blómgaða slóð.
Eða:
Svo söðlaði hann hestinn og hugglaður reið,
til heitmeyjar sinnar um blómgaða leið.
Hitt Ijóðið heitir: „Frostrósiru. Höfundur ljóðsins er
Tólfti september, en Haukur Morthens, hinn góðkunni
dægurlagasöngvari, hefur sungið ljóðið inn á hljóm-
plötu.
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir, — og allt varð svo hljótt.
Á glugganum frostrósin grær.
— Ég gat ekkert sofið í nótt. —
Hvert andvarp frá einmana sál,
hvert orð sem var myndað, án hljóms,
nú greinist sem gaddfreðið mál
í gerfi hins lífvana blóms.
Þegar dagur var kominn að kveldi,
þá var kátt yfir börnum lands,
þá var veizla hjá innfæddra eldi,
og allir stigu villtan dans.
Suður um höfin að sólgylltri strönd
svífur minn hugur, þegar kólna fer um heimalönd.
Og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.
í nokkrum bréfum, sem þættinum hafa borizt, hefur
verið beðið um ljóð, sem mikið var sungið af ungu
Er stormgnýrinn brýzt inn í bæ
með brimhljóð frá klettóttri strönd,
— en reiðum og rjúkandi sæ
hann réttir oft ögrandi hönd —
þá lcrýp ég og bæn mína bið,
þá bæn, sem í hjartað er skráð:
Ó, þyrmd ’onum, gefð’ ’onum grið.
— Hver gæti mér orð þessi láð?
Þetta verður að duga að sinni. Væntanlega fæðast ný
dægurlög á næstu mánuðum, þegar samkeppni hefst
um ljóðasmíð.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Reykjavík.
Heima er bezt 131