Heima er bezt - 01.04.1962, Side 31
rétt fyrir sér. Þyrfti hún að standa upp, fylgdu henni
áttatíu árvökur augu, sem mældu hana út frá hvirfli til
ilja. Það leyndi sér ekki, að vöxtur hennar var að breyt-
ast. Jafnvel verkstjórinn varð kuldalegri í viðmóti. Hún
var ung og lagleg, og hann hafði aldrei haft neitt á
nióti fallegum stúlkum, en þegar þær voru svona á sig
komnar, féll af þeim mesti glansinn, og hann varð jafn
súr sem hann áður hafði verið sætur við hana.
Strax eftir fyrstu útborgun fékk hún sér kápu, og
þá voru peningarnir búnir. Ingunn var henni svo góð,
sem bezt varð á kosið, en Ásta átti ákaflega bágt með
að þiggja peninga af henni. Ingunn vissi ekki, hvernig
hún ætti að koma henni í skilning um, að hún hefði
eins mikla ánægju af að hjálpa henni, og þótt hún hefði
verið hennar eigin dóttir.
V.
Óvæntm fundur —
Karlsen sat í ldefa sínum og las, þegar Ponni kom
og tilkynnti honum, að maður væri kominn um borð,
sem vildi tala við hann.
„Láttu hann koma hingað inn,“ sagði Karlsen. Það
gekk hægt eins og venjulega að fá afgreiðslu hér á
Lágeyri. Skeggjaðir karlarnir fóru sér ekki að neinu
óðslega. Nú var sunnudagur, og hátt kaup, svo að þeim
fannst ekld nema sjálfsagt að reyna að hafa eins mildð
og hægt væri upp úr blessuðum deginum, ekki væri af-
koman svo beysin hjá þeim, verkamönnunum.
Góð stund leið. Karlsen hélt áfram að lesa og hafði
nærri gleymt, að hann ætti von á gesti, þegar drepið
var á dyr.
Karlsen stóð upp og opnaði hurðina. Frammi á gang-
inum stóð aldraður maður, grár fyrir hærum, með
hvöss, athugul augu, sem virtust þó þess albúin að
hverfa undir þung augnalokin, væri í þau litið. Andlit
mannsins var mjög rautt, og hann var móður, enda vel
í hold kominn. Hendurnar hvítar og vel hirtar, með
gullhring á, leituðu í ákafa í öllum vösum eftir klút
til að þerra svitann, sem spratt fram á enni mannsins.
Þeir sögðu til nafns 'og virtu hvor annan fyrir sér
eins og glímumenn, sem vega og meta styrkleika hvors
annars.
„Hvað skyldi höfðinginn Sigurður Hansen vilja
mér?“ hugsaði Karlsen. Hann bauð kaupmanninum
sæti, en það þáði hann ekki, heldur ræskti sig og
hummaði nokkrum sinnum. „Hvar í fjandanum hef ég
séð þetta andlit áður?“ hugsaði hann og hnyklaði
brýnnar loðnar og rniklar. Svo hvessti hann augun á
Karlsen.
„Mér var ráðlagt að spyrja þig um, hvert farið hcfði
Ásta Bjarnadóttir, sem kom hér um borð í síðustu ferð
norður.“
„Nú, ekki hef ég fengið nein fyrirmæli um að fylgj-
ast með farþegunum, hvorki þeim sem koma hér frá
Lágeyri eða öðrum stöðum,“ svaraði Karlsen og leit
ekki undan rannsakandi augnaráði kaupmannsins.
„Mér hefur verið sagt, að hún hafi haldið til í klefa
þínum á Ieiðinni,“ sagði Sigurður.
„Hver segir það?“ spurði Karlsen og pírði augun-
um, það var farið að síga í hann.
„Ég hef það eftir brytanum, að hún hafi sofið hjá
þér allar nætur.“
„Hvers vegna er þér svo annt um að vita, hvert þessi
stúlka hefur farið, er hún þér eitthvað nákomin?“
spurði Karlsen.
Sigurður horfði fram hjá Karlsen út um ljórann.
„Já,“ sagði hann svo, „hún er mér nákomin.“
„Þá get ég fullvissað þig um, að hún var í betri
höndum, meðan hún dvaldist á skipinu, en meðan hún
var í þínum húsum. Ég skaut skjólshúsi yfir hana, þeg-
ar þið höfðuð kastað henni á dyr. — Vissirðu ekki, að
hún var á góðri leið með að gera þig að afa?“
Sigurður opnaði munninn nokkrum sinnum, en kom
ekki upp neinu orði.
„Er það satt?“ stundi hann loks upp og lét sig falla
niður á stólinn, sem hann áður hafði afþakkað, og þerr-
aði sér um ennið með klútnum.
Karlsen hló háðslega, þegar Sigurður tautaði aftur
og aftur fyrir munni sér:
„Það vissi ég ekki, að hún væri að gera mig að afa.“
„Nei, það vissir þú ekki, vissirðu yfirleitt nokkuð,
hvað fram fór í þínu eigin húsi síðastliðið ár?“ sagði
hann.
„Nei,“ svaraði Sigurður lágt. „Það er víst satt, ég
vissi lítið hvað þar skeði, ég vissi ekki um, fyrr en
Ásta litla var farin, en annars hefði ég víst ekki mik-
ið getað gert.“ Svo brosti hann allt í einu og hélt áfram:
„Nú fer ég að skilja, hvers vegna hún tætti peninga-
seðlana í svo smáar agnir, áður en hún fór, að enginn
treystir sér til að líma þá saman, og eru þeir þó geymd-
ir enn, sneplarnir. Ég vildi að hún hefði verið dóttir
mín, ég var farinn að gera mér vonir um hana sem
tengdadóttur. Enginn sona minna var eins nærgætinn
og hún, ég fann það bezt, eftir að hún var farin.“
„Hvaða peninga reif hún sundur?“ spurði Karlsen
kíminn.
„Ætli það hafi ekki verið einhver þóknun fyrir að
fara, eða kannske bara kaupið, sem Margrét hefur ver-
ið að borga henni fyrir öll árin, sem hún hefur þrælað
hjá okkur.“
Sigurður dró upp veski sitt, tók úr því blað og
penna úr vasa sínum og skrifaði dálitla stund á það, lét
það síðan í umslag, ásamt búnka af seðlum, skrifaði
utan á það og fékk Karlsen.
„Þú kemur þessu til skila fyrir mig, stýrimaður, fyrst
ég fæ ekki að vita, hvar hún er.“
„Nei, það er hennar leyndarmál, og bréfið vil ég
helzt ekki færa henni, hún hefur slitið öll þau bönd,
sem bundu hana við þennan stað, eða kannske væri rétt-
ara að segja, að þau hafi verið slitin fyrir hana, og ég
held að bezt sé, að hún fái að vera í friði, þar sem
hún er,“ sagði Karlsen kuldalega og bandaði hendi við
bréfinu. (Framhald).
Heima er bezt 135'